Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ
27
katalasapróf, næmispróf fyrir nalídixín-sýru,
hippuratpróf, enginn vöxtur við loftríkar
aðstæður (42°C) og enginn vöxtur við
stofuhita (örloftháðar aðstæður). Próf þessi
voru gerð eins og áður hefur verið lýst (8, 22,
26).
NIÐURSTÖÐUR
Fyrsti hluti: í fyrsta hluta verkefnisins
(tafla I) voru rannsökuð sýni af hálsaskinni
kjúklinga frá fjórum mismunandi búum sem
slátra hjá sama alifuglasláturhúsi (sláturhús 1).
C. jejunilcoli stofnar greindust í kjúklingum
frá öllum fjórum búunum. Sýklamir voru
einangraðir úr 47 sýnum af 79 eða úr 59%
þeirra. C. jejuni stofnar vom einangraðir úr
51 % jákvæðra sýna en C. coli stofnar úr 49%
jákvæðra sýna.
Annar hluti: í öðmm hluta verkefnisins (tafla
II) voru rannsökuð 80 sýni af hálsaskinni
kjúklinga sem tekin vom í fjórum mismunandi
alifuglasláturhúsum (sláturhús 2-5). C.
jejunilcoli stofnar einangruðust úr sýnum frá
öllum fjórum sláturhúsunum. Fjöldi jákvæðra
sýna reyndist 70 eða 87%. C. jejuni stofnar
voru einangraðir úr 96% jákvæðra sýna og C.
coli stofnar úr 4% jákvæðra sýna. Alls voru
rannsökuð 159 sýni af hálsaskinni kjúklinga
í fyrsta og öðrum hluta verkefnisins. Sýni
iákvæð með tilliti til C. jejunilcoli voru 117
eða 74%.
Þriðji hluti: I þessum hluta voru rannsakaðir
20 frystir glóðarkjúklingar úr verslunum.
Kjúklingunum hafði öllum verið slátrað
hjá sláturhúsi 1 og voru frá ýmsum búum.
C. jejuni/coli stofnar vom einangraðir úr
12 af kjúklingunum (60%) við skolun
en úr 10 kjúklingum (50%) við ræktun á
hálsaskinnssýnum.
Fjórði hluti: Auk áðurgreindra sýna af
kjúklingum vom rannsökuð 34 sýni af
nautahakki. C. jejunilcoli stofnar einangruðust
ekki úr þessum sýnum.
UMRÆÐUR
Eins og greint hefur verið frá í inngangi
hér að framan hafa Campylobacter sýklar
einangrast úr ýmsum tegundum dýra í
erlendum athugunum, þar á meðal úr
dýrategundum sem notaðar em til manneldis
svo sem sauðfé, nautgripum, svínum og
Tafla I. Tíðni Campylobacter jejunilcoli í sýnum af
hálsaskinni kjúklinga frá fjórum búum sem slátra hjá
sláturhúsi 1.
Sýnataka* Mismunandi bú‘*
(nr.) Bú A Bú B Bú C Bú D
1 .......................... 5/5 5/5 5/5 1/5
2 ......................... 5/5 5/5 0/5 0/4
3 ......................... 5/5 5/5 0/5 1/5
4 ......................... 5/5 0/5 5/5 0/5
Heildartíðni 20/20 15/20 10/20 2/19
C. jejunilcoli 100% 75% 50% 11%
* Dagsetningar sýnatöku.
Bú A: 08.04.86, 30.04.86, 06.05.86, 02.07.86.
Bú B: 15.04.86, 28.04.86, 29.10.86, 18.12.86.
Bú C: 23.04.86, 16.06.86, 25.06.86, 31.10.86.
Bú D: 25.04.86, 10.07.86, 12.09.86, 29.01.87.
**Yfirleitt voru fimm sýni tekin í einu og eru niöurstööur
skráöar sem hlutfall sýna sem Campylobacter jejuni
eöa Campylobacter coli stofnar voru einangraöir úr.
Tafla II. Tfðni Campylobacter jejuni/coli í sýnum af
hálsaskinni kjúklinga frá sláturhúsum 2-5.
Sýnataka* Mismunandi sláturhús**
(nr.) Hús 2 Hús 3 Hús 4 Hús 5
1 5/5 5/5 5/5 5/5
2 5/5 5/5 5/5 5/5
3 5/5 5/5 0/5 5/5
4 5/5 5/5 0/5 5/5
Heildartíðni 20/20 20/20 10/20 20/20
C. jejunilcoli 100% 100% 50% 100%
* Dagsetningar sýnatöku.
Hús 2: 12.05.86, 26.05.86, 10.06.86, 01.12.86.
Hús 3: 06.05.86, 20.08.86, 29.08.86, 20.11.86.
Hús 4: 07.10.86, 15.10.86, 23.10.86, 28.10.86.
Hús 5: 25.04.86, 22.05.86, 02.10.86, 11.11.86.
“Tekin voru fimm sýni í einu og eru niöurstööur
skráöar sem hlutfall sýna, sem Campylobacter jejuni
eöa Campylobacter coli stofnar voru einangraöir úr.
alifuglum. Tíðni Campylobacter sýkla í
alifugla- og svínakjöti eftir slátmn er mun
hærri en í kinda- og nautakjöti. Þetta hefur
verið rakið til hárrar tíðni sýklanna í svínum
og alifuglum fyrir slátrun svo og til þess
munar sem er á slátrunaraðferðum þeim sem
beitt er. Við slátrun svína og alifugla er meiri
hætta á saurmengun slátmnarrásarinnar og
afurða heldur en við slátmn annarra alidýra
(3). Könnun Tumbull og Rose (27) á tíðni
Campylobacter sýkla í ýmsum matvælum í
Bretlandi var ein sú fyrsta sinnar tegundar.
Alls rannsökuðu þeir 6169 sýni af kjöti, öðru
en alifuglakjöti. Af þeim voru 1236 sýni tekin
í sláturhúsum og reyndust 49 (4%) jákvæð