Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 36
28 LÆKNABLAÐIÐ með tilliti til Campylobacter sýkla. Sýni úr verslunum og verksmiðjum voru 4933 og voru 49 (1%) jákvæð. í nýlegri rannsókn (28) á tíðni Campylobacter sýkla í 1146 sýnum af hráu kjötmeti úr verslunum í Bretlandi fengust eftirfarandi niðurstöður: Campylobacter sýklar voru einangraðir úr 55% sýna af alifuglakjöti, 18% sýna af svínakjöti, 24% sýna af nautakjöti og 15% sýna af lambakjöti. I úttekt þeirri, er hér er greint frá, einangruðust Campylobacter sýklar ekki úr þeim 34 sýnum af nautahakki er rannsökuð voru. Tumbull og Rose (27) rannsökuðu 2015 nautahakkssýni og af þeim reyndust 21 eða 1% vera jákvæð. Samkvæmt athugun Stem o.fl. (29) reyndust 4% af 360 nautahakkssýnum jákvæð með tilliti til C. jejuni/coli. Erlendis hefur tíðni C. jejuni/coli í sýnum af kjúklingum sem tekin eru í sláturhúsum, reynst vera allt að 100% (3, 17, 30-32). C. jejunilcoli einangrast úr saursýnum kjúklinga í sumum hópum meðan á eldi stendur en ekki öðrum hópum (16, 33). Smit kemur venjulega upp nokkrum dögum eftir klak og breiðist það fljótt um kjúklingahópinn (16). Ekki er talið að neysluvatn sem berst í húsin sé smitleið. Tilbúið hænsnafóður inniheldur of lítið vatn til þess að það geti verið smitleið, þar sem C. jejunilcoli þola illa þurrk (16, 33, 34). Sé aðgangur nagdýra, katta, hunda og villtra fugla í eldishús ekki hindraður geta þeir borið smit í húsin (16, 35). Ennfremur geta sýklamir borist milli kjúklingahópa sem aldir eru hver á eftir öðrum í sömu húsum sé sótthreinsun húsanna ábótavant (33). C. jejuni/coli berast inn í alifuglasláturhús í þörmum kjúklinga. Eins og fyrr sagði er mikil hætta á saurmengun slátrunarrásar í alifuglasláturhúsum. Vinnsla kjúklinga í alifuglasláturhúsum er í meginatriðum þessi: Aflífun og blóðgun þeirra, fiðurlosun í vélum eftir hitun í 59-62°C heitu vatni í 90-180 sekúndur. Við fjarlægingu innyfla er beitt vélum og/eða höndum. Kjúklingamir eru síðan skolaðir og kældir í vatni sem heimilt er að klórblanda og eru loks frystir, venjulega innan tveggja klukkustunda frá slátrun (36). Við fiðurlosun í vélum þrýstist saur úr innyflum og mengar slátrunarrásina. Ennfremur er hætta á saurmengun rásar þegar innyfli eru tekin úr. Eftir því sem á daginn líður eykst saurmengun og ef rás er ekki þrifin vel í lok vinnudags geta kjúklingar, sem slátrað er næsta dag og ekki bera sýkilinn, mengast (17, 37). C. jejuni/coli em næmir fyrir þeim klórstyrk sem notaður er í neysluvatn samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem beitt er til að eyða saurkólígerlum (38). Klórblöndun vatns sem notað er við kælingu og þvott kjúklinga í kerjum sláturhúsa er ekki áhrifarík aðferð til að minnka C. jejuni/coli mengun vegna þess að uppsöfnun lífrænna efna t.d. blóðs í kerjunum hindrar stórlega virkni klórsins. Mælt er með notkun að minnsta kosti 50ppm klórs við kælingu alifugla (32, 39). Tíðni C. jejuni/coli var 100% í þeim sýnum sem tekin voru í sláturhúsum 2, 3 og 5. Meðan á úttektinni stóð var 50ppm klór notað í vinnsluvatni sláturhúss 5 en klór var ekki í vinnsluvatni sláturhúsa 2 og 3. Einangmn C. jejuni/coli úr kjúklingum sem teknir vom úr frystiborði verslana í þessari rannsókn er ennfremur í samræmi við erlendar athuganir (40-42). Svedhem o.fl. (41) einangruðu C. jejuni/coli úr sex frystum kjúklingum af tíu (60%) sem þeir rannsökuðu. Ennfremur keyptu þeir aðra sjö frosna kjúklinga og geymdu þá áfram í frysti í þrjá mánuði fyrir rannsókn. C. jejunilcoli stofnar einangruðust úr sex kjúklinganna (86%) að geymslutímabilinu loknu. í úttekt þeirri er hér er greint frá hafði einn kjúklingur, sem C. coli einangraðist úr, verið frosinn í tíu mánuði áður en hann var rannsakaður og tveir kjúklingar er C. jejuni stofnar einangruðust úr höfðu verið í frysti í sjö og átta mánuði. Sýklunum fækkar á yfirborði kjúklinganna við frystingu og geymslu í frysti en þar sem fjöldi sýklanna er svo mikill á yfirborði þeirra, við enda slátrunarrásar, einangrast sýklamir úr þeim jafnvel eftir nokkurra mánaða geymslu í frysti (31, 39, 41). Eins og greint hefur verið frá em Campylobacter sýklar í hópi algengustu þarmasýkingavalda víða um heim. Þótt hluti sýkinganna stafi af beinni smitun milli dýra og manna og fjöldasýkingar megi oft rekja til neyslu ógerilsneyddrar mjólkur og saurmengaðs vatns, getur meðhöndlun og neysla hrás og illa matreidds kjötmetis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.