Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 28
20 LÆKNABLAÐIÐ eða kannabisplöntum. Leysiefnið er síðan látið gufa upp. Við það fæst grænleit þykkfljótandi kvoða, sem inniheldur oft mikið magn kannabínóíða*. Frá árinu 1969 hefur rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóla Islands, annast allar rannsóknir á ávana- og fíkniefnasýnum fyrir lögreglu- og dómsyfirvöld í landinu (1). í árslok 1988 voru sýni þessi orðin 1399. Ef undan er skilið áfengi, voru flest þessara sýna kannabis. Verður hér á eftir greint frá niðurstöðum rannsókna á kannabissýnum á þessu tímabili og þeim rannsóknaraðferðum, sem notaðar voru. EFNIVIÐUR Á tímabilinu 1969-1988 bárust til rannsóknar samtals 404 sýni, er talin voru kannabis. Mátti flokka þau eftir útliti í köggla eða duft (290 sýni), plöntuhluta (68 sýni) og olíu eða kvoðu (18 sýni). Auk þess voru 28 sýni, sem ekki urðu þannig flokkuð, svo sem kannabisfræ og ýmsir hlutir tengdir kannabisneyslu (reykjarpípur o.fl.). Langflest sýnanna komu frá embætti lögreglustjórans í Reykjavík. AÐFERÐIR Fram til ársins 1973 voru kannabissýni rannsökuð með smásjárskoðun og litarprófi (fúrfúralprófi) eins og áður hefur verið lýst (2). Var þá bætt við gasgreiningu á súlu til greiningar á tetrahýdrókannabínóli, kannabínóli og kannabídíóli. Um svipað leyti var fúrfúralprófið lagt niður, en annað litarpróf með Fast Blue B salti (3,3 dímetoxí- dífenýl-4,4-bisdíazóníumklóríð) (2) leysti það af hólmi. í árslok 1976 var síðan farið að ákvarða magn tetrahýdrókannabínóls í sýnunum með gasgreiningu á súlu. Notuð var aðferð, sem lýst var af Fairbaim og Liebmann árið 1972 (3). Hefur hún tekið allmiklum breytingum í okkar höndum frá því fyrst var farið að nota hana og þykir því rétt, að lýsa henni nánar hér á eftir. Að lokum var árið 1983 bætt við blettagreiningu á þynnu (4) til frekari sannkennslis á framangreindum kannabínóíðum. Eru þessar þrjár aðferðir, smásjárskoðun, blettagreining á þynnu og gasgreining nú notaðar til greiningar á kannabisi í rannsóknastofunni. Litarprófið (með Fast Blue B salti) er ekki lengur notað sérstaklega, en hefur verið fellt inn í blettagreininguna. Magnsákvörðun á tetrahýdrókannabínóli með gasgreiningu á súlu. Maríhúanasýni og hörð og myldin hasssýni vom mulin fínt í mortéli fyrir úrhlutun. Síðan voru vegin 100 mg af duftinu (50 mg fyrir hasssýni) og sett í 12 ml skilvinduglas með skrúftappa. Bætt var út í 10 ml af klóróformi og glasið látið velta í veltivél (ca. 50 snún./mín.) í 30 mínútur. Blandan var skilin í skilvindu og klóróformhlutanum hellt í 25 ml mælikolbu. Úrhlutunin var endurtekin öðm sinni með sama magni af klóróformi og klóróformhlutanum hellt í mælikolbuna eins og áður. Að lokum var kolban fyllt að mælistrikinu með klóróformi. Hassolía og hasssýni, sem voru of vaxkennd til þess að þau yrðu mulin í mortéli, sbr. að framan, voru í staðinn leyst upp í klóróformi. Klóróformlausnin var því næst þynnt þar til hún innihélt 2 mg hass/ml eða 1 mg hassolíu/ml. í oddmjó skilvinduglös vom mældir nákvæmlega 0,5 ml af klóróformlausnum sýnanna. Þeir voru síðan inngufaðir í glösunum við 40-50° í köfnunarefnisstraumi. Leif eftir inngufun var leyst í nákvæmlega 0,5 ml af etanóli (Merck 983), sem innihélt 0,5 mg/ml af metýltestósteróni. Að lokum var svo 1 /xl af þessari lausn sprautað í gasgreininn. í gasgreininn var einnig sprautað samanburðarlausnum, sem innihéldu þekkt magn af tetrahýdrókannabínóli (75, 150 og 300 /ig/ml) og metýltestósteróni. Metýlstestósterón var hér notað sem viðmiðunarefni (intemal standard) til þess að auka nákvæmni aðferðarinnar. Gasgreinirinn, sem notaður var til mælinganna, er af gerðinni Beckman GC-45 með logaskynjara (flame ionization detector). Súlan í greininum var 1,2 m að lengd og 2 mm að innanmáli, fyllt með 3% OV-17 á Gas Chrom Q 100/120. Hitastig í súlu var haft 265°, en 300° í önd greinisins og logaskynjara. Burðargas var köfnunarefni (Alfax N52). Var flæði þess venjulega haft 25 ml/mín. Dæmigerður gasgreiningarferill fyrir kannabissýni er sýndur á mynd 2. Til þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.