Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 48
38
LÆKNABLAÐIÐ
umsjón með sóttvömum og vera leiðbeinandi
við ónæmisaðgerðir.
Ólafur Ólafsson er landlæknir. Hjá embætti
landlæknis eru 7,25 starfsmannaheimildir.
4.4 Héraðslœknar: Fyrir gildistöku laga
um heilbrigðisþjónustu vom héraðslæknr í
56 hémðum embættislæknar en jafnframt
heimilislæknar. I lögunum, sem tóku gildi
1. janúar 1974, var í II. kafla gert ráð fyrir
að landinu skyldi skipt í fimm læknishéruð.
Með bráðabirgðaákvæði var þessum kafla
laganna frestað en ákveðið að ráðherra skipaði
einn lækni í hverju heilsugæsluumdæmi
til að gegna embættisstörfum og skyldi
hann jafnframt vera heilsugæslulæknir.
Þetta fyrirkomulag gafst ekki vel og með
breytingum á lögunum árið 1978 var
ákveðið að læknishémð yrðu átta, að
heilbrigðismálaráð störfuðu í hverju héraði
undir stjóm héraðslæknis, en héraðslæknir
skyldi áfram vera starfandi heilsugæslulæknir,
nema í Reykjavík þar sem borgarlæknir yrði
einnig héraðslæknir. Þetta fyrirkomulag hefur
síðan haldist.
Um næstu áramót er gert ráð fyrir að sú
breyting verði, að héraðslæknisembætti
í Reykjavík, Reykjaneslæknishéraði og
Norðurlandshéraði eystra verði sjálfstæð
embætti með auknum og breyttum verkefnum.
Þar er einnig gert ráð fyrir að ráða
héraðshjúkrunarfræðinga í héruð við hlið
héraðslækna.
Héraðslœknar eru nú: í Reykjavíkur-
læknishéraði Skúli G. Johnsen, í
Vesturlandslæknishéraði Halldór Jónsson,
Akranesi, í Vestfjarðalæknishéraði
enginn, í Norðurlandslæknishéraði
vestra Friðrik Friðriksson, Sauðárkróki, í
Norðurlandslæknishéraði eystra Ólafur H.
Oddsson, Akureyri, í Austurlandslæknishéraði
Stefán Þórarinsson, Egilsstöðum, í
Suðurlandslæknishéraði Isleifur Halldórsson,
Hvolsvelli og í Reykjaneslæknishéraði Jóhann
Ágúst Sigurðsson, Hafnarfirði.
4.5 Hollustuvernd ríkisins: Um svipað leyti og
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið var
stofnað gengu í gildi lög um hollustuhætti
og heilbrigðiseftirlit og Heilbrigðiseftirlit
ríkisins var sett á stofn. Árið 1984 var
starfsemin endurskoðuð, Hollustuvemd
ríkisins stofnuð og Geislavamir ríkisins,
sem áður hafði starfað sem sjálfstæð stofnun
sett sem deild í Hollustuvemd. Hlutverk
Hollustuvemdar ríkisins er að hafa eftirlit
með því að landsmönnum séu tryggð sem
heilsusamlegust lífsskilyrði.
Almennt heilbrigðiseftirlit er hjá
heilbrigðisnefndum sveitarfélaga en
Hollustuvemd ríkisins er umsjónar-, eftirlits-
og ráðgjafaraðili. Heilbrigðisnefndir eru nú 46
í sveitarfélögum eftir svæðum.
Ný heilbrigðisreglugerð var sett á þessu ári
og leysti af hólmi reglugerð um sama efni frá
árinu 1972. Ný mengunarvamareglugerð, hin
fyrsta sinnar tegundar hér á landi, var sett árið
1989.
Nú starfar Hollustuvemd ríkisins í
fjómm deildum, heilbrigðiseftirlitsdeild,
rannsóknarstofu, eiturefnadeild og
mengunarvamadeild og heyrir sú deild nú
undir nýtt umhverfisráðuneyti þó stofnunin
sem heild heyri undir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti.
Framkvæmdastjóri Hollustuvemdar ríkisins
er Leifur Eysteinsson, viðskiptafræðingur.
Formaður stjómar er Hermann Sveinbjömsson,
aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Hjá
Hollustuvemd em 32,3 starfsmannaheimildir,
þar af fjórir verkefnaráðnir.
4.6 Geislavarnir ríkisins: Geislavamir ríkisins
vom upphaflega sjálfstæð stofnun. Þær vom
felldar undir Hollustuvemd ríkisins árið 1984
en skildar aftur frá Hollustuvemd árið 1986
og starfa nú að nýju sem sjálfstæð stofnun.
Tilgangur Geislavama ríkisins er að gæta
öryggis vegna geislunar frá geislavirkum
efnum og geislatækjum.
Síðustu ár hefur starfsemi Geislavama
verið efld sérstaklega með tilliti til
rannsóknarverkefna.
Forstöðumaður Geislavama ríkisins er
Sigurður M. Magnússon, kjameðlisfræðingur.
Formaður stjómar er Magnús Magnússon,
prófessor. Hjá Geislavömum em 5,5
starfsmannaheimildir.
4.7 Heyrnar- og talmeinastöð Islands:
Heymar- og talmeinastöð íslands var stofnsett
árið 1978 og er hlutverk hennar þjónusta við
heymarskerta, sjúkdómsgreining málhaltra,