Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 50
40 LÆKNABLAÐIÐ í heilsugæslu, um 500 við tannlækningar og um 300 við önnur störf. Ekki er vitað hve margir hafa starfsréttindi samkvæmt lögum en sennilega eru það um fimm þúsund manns. Menntunarmál heilbrigðisstétta eru ekki verkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og hefur ráðuneytið því aðeins óbein áhrif á nýliðun stærstu stéttanna. Nú er vitað að nýliðun lækna og tannlækna, lyfjafræðinga, sjúkraþjálfara og ljósmæðra er nægileg miðað við útskriftir síðustu ára en nýliðun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er hvergi nærri næg og hefur farið síminnkandi síðustu ár. Þannig hafa útskrifast að meðaltali 50 hjúkrunarfræðingar á ári síðustu fjögur ár en þyrftu að vera um 100. Hér er um svipaða þróun að ræða og hefur orðið í öðrum löndum. Aðsókn í umönnunarstörf hvers konar í heilbrigðisþjónustu hefur stöðugt farið minnkandi meðan þörfin í þjóðfélaginu fyrir þessa starfsemi hefur vaxið. 7. FJÁRMÁL OG REKSTUR Undanfarin ár hafa fjárhæðir sem svara til um 7% þjóðarframleiðslu farið til heilbrigðismála. Af fjárlögum hvers árs hafa 38-40% farið til heilbrigðis- og tryggingamála og þar af um 25% til heilbrigðismála en um 15% til tryggingamála annarra en sjúkratrygginga, þ.e. til lífeyristrygginga, slysatrygginga og atvinnuleysistrygginga. Kostnaður í heilbrigðisþjónustu hefur skipst þannig að meginhlutinn hefur farið í kostnað vegna sjúkrahúsþjónustu og nokkur undanfarin ár hefur þessi kostnaðarliður verið um 70% af heildarkostnaði heilbrigðisþjónustu. 1 ár er gert ráð fyrir að af öllum kostnaði í heilbrigðisþjónustu fari 69% í sjúkrahúskostnað, 9% í kostnað við læknishjálp, 9% í kostnað við lyf, 8% í kostnað vegna tannlækninga og 5% í kostnað vegna fjárfestinga og annarra útgjalda. Flest sjúkrahús voru rekin með greiðslum miðað við daggjöld frá 1967 og fram til 1980. Á síðasta áratug hafa sjúkrahús í vaxandi mæli verið færð yfir á föst fjárlög og er nú svo komið að ríkissjúkrahús, öll sjúkrahús sveitarfélaga og nokkrar sjálfseignarstofnanir eru á föstum fjárlögum. Það er alveg ljóst að betur er hægt að stjóma útgjöldum sjúkrahúsa með föstum fjárlagagreiðslum og hafa stjómir sjúkrahúsa því aðra stjóm á fjármálum nú en var fyrir um það bil 10 ámm. Ljóst er að þessi stjómun kemur niður á verkefnum sjúkrahúsa og til þess að endar nái saman í fjármálum þarf oft að draga starfsemi saman eða leggja hana niður tímabundið. Svo sem fyrr sagði er sjúkrahúsum ríkisins stjómað af nefnd, stjómamefnd ríkisspítala, sem að meirihluta er kosin af Alþingi. Stjómir sjúkrahúsa sveitarfélaga eru skipaðar af ráðherra þó þannig að meirihluti stjómarmanna er tilnefndur af sveitarfélögum, starfslið tilnefnir einn stjómarmann og ráðherra einn, sem jafnframt er formaður. Einkasjúkrahúsum og sjúkrahúsum sjálfseignarstofnana er þannig stjómað að eignaraðilar kjósa meirihluta stjómar, en starfslið og ráðherra tilnefna einn stjómarmann hvor. 8. MÁLEFNI ALDRAÐRA Á síðasta áratug hafa málefni aldraðra verið tekin nýjum tökum. Framkvæmdasjóður aldraðra var stofnaður með lögum árið 1981. Frá upphafi hefur sjóðurinn veitt styrki sem samanlagt nema tæplega 2 milljörðum króna á verðlagi í ársbyrjun 1990. Þessum styrkjum hefur verið varið til uppbyggingar rúmlega 70 stofnana fyrir aldraða víðs vegar um landið. Fyrstu lög um málefni aldraða gengu í gildi í ársbyrjun 1983 og var þá jafnframt stofnuð sérstök deild í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu til að annast þann málaflokk. Lög um málefni aldraðra hafa verið endurskoðuð á tímabilinu og ný lög tóku gildi í ársbyrjun 1990. Hlutverk laga um málefni aldraðra er að leiðbeina um uppbyggingu og fyrirkomulag stofnana fyrir aldraða og um fyrirkomulag öldrunarþjónustu í sveitarfélögum. Helsta nýmæli í lögunum, sem tóku gildi á þessu ári, er að nú er hverju sveitarfélagi skylt að reka heimaþjónustu fyrir aldraða. Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er rýmkað þannig að hann getur nú aðstoðað sveitarfélög við að koma á fót heimaþjónustu. Vistunarmat á að vera forsenda langdvalar á öldrunarstofnun. Breyting hefur verið gerð á greiðslufyrirkomulagi vegna stofnanadvalar þannig að aldraðir taka nú meiri þátt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.