Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1991, Side 10

Læknablaðið - 15.01.1991, Side 10
4 LÆKNABLAÐIÐ EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Tveir hópar voru rannsakaðir. Báðir voru þátttakendur í faraldsfræðilegum rannsóknum á vegum Hjartavemdar. I fyrri hópnum (hópi A) voru 3000 einstaklingar valdir úr þjóðskrá 1982 með tilviljunarúrtaki til þátttöku í »MONICA« rannsókn (»Monitoring trends and determinants in cardiovascular disease«) á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (18) . »MONICA-rannsóknin« tekur jámrannsóknir ekki með. Þeim var sérstaklega bætt við fyrir þessa rannsókn. Helmingur einstaklinganna í hvomm hópi kom frá Reykjavíkursvæði þar sem vom 86.092 íbúar á þessum tíma (10). Hinn helmingurinn kom úr Amessýslu þar sem voru 6741 íbúi. Aldur þeirra sem rannsakaðir vom var á bilinu 25 til 74 ára sem var skipt niður í fimm tíu ára aldursbil af jafnri stærð. I aldurshópi voru jafnmargir karlar og konur. Hópur A var rannsakaður á tímabilinu júní til september 1983. Seinni hópurinn (hópur B) var einnig valinn með úrtaki úr þjóðskrá, ungt fólk sem bjó á Reykjavíkursvæði og fætt á ámnum 1940, 1944, 1945, 1949, 1950 eða 1954. Úr hópi B vom 669 karlar og 571 kona rannsökuð sérstaklega með tilliti til jámbúskapar, á tímabilinu júlí 1984 til mars 1985. Þátttaka var boðin með bréfi og var aðaltilgangur rannsóknarinnar kynntur sem könnun á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Þeim sem ekki svöruðu fyrsta bréfi var sent annað og þeir sem ekki svöruðu því fengu upphringingu frá Hjartavemd. Þátttakendur mættu hjá Hjartavemd eftir föstu. Blóðsýni vom tekin frá klukkan 8:15 til 10:30. Blóðsýnin voru tekin án stöðvunar á bláæðablóðrennsli nema í örfáum tilfellum þar sem blóðtaka var erfið og þá aldrei lengur en í tvær mínútur. Blóðsýni frá hópi A vom tekin í sitjandi stöðu, en frá hópi B í liggjandi stöðu. Blóð var tekið í lofttæmd glös (VacutainerR Becton Dickinson) sem innihéldu annað hvort EDTA eða engan storkuvara. Eftirfarandi mælingar vom gerðar á Coulter S-Plus IVR (19) : B-hemóglóbín, B-rauðkomatalning og B- meðalrúmfang blóðkoma. Allar rannsóknir vom gerðar innan sex klukkustunda frá blóðtöku. Sermi til jámmælinga var geymt við -20°C og mælt nokkrum vikum eftir blóðtöku. Eftirfarandi jámmælingar vom gerðar: Frítt jám, jámbindigeta og ferritín. Frítt jám í sermi var mælt í skilvindutæki sem notaði ferrósín sem litarefni (20). Jámbindigeta var mæld með sömu aðferð eftir útfellingu á umframjámi með magnesíum karbónati. Ferritín í sermi var mælt með geislaónæmismælingu sem notar mótefni gegn miltisferritíni (Amersham Intemational plc, Amersham U.K.). Meðalgildi hinna ýmsu mælinga voru borin saman með tvíhliða t-prófi fyrir óháð sýni. Notuð var lógaritmísk breyting á meðaltali fyrir ferritín í sermi. Marktækur munur var talinn vera ef p < 0,05. Dreifing rannsóknargilda var metin með hundraðshlutaaðferð samkvæmt heimild (21). Ekki var gerð tilraun til að greina orsakir blóð- eða jámvandamála nema hjá þeim sem höfðu jámofhleðslu. Niðurstöður rannsókna hjá einstökum þátttakendum vom sendar heimilislæknum til frekari úrvinnslu ef nauðsynlegt var. Jámofmettun var skilgreind á eftirfarandi hátt: S-TIBC mettun > 60% og S-ferritín > 380 míkróg/1 í körlum og > 220 míkróg/1 í konum eða S-TIBC > 50% og S-ferritín > 60 míkróg/1 í báðum kynjum. Gildin fyrir S-ferritín 380 míkróg/1 í körlum og 220 míkróg/1 í konum em efri viðmiðunarmörk rannsóknastofu í blóðmeinafræði á Landspítala. Einstaklingar sem við endurteknar mælingar uppfylltu skilmerki fyrir jámofhleðslu vom skoðaðir og rannsakaðir með tilliti til orsaka. Nákvæm saga var tekin og líkamsskoðun gerð. Frekari blóðrannsóknir tóku til B-netfmmna, sökks, haptóglóbíns og bilirúbíns í sermi, S-LDH, S-ASAT, S-ALP, S-¥GT, S-HBsAG, S- rafdráttar á eggjahvítu, P-PT, P-APTT, S- amýlasa, S-þvagsým, S-kreatínín, S-FSH, S-LH, S-TSH, S-T3, S-T4, S-testósteróns og sykurþolsprófs. Almenn þvagrannsókn var gerð og leitað að U-porfýrín með litgreiningu eftir asetat ediksým úrdrátt. Hjartalínurit var tekið, röntgenmynd af lungum og gerð ómskoðun af lifur. Ennfremur var tekið lifrarsýni og vefurinn metinn eftir litun með Perls, Masson trichrome og reticuline litun. Jámbirgðir vom metnar samkvæmt skilmerkjum Scheuers (22). Blóði var tappað

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.