Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 25-30 25 Þuríöur Gísladóttir (1), Guðni Á. Alfreðsson (2), Franklín Georgsson (1) ALGENGI CAMPYLOBACTER JEJUNIOG CAMPYLOBACTER COLI í HRÁU KJÖTMETI ÚTDRÁTTUR Markmið úttektar þeirrar, sem hér er greint frá, var að prófa ákveðna aðferð til einangrunar á sýklunum Campylobacter jejuni og Campylobacter coli úr matvælum. Jafnframt var markmiðið að athuga tíðni þessara sýkla í hráu kjötmeti hér á landi, einkum í hráum kjúklingum. Rannsökuð voru 213 sýni af kjúklingum og nautahakki. Tekin voru 159 sýni af hálsaskinni kjúklinga úr vinnslurás fimm alifuglasláturhúsa fyrir pökkun og frystingu kjúklinganna. Campylobacter jejuni og Campylobacter coli stofnar voru einangraðir úr 117 sýnum (74%). Samkvæmt reglugerð um slátrun alifugla hér á landi (nr. 260/1980) er skylt að frysta allar afurðir innan tveggja klukkustunda frá slátrun. Því voru einnig rannsakaðir 20 heilir kjúklingar sem fengnir voru úr frystiborði verslana. Campylobacter jejuni og Campylobacter coli stofnar voru einangraðir úr 12 kjúklinganna (60%). Campylobacter jejuni eða Campylobacter coli stofnar greindust ekki í 34 sýnum af ófrystu nautahakki sem rannsökuð voru. Sýnin voru tekin í verslunum og kjötvinnslum. INNGANGUR Á undanfömum árum hafa sýklar af ættkvíslinni Campylobacter skipað sér í hóp bakteríutegunda sem oftast eru einangraðar úr saur sjúklinga með þarmasýkingar. Aukin tíðni þessara þarmasýkla hefur meðal annars verið rakin til bættra einangrunaraðferða svo og til aukinnar áherslu rannsóknastofa á einangrun þeirra úr saursýnum (1, 2). Mismunandi er eftir löndum hvort tíðni campylobacter þarmasýkinga er hærri eða Frá (1) Hollustuvernd ríkisins, rannsóknastofu, Ármúla 1a, (2) Líffræöistofnun Háskólans, örverufræöistofu, Ármúla 1a. lægri en tíðni salmonella þarmasýkinga (3). Hér á landi hafa Campylobacter sýklar jafnan einangrast í lægri tíðni úr saur þarmasýkingasjúklinga heldur en Salmonella (4, 5, 6). Bakteríum innan ættkvíslarinnar Campylobacter er skipt í um tylft tegunda og undirtegunda (7). Að minnsta kosti þrjár þeirra geta valdið sýkingum í mönnum. C. fetus subsp. fetus getur valdið blóðsýkingum í einstaklingum með skertar ónæmisvamir. C. jejuni og C. coli geta valdið niðurgangi í sýktum einstaklingum (7). I verkefni því, sem hér er greint frá, var gerður greinarmunur á C. jejuni og C. coli með svonefndu hippuratprófi (8). Iðulega er ekki gerður greinarmunur á þessum tveimur tegundum og þegar fjallað er um C. jejuni eða C. fetus subsp. jejuni getur einnig verið um C. coli að ræða. Margt er ennþá óljóst um smitleiðir sýklanna C. jejuni og C. coli. Erlendis hafa fjöldasýkingar af þeirra völdum einkum verið raktar til neyslu saurmengaðs drykkjarvatns og ógerilsneyddrar mjólkur (3, 9-11). Hér á landi kom upp þarmasýkingafaraldur af völdum Campylobacter á Stöðvarfirði í júní 1984 og var hann rakinn til mengunar neysluvatns af völdum gæsasaurs (12). Campylobacter sýklar í vatni fundust fyrst hér á landi árið 1981 er sýni úr vatnsbóli Akumesinga vom rannsökuð (13). Erlendis og hér á landi eru flestar þarmasýkingar af völdum C. jejunilcoli stök tilvik þar sem fáir sýkjast í einu (3, 5). Slík einangruð tilvik hafa meðal annars verið rakin til umgengni fólks við húsdýr og gæludýr sem verið hafa sýkt eða verið heilbrigðir smitberar. Erlendis hafa sýklar þessir verið einangraðir úr ýmsum dýrategundum með heitt blóð, bæði villtum dýrum, alidýrum og gæludýrum. (3, 14, 15).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.