Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 35 Að hálfu ráðuneytisins var ákveðin lágmarks starfsaðstaða fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga, ritara, lyfjaútsölu, röntgenskoðun, rannsóknastofu, slysamóttöku og fyrir annað starfsfólk auk biðrýmis og snyrtiaðstöðu fyrir sjúklinga. Víðast var gert ráð fyrir herbergi eða lítilli fbúð fyrir afleysingafólk eða aðkomandi sérfræðinga. Þegar litið er yfir landið í heild hafa nýjar H2 stöðvar verið byggðar eða eru í byggingu á nær öllum stöðum utan Reykjavíkur, þar sem þær eiga að vera samkvæmt lögum, og H1 stöðvar hafa verið byggðar á 12 stöðum. Víðast annars staðar, þar sem eldra húsnæði hefur verið notað fyrir heilsugæslustöðvar, hefur starfsaðstaða verið verulega bætt. Svo sem fyrr segir kveða lögin allítarlega á um hvaða störf eigi að vinna á heilsugæslustöðvum. Með reglugerð sem sett var 1981 var útfært enn frekar hvemig stjóm stöðvanna ætti að vera háttað og hvemig heilsuvemdarstarfið ætti að vinna. Þegar litið er yfir þann árangur sem náðst hefur í sambandi við uppbyggingu heilsugæslustöðvanna í landinu er það flestra skoðun að vel hafi til tekist og almenn heilbrigðisþjónusta sé í góðu lagi. 3.2 Sjúkrahús: Þegar lög um heilbrigðisþjónustu voru sett, vom sjúkrahúsmál landsins orðin nokkuð fast mótuð og lögin tóku hvorki á því hvar sjúkrahús skyldu vera né hvemig starfi þeirra skyldi háttað á hverjum stað. Tegundir sjúkrahúsa vom hins vegar ákveðnar með lögunum en þar var ekki ekki ákveðið hvaða tegund sjúkrahúss skyldi vera í hverju byggðarlagi, það átti að ákveða í reglugerð. Drög að reglugerð um flokkun sjúkrahúsa vom unnin af nefnd, sem skilaði tillögum til ráðherra árið 1981, en slík reglugerð hefur ekki enn verið sett. Astæðan er sú að vemlega er deilt um tvennt, annars vegar verkaskiptingu og samvinnu eða sammna sjúkrahúsa í Reykjavík og hins vegar hvaða verkefnum sjúkrahús á landsbyggðinni skulu sinna. Sé litið á hver niðurstaða hefur orðið í reynd, þá hefur hún orðið sú sama og ráðlagt var í riti ráðuneytisins um sjúkrahúsmál frá 1971, þ.e. í fyrsta lagi að landsbyggðarþjónusta sé á einum stað í landinu, í Reykjavík, möndulþjónusta á tveimur stöðum, í Reykjavík og á Akureyri og heimabyggðarþjónusta í einu til þremur sjúkrahúsum í hverju læknishéraði. Sjúkrahúsþjónustu landsins er þannig skipt nú, að heimaby^gðarþjónusta er á eftirtöldum stöðum: I Vesturlandslæknishéraði á Akranesi og í Stykkishólmi og á báðum stöðum hafa sjúkrahúsin verið stækkuð. I Vestfjarðalæknishéraði á Patreksfirði og á ísafirði, þar sem byggt hefur verið nýtt sjúkrahús. í Norðurlandslæknishéraði vestra á Blönduósi og Sauðárkróki, þar sem byggt hefur verið við sjúkrahúsin og á Siglufirði. í Norðurlandslæknishéraði eystra á Akureyri og á Húsavík. I Austurlandslæknishéraði á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Neskaupstað, þar sem byggt hefur verið nýtt sjúkrahús og á Höfn í Homafirði. í Suðurlandslæknishéraði á Selfossi, þar sem byggt hefur verið nýtt sjúkrahús og í Vestmannaeyjum. I Reykjaneslæknishéraði í Keflavík og í Hafnarfirði, þar sem ríki og bæjarsjóður keyptu St. Jósefsspítala. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur verið byggt upp sem sérhæft sjúkrahús með öllum stoðdeildum og gert er ráð fyrir að Fjórðungssjúkrahúsið gæti orðið varasjúkrahús fyrir allt landið. Þar hefur verið lögð áhersla á að byggja mjög vandaðar stoðdeildir, sérstaklega skurðdeild, gjörgæsludeild og röntgendeild. Sjúkrahúsin þrjú í Reykjavík sem til vom þegar ráðuneytið tók til starfa hafa öll verið efld. Jafnframt hefur verið reynt að ná samvinnu um ákveðna verkþætti og vaktþjónustu. Þannig hefur á Landspítala á þessum tíma verið byggð upp fæðingar- og kvensjúkdómadeild, sem viðbygging við gamla deild, ný geðdeild, ný krabbameinslækningadeild, viðbyggingar við rannsóknastofur og öll rannsóknaaðstaða á röntgendeild og rannsóknastofum endumýjuð. Endurhæfingardeild er í byggingu og endurbætur hafa verið gerðar á öllum legudeildum. Á Landspítala var á tímabilinu sett á stofn sérstök bæklunarlækningadeild, aðstaða til hjartarannsókna og hjartaskurðlækninga. Jafnframt var stofnuð ný og fullkomin veirurannsóknadeild svo og rannsóknastofa í ónæmisfræði. Um það leyti sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið var sett á laggimar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.