Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 34
26 LÆKNABLAÐIÐ Niðurstöður erlendis frá sýna að C. jejuni/coli sýklar einangrast í hærri tíðni úr kjúklingum, bæði fyrir og eftir slátrun, en úr öðrum alidýrum (3, 16, 17). Sýkingar í fólki af völdum C. jejuni/coli hafa verið raktar til neyslu og meðhöndlunar hrárra og illa matreiddra kjúklinga (18-21). Hér á landi hafa saursýni sjúklinga með þarmasýkingar verið rannnsökuð með tilliti til C. jejuni/coli sýkla síðan 1980 (4). Hins vegar hefur ekki fyrr en nú verið gerð úttekt á tíðni sýklanna í hráu kjötmeti á íslandi. AÐFERÐIR Skipulag sýnatöku: Verkefninu var skipt í fjóra hluta. í fyrsta hluta voru tekin sýni af hálsaskinni kjúklinga frá fjórum mismunandi alifuglabúum sem slátra í sama alifuglasláturhúsi (sláturhús 1). Frá þremur búanna voru rannsökuð 20 sýni (bú A, B og C), 19 sýni voru rannsökuð frá einu búanna (bú D). Sýnin voru tekin úr framleiðslurás sláturhússins fyrir pökkun og frystingu kjúklinganna, fimm sýni í einu. Sýnatökudagar voru fjórir fyrir hvert bú (sýnataka 1-4). í öðrum hluta verkefnisins voru rannsökuð 80 sýni af hálsaskinni kjúklinga. Sýnin voru tekin í fjórum alifuglasláturhúsum (sláturhús 2-5), 20 sýni frá hverju, á sambærilegum stöðum og í fyrsta hluta verkefnisins. Fimm sýni voru tekin í einu og sýnatökudagar voru fjórir fyrir hvert sláturhús (sýnataka 1-4). í þriðja hluta verkefnisins voru rannsakaðir 20 glóðarkjúklingar sem höfðu verið frystir. Kjúklingamir voru fengnir úr frystiborði verslana í Reykjavík. Að lokum vom rannsökuð 34 sýni af ófrystu nautahakki. Þau vom ýmist fengin úr kjötborði verslana (29 sýni) eða tekin í kjötvinnslum (5 sýni). Sýnataka fór fram á tímabilinu frá apríl 1986 til febrúar 1987, og var hún í höndum höfunda, dýralækna og heilbrigðisfulltrúa á viðkomandi svæðum. Gerð sýna í fyrsta og öðrum hluta verkefnisins var ekki stöðluð að öðru leyti en því, að klipptur var hluti af hálsaskinnsflipa kjúklinganna. Meðhöndlun sýna: Sýni af hálsaskinni í fyrsta og öðrum hluta verkefnisins voru gerð einsleit (homogenised) með því að klippa þau í smáa búta áður en 5g voru viktuð út í 90ml af fljótandi valæti. Kjúklingar þeir, er rannsakaðir voru í þriðja hluta verkefnisins, voru meðhöndlaðir á tvo vegu. I fyrsta lagi voru 5g af hálsaskinni látin í ræktun eins og lýst hefur verið hér að framan. I öðru lagi voru þeir skolaðir með 180ml af forræktunaræti og 90ml af því látnir í ræktun. í fjórða hluta verkefnisins voru 5g af nautahakki viktuð út í 90ml af fljótandi valæti. Einangrunar- og greiningaraðferðir: Við einangrun og greiningu á C. jejuni og C. coli var í meginatriðum fylgt tillögu að aðferðarlýsingu sem norræna matvælarannsóknanefndin hefur látið frá sér fara (22). Samkvæmt þeirri aðferð eru sýni forræktuð í fljótandi valæti og sáð á samsvarandi agaræti eftir 24 og 48 klst ræktun. Ætin eru svonefnd Preston æti sem Bolton og Robertson lýstu fyrst 1982 (23). Preston ætin innihalda meðal annars fúkalyfin pólýmyxín B, trímetóprím laktat, rífampisín og syklóheximíð (Oxoid), sem hindra vöxt samkeppnisbaktería. Campylobacter sýklar mynda einkennandi gráleitar kóloníur á Preston agaræti eftir 24-48 klst ræktun, sem dreifa sér um yfirborð ætisins (swarming). Auk fúkalyfja er samsetning Preston fljótandi valætisins eftirfarandi: »Lab-lemco powder«, »peptone«, NaCl og hestablóð. Preston agaræti inniheldur sömu efni og fljótandi valætið og auk þess agar, 1.2%. Efni í æti þessi fást nú sem tilbúnar þurrefnablöndur (Oxoid). C. jejunitcoli vaxa einungis við örloftháðar (microaerophilic) aðstæður (5-10% súrefnisstyrk). Við forræktun á fljótandi valæti fékkst hæfilegur súrefnisfallandi fyrir vöxt sýklanna með því að fylla 30x200mm skrúftappaflöskur að 3/4 hlutum með forræktunaræti (90ml). Ræktun á agarætum fór fram í loftþéttri krukku sem í var látinn vetnis- og koltvísýringsgjafi og hvati (Oxoid). Forræktunaræti og agaræti voru höfð við 42°C í hitaskáp. Sýnt hefur verið fram á að C. jejunilcoli vaxa best við þetta hitastig. Ennfremur dregur svo hátt hitastig verulega úr vexti samkeppnisbaktería (24, 25). Eftirfarandi staðfestingar- og greiningarpróf voru gerð á hreinræktuðum stofnum: GRAMS litun, kvikpróf (hreyfanleikapróf), oxíðasapróf,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.