Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 16
8 LÆKNABLAÐIÐ þriggja bræðra hennar var rannsakaður og ennfremur tveir synir á þrítugsaldri. Allir höfðu eðlileg jámgildi. Annar sjúklingur, 63 ára gamall karlmaður, hafði engin einkenni eða kvartanir sem bentu til jámofhleðslu. Hann hafði gengist undir 65% brottnám á maga (Bilroth I gastrectomy) tíu ámm áður vegna góðkynja magasárs. Fékk niðurgang eftir aðgerð, en svaraði vel meðferð með briskirtilshvötum. í sögu kom fram óhófleg áfengisneysla á yngri árum en neyslan var í lágmarki árið á undan. Á S-¥GT var 93 U/1 (neðri viðmiðunarmörk 50 U/l). Einn bróðir hans hefur S-TIBC mettun 79% og S-ferritín 461 míkróg/1. Tveir aðrir bræður á svipuðum aldri höfðu eðlilega S-TIBC mettun en aukið S-ferritín 383 míkróg/1 og 455 míkróg/1 hvort um sig. Systir, 62 ára gömul, hafði eðlilegar jámmælingar. Sonur, 34 ára gamall, hafði einnig eðlilega S- TIBC mettun, en S-ferritín 646 míkróg/1. Ein dóttir hafði eðlileg jámgildi. Þriðji sjúklingurinn með jámofhleðslu var 52 ára karlmaður, sem kvartaði um slappleika. Hann notaði alkóhól nokkuð ríflega um helgar. Lifrarsýni sýndi 3° jámofhleðslu, fitubreytingar í meðallagi og lítillega aukinn bandvef í kringum portalsvæði. Fimm af sex systkinum hans hafa verið rannsökuð. Einn 45 ára gamall bróðir hafði S-TIBC mettun 67% og S-ferritín 995 míkróg/1. Fjórði sjúklingurinn var 50 ára karlmaður með liðagigt, sem lagðist þungt á annað og þriðja miðþandarkjúkubil, sem er dæmigert fyrir liðaskemmdir af völdum jámofhleðslu (27). Hann hafði gengist undir Bilroth II magaaðgerð vegna skeifugamarsárs 28 ámm áður. Öll fjögur systkini hans höfðu eðlilegar jámmælingar. Sjúklingar númer fimm og sex voru einkennalausir og engin orsök fyrir jámofhleðslu fannst. Sjúklingur númer sjö var áfengissjúklingur með nokkra lifrarstækkun, 3° jámofhleðslu í lifur og vægar fitubreytingar ásamt minniháttar bandvefsaukningu í kringum portalganga. Síðustu þrír sjúklingamir höfðu ekki farið í aftöppun á blóði þegar þessi grein var skrifuð. UMRÆÐA Svömn einstaklinga við boði um þátttöku í þessari rannsókn var sambærileg við aðrar faraldsfræðilegar rannsóknir Hjartavemdar (28, 29). I hópi A svömðu færri einstaklingar í Ámessýslu en á Reykjavíkursvæði. Talið er ósennilegt að þessi munur hafi áhrif á niðurstöður. Meðal B-blóðrauði og B-RBC gildi eru svipuð og áður hafa verið fundin fyrir fullorðna íslendinga (17,30- 32). Sama gegnir einnig um B-MCV og er þá tekið tillit til ívið hærri gilda sem fást við módel S Coulter-teljara (33). Ennfremur eru gildi fyrir B- blóðrauða svipuð og viðmiðunargildi frá The American Second National Health and Nutrition Examination Survey (NHANES) (34), en þar eru einnig undanskildir einstaklingar með gildi sem benda til jámskorts. Munurinn á B-blóðrauðagildum milli sveita- og borgarkvenna í hópi A má ef til vill skýra að hluta með minni jámbirgðum í borgarbúum. Tíðni blóðleysis meðal fullorðinna karla í þessari rannsókn er á bilinu 0,9% til 1,8% og em það sömu viðmiðunargildi og fyrir Norðvestur-Evrópu (11) en ívið lægri gildi en í Bandaríkjum N-Ameríku (35). Tíðni blóðleysis hjá borgarkonum var 6,9% og hjá sveitakonum 1,9% í hópi A og 10,5% í hópi B, og em það sambærileg gildi og fundist hafa í sumum rannsóknum (35,36), en töluvert lægra en 13% tíðni blóðleysis meðal kvenna í þróuðum löndum (11). Meðalgildi S-ferritíns eru hærri í þessari rannsókn en í ýmsum erlendum rannsóknum (37-42) þó munurinn sé lítill hjá konum á frjósemisskeiði en hinsvegar eru þau svipuð og hjá öldruðum Svíum (43) þar sem jámbæting í hveiti hefur verið framkvæmd í áratugi (36). S-TIBC sem óháður mælikvarði á jámbirgðir er einnig nokkrum prósentum hærri í þessari rannsókn en vanalega finnst hjá hvítum kynstofnum í þróuðum löndum (38, 41, 42, 44). Þetta kemur heim við S-ferritíngildin, sem í fullorðnum Islendingum benda til óvanalega mikilla jámbirgða. Þetta er sennilega að hluta vegna mikillar eggjahvítuneyslu (um 16% af heildarhitaeiningum) og lítillar kolvetnaneyslu (40,5%) íslendinga (45, 46) en einnig vegna jámbætingar í innfluttu hveiti og kommat. Samanburður á jámgildum milli þjóða getur þó verið varasamur vegna mismunandi aldurs þeirra sem rannsakaðir em og aðferða við mælingar. Ástæður fyrir hærri jámbirgðum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.