Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 33 Amarhvoli og útibús var afar óhentug og var á þessum tíma farið að huga að nýju húsnæði fyrir ráðuneytið utan Amarhvols. Ný ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen tók við völdum 8. febrúar 1980. Svavar Gestsson tók við ráðherrastarfi heilbrigðis- og tryggingamála en var jafnframt félagsmála- ráðherra og sat í félagsmálaráðuneyti. Aðstoðarmaður Svavars var Ammundur Backmann, lögfræðingur, en hann starfaði aðeins fyrri hluta kjörtímabilsins. Nú var afráðið að flytja ráðuneytið úr Amarhvoli og varð úr, að Húseignir ríkisins keyptu hæð að Laugavegi 116, þar sem húsnæði var innréttað fyrir ráðuneytið. Flutningurinn fór fram í tveimur áföngum á ámnum 1980 og 1981. Með ráðuneytinu fluttist daggjaldanefnd, lyfjanefnd, lyfjaverðlagsnefnd, Lyfjaeftirlit ríkisins og skólayfirlæknir, og skömmu síðar fluttist í sama hús skrifstofa landlæknis, sem fram að því hafði verið í Amarhvoli. Nú var í fyrsta sinn gert ráð fyrir, að ráðherra hefði skrifstofu í ráðuneytinu og sat Svavar Gestsson til skiptis í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti á Laugavegi 116 og í félagsmálaráðuneyti í Amarhvoli. A þessum árum réðust fjórir nýir starfsmenn til ráðuneytisins: Hrafn Pálsson, félagsráðgjafi, sem var ráðinn til að annast áfengis- og fíkniefnamál og síðar skipaður deildarstjóri öldrunarmála. Soffía Magnúsdóttir, sem ráðin var til ritarastarfa en síðar skipuð deildarstjóri öldmnarmála, til að annast skjalavörslu, Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, sem skipuð var deildarstjóri öldrunarmála en er nú skrifstofustjóri og Magnús R. Gíslason, tannlæknir, sem var skipaður yfirlæknir tannvemdarmála. Ný ríkisstjóm undir forystu Steingríms Hermannssonar tók við völdum 26. maí 1983. Þá kom Matthías Bjamason að nýju í ráðuneytið sem ráðherra og gegndi hann jafnframt starfi samgönguráðherra. A öðm ári sínu í ráðuneytinu réð hann Davíð A. Gunnarsson, verkfræðing, sem aðstoðarmann sinn. Þá var Hrafn V. Friðriksson, læknir, ráðinn yfirlæknir forvamaverkefna tengdum samvinnuverkefni við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (CINDI). Hinn 16. október 1985 var ákveðin ný skipting starfa milli ráðherra og varð Ragnhildur Helgadóttir þá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ragnhildur varð fyrsti ráðherrann sem gegndi heilbrigðis- og tryggingamálum eingöngu. Aðstoðarmaður Ragnhildar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti var Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur, og Stella Magnúsdóttir var ráðin ritari og síðar deildarstjóri. Ný ríkisstjóm kom til valda 8. júlí 1987 undir forystu Þorsteins Pálssonar. í þeirri ríkisstjóm var Guðmundur Bjamason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hann réð Finn Ingólfsson, viðskiptafræðing, sem aðstoðarmann sinn. I ársbyrjun 1988 var ákveðið að setja upp fjármálaskrifstofu í ráðuneytinu og var Edda Hermannsdóttir, viðskiptafræðingur, skipuð skrifstofustjóri þeirrar skrifstofu. Skömmu síðar var Svanhvít Jakobsdóttir skipuð deildarviðskiptafræðingur og er nú deildarstjóri. Stjómarskipti urðu 28. september 1988 og tók ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar við völdum. Guðmundur Bjamason gegndi áfram starfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Sama var uppi á teningnum 10. september 1989 og 23. febrúar 1990 þegar gerðar vom breytingar á ráðuneyti Steingríms Hermannssonar. í seinna skiptið voru nokkur af verkefnum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis flutt til nýstofnaðs umhverfisráðuneytis. Á árinu 1988 var Unnur Stefánsdóttir, fóstra, ráðin til tímabundinna verkefna vegna manneldismála, og á árinu 1989 var Einar G. Þorsteinsson ráðinn til tímabundinna starfa í sambandi við tilfærslu verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Á árinu 1988 fluttu lyfjanefnd, lyfjaverðlagsnefnd og Lyfjaeftirlit ríkisins úr tengslum við ráðuneytið í nýtt húsnæði á Seltjamamesi. Á árinu 1989 og 1990 hefur starfsemi Manneldisráðs og sérstakt verkefni í tengslum við neyslukönnun verið til húsa í ráðuneytinu og þær Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur, og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, matvælafræðingur, haft þar starfsaðstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.