Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 17 fjórðungur tilfella miðeymabólgu kunni að vera af völdum veira, og ber þar hæst RSV (respiratory syncytial virus), inflúensuveiru, enteróveirur og rhínoveirur (16,17,18). Enn lægra hlutfall jákvæðra ræktana (30%) fannst hjá bömum með brostna hljóðhimnu og voru flest sýnanna nrenguð af húðflóru. Jákvætt forspárgildi nefskoksræktana reyndist lítið í þessari rannsókn, 45% þegar litið var til allra stofna í heild og minna fyrir einstaka sýkla. Verður nefkoksræktun því að teljast gagnlaus við orsakagreiningu sjúkdómsins samkvæmt þessum niðurstöðum. Magnákvörðun sýkla (quantitative culture) var ekki gerð, en sú aðferð hefur reynst haldbærust ef nýta skal nefkoksræktun til forspár (6,8). Örðugt er þó að beita henni við venjulegar klínískar aðstæður. Næmi nefkoksræktana var á hinn bóginn mikið enda báru nær öll bömin í könnuninni sýkla í nefkoki, en í miðeyra greindust þeir einungis hjá helmingi bamanna. Athyglisvert er að sýkt böm voru mun líklegri til að bera sýkla í nefkoki sínu en ósýkt, enda þótt forspárgildi þess til orsakagreiningar sjúkdómsins hafi verið lítið. Er þetta í samræmi við ætlaða meingerð (pathogenesis) miðeymabólgu, þ.e. skrið sýkla upp nefkokshlust, sem er líffæra- og/eða lífeðlisfræðilega úr lagi færð (7). Forspárgildi nefræktunar um orsök skútabólgu (maxillary sinusitis) er hins vegar mun hærra en nefkoksræktunar um miðeymabólgu, eða 84-95% (19). Kjörmeðferð bráðrar miðeymabólgu hefur verið lyf úr flokki amínópenicillína (ampicillín og skyld lyf) að flestra dómi (7,8,20). í þessari rannsókn reyndust hins vegar 27% greindra stofna vera ónæmir fyrir þessum lyfjum og bar þar mest á H. influenzae og B. catarrhalis er framleiddu /3-lactamasa. Flest bamanna höfðu fengið meðferð við miðeymabólgu áður, og gæti það skýrt »val« á ónæmum stofnum meðal þeirra. Sýnt hefur verið fram á beint samband sýklalyfjanotkunar á sjúkrahúsum og tilurð ónæmis sýkla gegn lyfjum (21) og bendir ýmislegt til að svipuð lögmál gildi einnig utan sjúkrahúsa (22). Ekki er því víst að jafn hátt hlutfall ónæmis gegn amínópenicillínum sé að finna meðal annarra bama með bráða miðeymabólgu. Þó er ef til vill ástæða til að huga að öðrum lyfjum við upphafsmeðferð miðeymabólgu, t.d. trímetóprím-súlfametoxazól (Bactrim®, Primazol®, Septrin®, Sulfotrim®) eða amoxicillín-clavúlanat (Augmentin®), að minnsta kosti til handa mjög veikum bömum, bömum sem fengið hafa sjúkdóminn oft áður, eða bömum sem batnar seint af öðrum lyfjum. ÞAKKIR Starfsfólki háls-, nef- og eymadeildar Borgarspítala eru þökkuð aðstoð við öflun sýna og starfsfólki sýklarannsóknadeildar Borgarspítala eru þökkuð störf við greiningu þeirra. Lyfjafyrirtækinu Eli Lilly & Co., Kastrup, Danmörku og umboðsaðila þess á íslandi, Pharmaco hf„ Garðabæ, eru ennfremur þökkuð samvinna við framkvæmd rannsóknarinnar. HEIMILDIR 1. Wald ER. Dashefsky B. Byers C, et al. Frequency and severity of infections in day care. J Pediatr 1968; 1132: 540-6. 2. Teele DW. Rosner BA, Klein JO. Epidemiology of otitis media in children. Ann Otol Rhinol Laryngol 1980; 89(suppl 68); 5-6. 3. Skúli Bjamason. Ingþór Friðriksson, Jón Benediktsson. Tíðni bráðrar miðeyrabólgu hjá bömum á svæði Heilsugæslustöðvarinnar í Borgamesi. Obirt handrit. 4. Bluestone CD, Klein JO. eds. Otitis media in infants and children. Philadelphia: WB Saunders, 1987. 5. Kristín Jónsdóttir. Munnlegar upplýsingar. 6. Schwartz R, Rodriguez WJ, Mann R, et al. The nasopharyngeal culture in acute otitis media. A reappraisal of its usefulness. JAMA 1979; 241: 2170- 3. 7. Klein JO. Otitis extema, otitis media, mastoiditis. In: Mandell GL, Douglas RG, Bennett JE, eds. Principles and practice of infectious diseases, 3rd edition. New York: Churchill Livingstone, 1990: 505-10. 8. Giebink GS. Infection of the middle and inner ear. In: Schlossberg D, ed. Infections of the head and neck. New York: Springer Verlag, 1987: 64-80. 9. National Committee for Clinical Laboratory Standards. Performance Standards for Antimicrobial Disk Susceptibility Tests. Tentative Standard NCCLS Publication M2T4. Villanova, Pennsylvania: NCCLS, 1988. 10. Friedman GD. Primer of epidemiology, 3rd edition. New York: McGraw-Hill, 1987: 261-2. 11. Van Hare GF, Shurin PA, Marchant CD, et al. Acute otitis media caused by Branhaniella catarrhalis: Biology and therapy. Rev Infect Dis 1987; 9: 16-27. 12. Kovatch AL, Wald ER, Michaels RH. /3-lactamase producing Branhamella catarrhaUs causing otitis media in children. J Pediatr 1983; 102: 261-4. 13. Doem GV, Jergensen JH, Thomsberry C, et al. National collaborative study of the prevaience of antimicrobial resistance among clinical isolates of H. influeniae. Antimicrob Agents Chemother 1988; 32: 180-5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.