Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1991, Side 28

Læknablaðið - 15.01.1991, Side 28
20 LÆKNABLAÐIÐ eða kannabisplöntum. Leysiefnið er síðan látið gufa upp. Við það fæst grænleit þykkfljótandi kvoða, sem inniheldur oft mikið magn kannabínóíða*. Frá árinu 1969 hefur rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóla Islands, annast allar rannsóknir á ávana- og fíkniefnasýnum fyrir lögreglu- og dómsyfirvöld í landinu (1). í árslok 1988 voru sýni þessi orðin 1399. Ef undan er skilið áfengi, voru flest þessara sýna kannabis. Verður hér á eftir greint frá niðurstöðum rannsókna á kannabissýnum á þessu tímabili og þeim rannsóknaraðferðum, sem notaðar voru. EFNIVIÐUR Á tímabilinu 1969-1988 bárust til rannsóknar samtals 404 sýni, er talin voru kannabis. Mátti flokka þau eftir útliti í köggla eða duft (290 sýni), plöntuhluta (68 sýni) og olíu eða kvoðu (18 sýni). Auk þess voru 28 sýni, sem ekki urðu þannig flokkuð, svo sem kannabisfræ og ýmsir hlutir tengdir kannabisneyslu (reykjarpípur o.fl.). Langflest sýnanna komu frá embætti lögreglustjórans í Reykjavík. AÐFERÐIR Fram til ársins 1973 voru kannabissýni rannsökuð með smásjárskoðun og litarprófi (fúrfúralprófi) eins og áður hefur verið lýst (2). Var þá bætt við gasgreiningu á súlu til greiningar á tetrahýdrókannabínóli, kannabínóli og kannabídíóli. Um svipað leyti var fúrfúralprófið lagt niður, en annað litarpróf með Fast Blue B salti (3,3 dímetoxí- dífenýl-4,4-bisdíazóníumklóríð) (2) leysti það af hólmi. í árslok 1976 var síðan farið að ákvarða magn tetrahýdrókannabínóls í sýnunum með gasgreiningu á súlu. Notuð var aðferð, sem lýst var af Fairbaim og Liebmann árið 1972 (3). Hefur hún tekið allmiklum breytingum í okkar höndum frá því fyrst var farið að nota hana og þykir því rétt, að lýsa henni nánar hér á eftir. Að lokum var árið 1983 bætt við blettagreiningu á þynnu (4) til frekari sannkennslis á framangreindum kannabínóíðum. Eru þessar þrjár aðferðir, smásjárskoðun, blettagreining á þynnu og gasgreining nú notaðar til greiningar á kannabisi í rannsóknastofunni. Litarprófið (með Fast Blue B salti) er ekki lengur notað sérstaklega, en hefur verið fellt inn í blettagreininguna. Magnsákvörðun á tetrahýdrókannabínóli með gasgreiningu á súlu. Maríhúanasýni og hörð og myldin hasssýni vom mulin fínt í mortéli fyrir úrhlutun. Síðan voru vegin 100 mg af duftinu (50 mg fyrir hasssýni) og sett í 12 ml skilvinduglas með skrúftappa. Bætt var út í 10 ml af klóróformi og glasið látið velta í veltivél (ca. 50 snún./mín.) í 30 mínútur. Blandan var skilin í skilvindu og klóróformhlutanum hellt í 25 ml mælikolbu. Úrhlutunin var endurtekin öðm sinni með sama magni af klóróformi og klóróformhlutanum hellt í mælikolbuna eins og áður. Að lokum var kolban fyllt að mælistrikinu með klóróformi. Hassolía og hasssýni, sem voru of vaxkennd til þess að þau yrðu mulin í mortéli, sbr. að framan, voru í staðinn leyst upp í klóróformi. Klóróformlausnin var því næst þynnt þar til hún innihélt 2 mg hass/ml eða 1 mg hassolíu/ml. í oddmjó skilvinduglös vom mældir nákvæmlega 0,5 ml af klóróformlausnum sýnanna. Þeir voru síðan inngufaðir í glösunum við 40-50° í köfnunarefnisstraumi. Leif eftir inngufun var leyst í nákvæmlega 0,5 ml af etanóli (Merck 983), sem innihélt 0,5 mg/ml af metýltestósteróni. Að lokum var svo 1 /xl af þessari lausn sprautað í gasgreininn. í gasgreininn var einnig sprautað samanburðarlausnum, sem innihéldu þekkt magn af tetrahýdrókannabínóli (75, 150 og 300 /ig/ml) og metýltestósteróni. Metýlstestósterón var hér notað sem viðmiðunarefni (intemal standard) til þess að auka nákvæmni aðferðarinnar. Gasgreinirinn, sem notaður var til mælinganna, er af gerðinni Beckman GC-45 með logaskynjara (flame ionization detector). Súlan í greininum var 1,2 m að lengd og 2 mm að innanmáli, fyllt með 3% OV-17 á Gas Chrom Q 100/120. Hitastig í súlu var haft 265°, en 300° í önd greinisins og logaskynjara. Burðargas var köfnunarefni (Alfax N52). Var flæði þess venjulega haft 25 ml/mín. Dæmigerður gasgreiningarferill fyrir kannabissýni er sýndur á mynd 2. Til þess

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.