Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 56
46 LÆKNABLAÐIÐ 15. FRAMTÍÐARSÝN Flestir munu sammála um að stofnun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins hafi verið skynsamleg og sú uppbygging sem orðið hefur í heilbrigðismálum hafi orðið markvissari með því að beina verkefnunum í sjálfstætt ráðuneyti. Tengsl almannatrygginga og heilbrigðismála eru auðsæ vegna þess að meira en helmingur útgjalda almannatrygginga fer beint til heilbrigðismála og aðrir skjólstæðingar Tryggingastofnunar ríkisins eru meira og minna tengdir heilbrigðisþjónustunni, s.s. aldraðir og mæður og böm á ákveðnu árabili. Margt bendir til að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, með því fyrirkomulagi sem þar hefur verið síðustu tuttugu ár, verði ekki langlífara því fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um Stjómarráð Islands sem gerir ráð fyrir verulegum breytingum á fyrirkomulagi ráðuneyta, meðal annars því að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið í núverandi mynd verði lagt niður og það sameinað öðm ráðuneyti undir nýju heiti. Það er skoðun þess er þetta ritar af reynslu síðustu tuttugu ára í Stjómarráði, að það horfi ekki til góðs að stækka ráðuneyti og færa saman ólíka málaflokka. Því em að sjálfsögðu takmörk sett hve mörgum óskyldum málaflokkum einn ráðherra getur sinnt af kostgæfni. í þessu yfirliti yfir heilbrigðis- og tryggingamál síðustu 20 ár, í tilefni af tuttugu ára afmæli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, hefur að sjálfsögðu verið stiklað mjög á stóm því hér er um tvo mjög umfangsmikla málaflokka að ræða. Þá hefur á tímabilinu orðið gjörbylting á ýmsum sviðum, sérstaklega í heilbrigðismálum. Mestan hluta tímabilsins höfðu heilbrigðismálin mikinn byr á Alþingi og hjá stjómmálaflokkunum. Nú síðustu ár hefur nokkuð slegið í bakseglin og samdráttur orðið í fjárveitingum til málaflokksins. Þetta hefur fyrst og fremst komið niður á þjónustu sjúkrahúsa við aldraða og langvarandi veika, en bráðaþjónusta hefur notið forgangs og verið í góðu lagi. Það virðist ljóst, að eigi að halda sama þjónustustigi í heilbrigðisþjónustu eins og var fyrir fjómm til fimm ámm þarf að gera ráð fyrir nokkurri raunaukningu á útgjöldum til heilbrigðismála, því að öldruðum fer stöðugt fjölgandi og stöðugt em meiri möguleikar til lækninga og aðgerða. Þá fleygir rannsóknartækni mjög fram og öll ný rannsóknartæki eru mjög dýr. Verði ekki veitt meira fjármagni til heilbrigðismála en nú er, þarf að leggja mikla vinnu í endurskoðun alls lækninga- og heilsuvemdarstarfs með sérstöku tilliti til þess að draga úr útgjöldum. Sérstaklega verður að gæta að þeim kröfum sem gerðar hafa verið um sérmenntun starfsliðs og fjölda þess á sjúkrastofnunum og verkefnaskiptingu þeirra sem vinna í heilsugæslu og á sjúkrahúsum. Þá verður einnig að skoða það mjög rækilega hvort tannlæknar og sérfræðingar í lækningum eigi ekki að verða fastráðnir starfsmenn við stofnanir hins opinbera í stað þess fyrirkomulags sem nú er. Sama máli gegnir í þessu sambandi um lyfjasölu, þar þarf að koma á fyrirkomulagi sem er ódýrara en nú er. Vandamálin sem heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir um þessar mundir eru margháttuð en þessi helst: 1. Samdráttur vegna þess að heilbrigðisstofnanir eru ekki reknar með fullum afköstum. 2. Skortur á starfsfólki vegna þess að áhugi á umönnunarstörfum fer minnkandi og útskrift sérmenntaðs starfsliðs dregst saman. 3. Vaxandi erfiðleikar við að halda uppi þjónustu í strjálbýli og sérstaklega þar sem fámenni er. Er þar fyrst og fremst um að ræða ákveðna hluta Vestfjarða og Norðausturland. 4. Skortur hjúkrunarrýmis á Stór- Reykjavíkursvæðinu og skortur starfsliðs til að annast heimahjúkrun og heimilishjálp. 5. Vaxandi vandi í sambandi við áfengis- og fíkniefnaneyslu. Það hefur verið keppikefli íslensku heilbrigðisþjónustunnar að allir ættu að njóta þjónustunnar án tillits til tekna eða búsetu. Ef svo heldur fram sem horfir eru líkur á að einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar muni ganga í garð í einhverjum mæli. Þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.