Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 24
16 LÆKNABLAÐIÐ þeim H. influenzae stofnum sem greindust í nefkokssýnum beggja hópanna framleiddu 10 /3-lactamasa (11%) en 96 (96%) B. catarrhalis stofnanna. Einn stofn S. pneumoniae, ónæmur fyrir penicillíni (absolute penicillin resistance, MIC=2.0/rl/ml), greindist í nefkoki sýkts bams án þess að hann væri í miðeyra. Tengsl sýkla í nefkoki við tilvist einhverra sömu sýkla í miðeyra í sama bami eru sýnd í töflu II. Þessi tengsl eru þar sýnd bæði fyrir alla sýkla sameiginlega og eins þegar litið var sérstaklega til þeirra sýklategunda sem algengastar reyndust. Sýklar ræktuðust frá miðeyra 69 þeirra 148 bama (47%) sem bæði miðeyma- og nefkokssýni voru tekin hjá og var skipting þeirra eins og hjá öllum rannsóknarhópnum. Næmi, sértæki, jákvætt og neikvætt forspárgildi þessara tengsla eru sýnd í töflu III. UMRÆÐA Algengustu orsakir bráðrar miðeymabólgu f þessari rannsókn voru S. pneumoniae (41%) og H. influenzae (38%) og er það í samræmi við aðrar kannanir. I nýlegu yfirlitsriti um miðeymabólgu (4) eru raktar 12 rannsóknir á orsökum bráðrar miðeymabólgu alls 4675 bama í Finnlandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum á árunum 1952-1981. Olli S. pneumoniae þar um þriðjungi sýkinga og II. influenzae rúmlega 20%. S. pyogenes var orsök um 8% sýkinganna, en B. catarrhalis olli einungis 3% þeirra. I þeirri athugun sem hér er kynnt var B. catarrhalis hins vegar ábyrg fyrir 7% miðeyrnabólgna þar sem sýkill fannst á annað borð. Er það í samræmi við vaxandi tíðni B. catarrhalis sem sjúkdómsvalds miðeymabólgu meðal annarra þjóða og hefur hún náð allt að 20% (11,12). Þessi þróun er nokkurt áhyggjuefni vegna þess hve /3-lactamasa framleiðsla B. catarrhalis er tíð (5). Allir sex stofnar sýkilsins sem greindust í miðeyra í þessari rannsókn framleiddu /3-lactamasa og 96% þeirra sem uxu úr nefkoki. Ennfremur var framleiðsla /3-lactamasa algengari meðal stofna H. influenzae (9/32, 28%) en áður hefur verið merkt hérlendis (5). Kemur það heim við vaxandi tíðni /3-lactamasa framleiðslu H. influenzae í nálægum löndum (13). Ofangreind atriði geta því haft veruleg áhrif á lyfjaval við upphafsmeðferð miðeyrnabólgu. Tafla II. Niöurstööur ræktana frá 148 börnum meö bráöa miðeyrnabólgu flokkaðar eftir tökustaö sýnis (sjá texta). Ræktunarsýni úr miöeyra + úr nefkoki + + + Allir sýklar 54 67 15 12 S. pneumoniae 25 61 5 57 H. influenzae 28 50 4 66 B. catarrhalis 6 74 0 68 + = jákvætt sýni, - = neikvætt sýni Tafla III. Næmi (sensitivity), sértæki (specificity), jákvæö og neikvæð forspárgildi tengsla sýkils í nefkoki viö tilvist sama sýkils í miðeyra. Jákvætt Neikvætt Næmi Sértæki forspárg. forspárg. % % % % Allir....................... (78) (15) (45) (44) S. pneumoniae............... (83) (48) (29) (92) H. influenzae............... (88) (57) (36) (94) B. calarrhalis............. (100) (48) (8) (100) í miðeyrum sjö bama greindust C. alhicans og þrír stofnar Gram-neikvæðra stafbaktería. Voru þrjú þeirra með brostna hljóðhimnu. Mögulegt er að sumir þessara stofna hafi ekki valdið miðeymabólgu þeirra bama sem þeir ræktuðust frá og eins líklegt að þeir hafi einungis sýklað hlust í þessum tilvikum (colonization). Einn stofn S. pneumoniae ónæmur fyrir penicillíni greindist í nefkoki eins bams en ekki í miðeyra. Minnir þetta óþægilega á þá staðreynd að pneumókokkar með litlu eða engu næmi fyrir penicillíni hafa tekið sér bólfestu hér og hefur tíðni þeirra hefur farið vaxandi víða um heim á undanfömum tveimur áratugum (14). Hér á landi hafa nú greinst rúmlega þrír tugir stofna pneumókokka af þessu tagi og hafa sumir verið fjölónæmir (15). Nokkuð rýrir það niðurstöður þessarar athugunar að bakteríur skyldu einungis greinast í miðeyrum tæplega 50% barnanna. I flestum rannsóknum öðrum er hlutfall þetta nær 70% (7,8). Þó er líklegt að nokkur hluti bamanna hafi haft miðeymabólgu af völdum öndunarfæraveira, en annarra sýkla en baktería var ekki leitað í þessari rannsókn. Nýlegar kannanir aðrar benda til að allt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.