Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 23 sem hald var lagt á í Bandaríkjunum árin 1974-1983 (11). Var þar um þreföldun að ræða á tíu árum. Öfugt við niðurstöður okkar fundust þar hins vegar engar breytingar í tetrahýdrókannabínólinnihaldi hasssýna á sama tímabili. í kannabisplöntum í vexti er tetrahýdrókannabínól að mestu eða öllu leyti í formi tetrahýdrókannabínól-2-karboxýlsýru, en einnig að hluta í formi tetrahýdrókannabínól- 4-karboxýlsýru (sbr. mynd 1) (12-14). Sýrur þessar eru mjög næmar fyrir hita og klofna þá í tetrahýdrókannabínól. Þetta gerist að einhverju leyti við uppskeru, þurrkun og geymslu, svo og í meltingarvegi eftir inntöku (15). Við reykingar klofna sýrumar hins vegar að fullu og öllu og frítt tetrahýdrókannabínól myndast, sem menn anda að sér með reyknum. Hið sama gerist við gasgreiningu á kannabissýnum fyrir áhrif hitans í önd gasgreinisins. Niðurstöðutölur mælinganna sýna því í raun fremur það magn tetrahýdrókannabínóls, er gæti myndast við reykingar en það magn, sem þar er áður en í gasgreininn kemur. í réttarefnafræðilegum skilningi eru sýmr þessar taldar jafngildi tetrahýdrókannabínóls, þar eð þær breytast í tetrahýdrókannabínól við venjulega neyslu á kannabis. Af þeirri ástæðu er því mælt með því, að tetrahýdrókannabínól sé ákvarðað í kannabissýnum með gasgreiningu á súlu (16, 17). Við réttarefnafræðilegar rannsóknir á kannabissýnum em niðurstöður ekki taldar tryggar nema notaðar séu að minnsta kosti tvær óháðar greiningaraðferðir (9). Hefur þessa ætíð verið gætt í Rannsóknastofu í lyfjafræði (sjá aðferðir). Smásjárskoðunin gefur í flestum tilvikum nokkuð örugga vísbendingu um, hvort einhverjir hlutar kannabisplöntunnar séu í sýninu. Sjást þá venjulega sérkennileg, fjölfrumu kirtilhár og einfrumu þekjuhár, sem geta innihaldið kristalla (2, 9). Oft sést einnig urmull af frjókomum. Innihaldsefni plöntunnar eru oftast greind með blettagreiningu á þynnu og gasgreiningu á súlu (9, 15). Blettagreiningarkerfið, sem hér var notað, greinir auðveldlega milli tetrahýdrókannabínóls og annarra kannabínóíða. Hið sarna gildir um gasgreiningarkerfið (sjá mynd 2). Til samans gefa þessar aðferðir því örugga vísbendingu um, hvort sýnið inniheldur tetrahýdrókanna bínól eða ekki. Nýlega var tekinn í notkun í Rannsóknastofunni gasgreinir fyrir mjósúlur (capillary columns). Hefur hann undanfarið verið notaður til greiningar á kannabissýnum. Mjósúlur hafa margfalda greiningarhæfni á við venjulegar fylltar súlur og bæta því vemlega ákvarðanir á tetrahýdrókannabínóli. I undirbúningi er ennfremur að nota massagreini við frekari sannkennsl á kannabínóíðum. Kannabisneysla mun hafa hafist hér á landi árið 1967 (5). Enda þótt trúverðugar tölur um kannabisneyslu og breytingar á henni skorti að verulegu leyti, er augljóst, að neysla þessa vímugjafa er orðin ærið föst í sessi hér á landi. 1 Rannsóknastofu í lyfjafræði var því hafist handa fyrir nokkmm árum að ákvarða magn kannabínóíða í blóði og þvagi. Var það gert bæði miðað við þarfir meðferðarstofnana og lögregluyfirvalda. Með tilkomu massagreinis má ætla, að þessar ákvarðanir geti orðið bæði mjög öruggar og auðgerðar. Verður skýrt frá þessum rannsóknum síðar. SUMMARY During the period 1969-1988 a total of 404 samples of alleged cannabis were subjected to forensic chemical analysis in the Department of Pharmacology, University of Iceland. Three hundred sixty eight samples were positive, i.e. did contain tetrahydrocannabinol and other cannabinoids. Of the positive samples 263 were classified as hashish, 67 as marihuana and 18 as cannabis oil. Other positive samples (pipes, cannabis seeds etc.) were 20. The number of positive samples varied considerably during the period (fig. 4). This was especially true for the years 1969- 1978. From 1979 and onwards the number of samples submitted to analysis did correlate reasonably well with the amount of cannabis confiscated by Icelandic police authorities. The mean tetrahydrocannabinol contents of the hashish and the marihuana samples analysed 1977-1988 (table) were similar to those reported in the literature (ref. 8- 11). From 1977 the overall amounts of tetrahydrocannabinol in marihuana and
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.