Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 22
14 LÆKNABLAÐIÐ H. influenzae stofna og flestir B. catarrhalis stofnar (80-90%), sem hér á landi hafa greinst undanfarin ár, /3-lactamasa (5) og eru því ónæmir fyrir amínópenicillínum. Auk þess hefur tíðni B. catarrhalis í öðrum rannsóknum verið háð landsvæðum. Því eru upplýsingar um þessi atriði sem að miðeyrnabólgu lúta hérlendis mikilvægar og gætu haft veruleg áhrif á lyfjaval við meðferð sjúkdómsins. í venjulegri umönnun sjúklinga með miðeymabólgu er ástungu á hljóðhimnu nær aldrei beitt í upphafi til orsakagreiningar. Á undanfömum fjórum áratugum hafa birst allmargar athuganir á notagildi nefkoksræktana til forsagnar um sjúkdómsvaldandi sýkla í miðeyrnavökva hjá bömum með bráða miðeymabólgu og hafa niðurstöður þeirra verið mjög á reiki (rakið í (6)). Ennfremur er notagildi þeirra Iéttvægt fundið í nýlegum yfirlitsritum um miðeymabólgu (7,8). Tilgangur rannsóknar þessarar var að kanna orsakir bráðrar miðeymabólgu hérlendis og jafnframt að meta forspárgildi ræktunar frá nefkokssýni um sýkingarvalda í miðeyra í rannsóknarhópnum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsókn þessi var hluti af tvíblindri fjölþjóðlegri samanburðarrannsókn á gildi amoxicillíns og lóracarbefs við meðferð bráðrar miðeymabólgu hjá bömum og var gerð í samvinnu við lyfjafyrirtækið Eli Lilly & Co, Kastrup, Danmörku. Til rannsóknarinnar völdust 159 börn (64 stúlkur og 95 drengir) á aldrinum sex mánaða til tólf ára (meðalaldur tvö ár) sem leituðu eða var vísað til lækna háls-, nef- og eymadeildar Borgarspítala á tímabilinu nóvember 1988 til janúar 1990 vegna bráðrar miðeymabólgu. Máttu þau ekki hafa tekið sýklalyf sfðustu þrjá daga fyrir þátttöku í rannsókninni. Einkenni allra urðu að vera bráð og hafa varað skemur en 48 klst. fyrir upphaf meðferðar. Greining var staðfest með klínískri skoðun háls-, nef- og eyrnalæknis og byggðist á eymaverk, rauðri og bólginni hljóðhimnu með vökva í miðeyra, sem metinn var af ógegnsæi, ógreinilegum kennileitum og frambungandi lítt hreyfanlegri hljóðhimnu. Ennfremur voru böm með brostna(r) hljóðhimnu(r) af völdum bráðrar miðeymabólgu tekin til rannsóknarinnar ef slíkt var talið hafa gerst innan 12 klst. fyrir skoðun. Einn höfunda (E. Th.) hafði umsjá með 150 af þeim 159 bömum sem þátt tóku í rannsókninni. Höfðu flest þeirra fengið miðeymabólgu áður. Sýni miðeyrnavökva var tekið til ræktunar í öllum tilvikum. Var það ýmist gert eftir ástungu á hljóðhimnu (myringotomia) ef hún var heil, eða innst úr hlust ef hljóðhimna hafði brostið. Stungið var á hljóðhimnu í annan neðri fjórðunga hennar og miðeymavökvi sem út lak tekinn á rayon strokpinna (Culturette®, Marion Scientific, Kansas City, Missouri). Stinga þurfti á báðum eyrum 35 bama. Engin bakteríudrepandi efni voru sett í hlust fyrir ástungu. Jafnframt var tekið sýni á rayon strokpinna (Culturette®) úr nefkoki 148 bama. Pinnanum var stungið djúpt í nefkok um nef. Frá 11 bömum fórst fyrir að taka nefkokssýni. Sáð var frá ræktunarpinnunum innan tveggja klukkustunda frá komu á sýkladeild á 5% hestablóðagar, Thayer Martin agar, MacConkey agar og á saltagar. Sýnin voru höfð í hitaskáp við 35.5°C í 5% koldíoxíði í 18-24 klst, auk þess sem ein blóðagarskál var höfð í lofttæmi (anaerobic jar). Sýklar voru greindir með venjulegum aðferðum á sýklarannsóknadeild Borgarspítala. Næmispróf (skífupróf) með aðferð Kirby og Bauers (9) voru gerð á öllum sjúkdómsvaldandi bakteríustofnum er greindust og framleiðsla /3-lactamasa var könnuð hjá öllum H. influenzae og B. catarrhalis stofnum með chromogen cephalosporin prófi (Nitrocefin®, Glaxo) eða skáiaprófi (»cross-streak« assay). H. influenzae stofnar voru ekki greindir eftir hjúpgerðum (serotypes). Ekki var reynt að rækta Mycoplasma, Chlamydiae eða veirur frá sýnunum. »Jákvæð« strok frá nefkoki og miðeyra voru skilgreind sem sýni er úr uxu mögulegir sjúkdómsvaldandi sýklar. Reiknað var næmi (sensitivity), sértæki (specificity), jákvætt og neikvætt forspárgildi fyrir tengsl milli þessara sýna, skv. eftirfarandi aðferð (10): Miöeyrnasýni Nefkokssýni jákvætt neikvætt Alls jákvætt................ a b a + b neikvætt............... c d c + d Alls a + cb + d a + b + c + d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.