Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 41 kostnaði við vistun á öldrunarstofnunum en áður var. Arangur starfs að málefnum aldraðra síðasta áratug hefur orðið sá, að allvel er séð fyrir vistunar- og aðhlynningarmálum aldraðra á landsbyggðinni. I Reykjavík er enn veruleg þörf á aukinni öldrunarþjónustu, bæði heimaþjónustu en ekki síður stofnanavistun. Lokanir sjúkrastofnana á Reykjavíkursvæðinu yfir sumartímann hafa valdið verulegri röskun fyrir mörg heimili sem hafa orðið að taka heim aldraða ættingja sem þyrftu að vera á stofnun. Dvalarheimilis- og þjónusturými eru nú fyrir rúmlega 1300 vistmenn í landinu og þar að auki dagvistunarrými fyrir 320. Langstærstu stofnanimar fyrir aldraða í landinu eru sjálfseignarstofnanimar Hrafnista DAS í Reykjavík með 125 þjónusturými og 189 hjúkmnarrými, Elliheimilið Gmnd í Reykjavík með 125 þjónusturými og 160 hjúkmnarrými, Skjól í Reykjavík með 102 hjúkrunarrými og Hrafnista DAS í Hafnarfirði með 66 þjónusturými og 148 hjúkmnarrými. 9. FORVARNARSTÖRF I lögum um heilbrigðisþjónustu er gert ráð fyrir að á heilsugæslustöðvum sé jöfnum höndum unnið að heilsuvemdarstarfi og lækningarstarfi. í lögunum em taldir upp heilsuvemdarflokkar og hafa stærstu stöðvamar getað sinnt flestum þessara þátta. Þrátt fyrir þetta hefur ráðuneytið haft forgöngu um sérstök forvamaverkefni og em þessi helst: 9.1 Tóbaksvarnir: Síðan ljóst varð hver skaðvaldur tóbak er heilsu manna hefur markvisst verið unnið að áróðursstarfsemi í sambandi við tóbaksreykingar. Fyrstu lög um tóbaksvamir voru sett 1978 og Tóbaksvamanefnd hefur verið starfandi síðustu ár sem ráðgjafi heilbrigðisráðherra í tóbaksvamarmálum. Vemlegur árangur hefur náðst í þessu starfi og hafa tóbaksreykingar dregist saman. Þó hafa reykingar ungra kvenna aukist og sjúkdómar sem rekja má til reykinga fara vaxandi. 9.2 Afengisvarnir: Strangt aðhald hefur verið í áfengismálum á íslandi alla tíð og starfandi em áfengisvamanefndir og Afengisvamaráð. Þrátt fyrir þetta hefur neysla áfengis aukist stöðugt. Með tilkomu bjórsins á árinu 1989 er ljóst að áfengisneysla mun enn aukast. Ekki hefur tekist að sameinast um neina raunvemlega áfengisvamastefnu aðra en þá að hafa einkasölu og takmarkanir á sölu áfengis, að krefjast leyfisveitinga vegna vínveitinga á veitingahúsum og hafa verð á áfengi hátt. 9.3 Ónœmisaðgerðir: Landlæknir er ráðgjafi ráðherra í sambandi við hvaða ónæmisaðgerðir eigi að framkvæma á hverjum tíma og hefur tillögum hans ávallt verið fylgt á þessu árabili. Vemlegum fjárhæðum hefur verið varið til ónæmisaðgerða og eru þær að kostnaðarlausu veittar á heilsugæslustöðvum. 9.4 Tannverndarmál: fslendingar em enn í sérflokki meðal Norðurlandaþjóða og fleiri þjóða hvað snertir tannskemmdir. Því þótti eðlilegt að gera sérstakt átak í sambandi við tannvemd. Ekki hefur tekist að skipuleggja skólatannlækningar fyrir alla skóla landsins, en Reykjavík hefur haft ákveðið fmmkvæði í því máli og tekist vel. í ráðuneytið var ráðinn tannlæknir til að stjóma tannvemdarmálum og hefur þegar sést árangur af því starfi. Hefur náðst góð samvinna við Tannlæknafélag íslands og tannlæknadeild Háskóla íslands um tannvemdarmál. Nú þegar ríkissjóður greiðir að fullu tannlækningar skólabama er ráðgert að skólatannlækningar verði skipulagðar í sem flestum sveitarfélögum landsins og endurskipulagðar í Reykjavík. Jóhanna Ólafsdóttir, tannfræðingur hefur starfað að tannvemdarmálum í ráðuneytinu á kostnað Tannvemdarsjóðs. 9.5 Krabbameinsvarnir: Um árabil hefur Krabbameinsfélag íslands haft forgöngu um krabbameinsvamir með sjúkdómaleit og upplýsingastarfi. Skipuleg samvinna við Krabbameinsfélagið var tekin upp af ráðuneytinu árið 1987. Er þar um að ræða leit að leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini með myndatöku. Þessi samvinna hefur tekist vel. Fyrirhugað er að næsta skref samvinnunnar verði að krabbameinsskráin verði rekin sameiginlega og notuð af Krabbameinsfélaginu og ráðuneytinu. 9.6 Hjartasjúkdómar: Hjartavemd hefur um áratuga skeið haft forgöngu um forvamastörf í sambandi við hjartasjúkdóma. Samvinna við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.