Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 19-24 19 Jakob Kristinsson, Þorkell Jóhannesson, Geirþrúöur Sighvatsdóttir RANNSÓKNIR Á KANNABISSÝNUM í RANNSÓKNASTOFU í LYFJAFRÆÐ11969-1988 INNGANGUR Kannabisplantan (Cannabis sativa) hefur lengi verið notuð bæði til lækninga og til vímu. Hún er upprunnin í Mið-Asíu að því talið er og hefur breiðst þaðan út víða um heim. Elstu heimildir um kannabisnotkun eru frá Kína, um það bil 3000 árum fyrir Krist. Þar var kannabis fyrst og fremst notað sem lyf. Notkun þess til vímu má rekja til Indlands um það bil 2000 árum fyrir Krist. Evrópumenn og aðrar vestrænar þjóðir kynntust kannabisneyslu ekki að ráði fyrr en í lok 18. aldar. Var neysla kannabis þó í upphafi lítil og einkum bundin við fámenna hópa listamanna. Hélst það allt fram yfir miðja þessa öld. A árunum 1967 og 1968 varð kannabis svo sem hendi væri veifað eftirsóttur vímugjafi og einkum meðal ungs fólks. Er notkun þess nú svo útbreidd, að næst á eftir kaffi, tóbaki og áfengi er kannabis væntanlega mest notað allra efna með verkun á miðtaugakerfið. Af fjölmörgum efnum, sem einangruð hafa verið úr kannabisplöntunni, er aðeins eitt, delta-9-trans-tetrahýdrókannabínól, talið valda vímu (mynd 1). Það telst til þess flokks efna, sem nefndur er kannabínóíðar. Venjulega er það nefnt tetrahýdrókannabínól (skammstafað THC). Verður svo einnig gert í þessum texta. Af öðrum kannabínóíðum, sem koma fyrir í kannabisplöntunni í einhverjum mæli, má nefna kannabínól (CBN) og kannabídíól (CBD). Hugtakið kannabis er nú yfirleitt látið taka til hvers hluta plöntunnar Cannabis sativa, er hefur kannabínóíða að geyma, þar á meðal Frá Rannsóknastofu í lyfjafræöi, Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Jacob Kristinsson • Frekari upplýsingar um kannabis, sögu þess og verkanir er að finna í Lyfjafræöi miötaugakerfisins eftir prófessor Þorkel Jóhannesson. Sjá nánar heimild nr. 5 I heimildaskrá. Mynd 1. Tetrahýdrókannabínól (delta-9). Forstig tetrahýdrókannabínóls t kannabisplöntunni eru tetrahýdrókannabínól-2-karboxýlsýra og tetrahýdrókannabínól-4-karboxýlsýra. Þœr má leiða af tetrahýdrókannabínóli með því að setja karboxýlsýruhóp (-COOH) í stöðu 2 eða 4. Tetrahýdrókannabínól og aðrir kannabínóíðar eru eins og sjá má fenólafbrigði. Efnasambönd þessi innihalda ekki köfnunarefni og eru því ekki alkalóíðar (plöntubasar) líkt og fjölmörg náttúruefni, sem hafa veruleg áhrif á starfsemi miðtaugakerfisins og notuð eru sem lyf eða með öðrum hœtti. tetrahýdrókannabínól. Enn fremur er hugtakið látið ná til hverrar þeirrar afurðar plöntunnar, sem inniheldur tetrahýdrókannabínól. Kannabis má skipta í nokkra flokka. Eru þeir helstu maríhúana, hass eða hassis og hassolía. Maríhúana samanstendur af þurrkuðum blómsprotum kannabisplantna og af laufi þeirra að meira eða minna leyti. Maríhúana er því tiltölulega lítt unnin afurð. Hass er hins vegar mulin, sigtuð, pressuð og jafnvel hreinsuð kvoða eða harpix úr kannabisplöntum. Inniheldur það að jafnaði meira af kannabínóíðum en maríhúana. Skil milli hass og maríhúana eru þó stundum óljós, bæði hvað varðar útlit og magn kannabínóíða. Mest unna afurðin er svo hassolía. Er hún framleidd með því að láta lífræn leysiefni draga kannabínóíða úr hassi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.