Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.01.1991, Blaðsíða 47
LÆKN ABLAÐIÐ 37 1971 og eru gildandi lög frá þeim tíma. Breytingar hafa verið gerðar á lögum um almannatryggingar næstum því árlega og stundum oft á ári. Fjöldi reglugerða er árlega settur vegna almannatryggingamála. Tryggingaráð, sem kosið er af Alþingi, fer með yfirstjóm Tryggingastofnunar ríkisins. Stofnunin skiptist lögum samkvæmt í þrjár deildir, lífeyristryggingadeild, sjúkratryggingadeild og slysatryggingadeild. Auk hinna lögbundnu verkefna hafa Tryggingastofnun verið fengin þjónustuverkefni í sambandi við lífeyrissjóði og ýmis önnur mál. Réttur til bóta úr lífeyristryggingadeild er bundinn búsetu í landinu og fæst hámarksréttur við 40 ára búsetu. Sjúkratrygging er hins vegar bundin við lögheimili, og eiga allir sem lögheimili eiga á Islandi rétt samkvæmt sjúkratryggingum. Um síðustu áramót voru sjúkrasamlög lögð niður og öll sjúkratrygging flutt til Tryggingastofnunar ríkisins þannig að sjúkratryggingadeild tók við verkefnum sjúkrasamlaga. Slysatryggingadeild annast vinnuslysatryggingar, greiddar af atvinnurekendum. Kostnaði af almannatryggingum er annars þannig háttað, að ríkissjóður greiðir allan kostnað vegna sjúkratrygginga en ríkissjóður og atvinnurekendur greiða kostnað vegna lífeyristrygginga í hlutföllunum 86:14. Lög um almannatryggingar hafa verið í endurskoðun frá árinu 1987. Er gert ráð fyrir að nýtt frumvarp um almannatryggingar verði lagt fram á þessu hausti. Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins er Eggert G. Þorsteinsson, fyrrum ráðherra. Formaður Tryggingaráðs er Bolli Héðinsson, viðskiptafræðingur. í Tryggingastofnun starfa um 170 starfsmenn. A árinu 1989 voru bótaþegar 50.187. Heildarútgjöld lífeyristrygginga árið 1989 voru 10.725 milljónir en sjúkratrygginga 8.656 milljónir. 4.2 Ríkisspítalar: Upphaf ríkisspítala má rekja til stofnunar Kleppsspítala 1907, Vífilsstaðaspítala, sem stofnaður var árið 1910 en ríkið yfirtók 1916, Kristneshælis, sem stofnað var 1927 en þó aðallega til stofnunar Landspítala 1930. A löngu tímabili eftir stofnun Landspílala gerðist lítið í sjúkrahúsmálum ríkisins í Reykjavík og nýbyggingar Landspítalans hófust ekki fyrr en 1945. Frá þeim tíma má segja að stöðug uppbygging og breytingar hafi verið á ríkisspítölum. A síðasta tuttugu ára tímabili má þar telja til merkari áfanga að flytja geðdeildarstarfsemi inn á Landspítalann og sameina þá starfsemi almennum sjúkrahúsrekstri. Verulegar breytingar hafa orðið á starfsemi sjúkrahúsanna á Vífilsstöðum og Kristnesi á þessu tímabili þar sem berklaveikisjúklingum hefur fækkað svo mjög að ekki þarf sérstök sjúkrahús fyrir þá og hafa báðir þessir spítalar verið teknir til annarra sjúkrahúsnota. Frá 1930 og til 1974 var ríkisspítölum stýrt af stjómamefnd skipaðri af ráðherra. Arið 1974 var gerð sú breyting að starfslið fékk aðild að stjómamefnd. Frá 1984 hefur Alþingi kosið meirihluta stjómamefndar, starfslið tilnefnir fulltrúa í nefndina en ráðherra skipar formann. Ríkisspítalar em sem heild langstærsta sjúkrahúseiningin í landinu með um 1050 sjúkrarúm. Þar vistast árlega um 21 þúsund sjúklingar og þar em gerðar um 12.500 læknisaðgerðir. Forstjóri ríkisspítala er Davíð A. Gunnarsson, verkfræðingur. Formaður stjómamefndar ríkisspítala er Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður. Á ríkisspítölunum em samtals um 2130 stöðuheimildir. 4.3 Landlœknir og embœtti hans: Landlæknisembættið er með elstu embættum landsins stofnað 1760. Við stofnun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis þótti nauðsynlegt að setja nýjar reglur um landlækni og embætti hans því að reglur sem þá giltu um það embætti voru frá árinu 1828. Reglugerð var sett 28. desember 1973 og em aðalstörf landlæknis: 1. Að vera ráðgjafi um allt er viðkemur heilbrigðismálum. 2. Að hafa faglegt eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstéttum. 3. Að sinna kvörtunum og kærum almennings um læknisþjónustu. 4. Að skipuleggja skýrslugerð um heilbrigðismál og sjá um útgáfu heilbrigðisskýrslna ásamt ráðuneyti. 5. Að fjalla um starfsleyfi heilbrigðisstétta og afturköllun starfsleyfa. 6. Að hafa eftirlit með notkun lyfja. 7. Að hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.