Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Síða 27

Læknablaðið - 15.04.1991, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 147 dagar (17) en fyrir bráðasjúklinga 8.2 dagar (18). Meðalfjöldi legudaga bráðasjúklinga, sjötíu ára og eldri, voru 17.3 dagar (17). Tafla VIII sýnir hvert sjúklingar útskrifuðust frá lyflækningadeildinni. Allir sjúklingar með skerta skilvitund við komu (87) höfðu útskrifast sex mánuðum eftir að rannsókn lauk. (Upplýsingar um samanburðarhópinn voru ekki tiltækar.) Af rannsóknarhópnum í heild dóu 16 (18%). Úr óráðshópnum dóu 12 (32%) en aðeins fjórir (8%) úr glapahópnum (p<0.01). UMRÆÐA Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að algengi miðlungs og erfiðra glapa sé á bilinu 5.6- 6.7% meðal einstaklinga 65 ára og eldri (19-21). íslenskar rannsóknir hafa sýnt að algengi miðlungs og erfiðra glapa er 10.5% við 75 ára aldur, 17.9% við 81 árs aldur og við 87 ára aldur er tíðnin 30.7%. Algengi erfiðra glapa einna er 7.8% við 81- 82 ára aldur og 15% við 87 ára aldur (1,22). Athugun á krufningaskýrslum aldraðs fólks á íslandi benti til þess að tíðni glapa færi mjög vaxandi með hækkandi aldri og fjórfaldaðist frá 70 til 90 ára (23). Nýgengi erfiðra glapa á íslandi er talin vera 1% við 74 ára aldur og 4.5% hjá 85 ára (1). Algengi glapa á lyflækningadeildum er talið hærra en almennt gerist í þjóðfélaginu (12,24-27). Niðurstöður okkur sýna að 18.4% af bráðasjúklingum 70 ára og eldri hafa afgerandi einkenni um glöp við innlögn. Það er hærri tala en sambærilegar rannsóknir (12,26) hafa sýnt, en þar reyndust 14% og 15% 65 ára og eldri hafa glöp. í finnskri rannsókn (27) reyndust 9.1% allra sjúklinga 55 ára og eldri, sem innlagðir voru brátt á lyflækningadeild, með glöp. Þessi tala er þó nokkuð lægri en í rannsókn okkar enda voru sjúklingamir mun eldri, með neðstu mörk 70 ár og meðalaldur 84.9 ár. Sjúklingar sem höfðu skýr greiningarmerki um óráð við komu voru skoðaðir aftur þegar óráðið var gengið yfir. Þá reyndust 26 þeirra einnig hafa merki um glöp og 11 eðlilega skilvitund. í heild voru því 28% af öllum bráðainnlögnum 70 ára og eldri með einkenni um miðlungs alvarleg og alvarleg glöp. Meðalaldur hópsins var tæplega 85 ár, meirihluti konur úr Reykjavík, flest ekkjur eða ekklar. Sjúklingamir komu að stórum hluta (40%) frá stofnun fyrir aldraða eða úr sambýlum við ættingja (14%). Sjúklingamir voru lagðir inn af heimilislækni eða bæjarvakt og aðaleinkenni við komu var hósti, hiti, mæði eða slappleiki (62%). Þegar tíðni glapa er raðað eftir aldurshópum, kemur í ljós að fyrir aldurinn 75-84 ára var tíðnin 15% og 12.1% fyrir 85 ára og eldri. Þessi síðastnefnda tala er mikið lægri en við var að búast miðað við tíðni glapa í þjóðfélaginu. Skýring gæti verið sú að fólk í þessum hópi dvelji að jafnaði á stofnun fyrir aldraða og minni þörf sé fyrir bráðainnlagnir á sjúkrahús. Þrjátíu og sjö sjúklingar voru innlagðir með greiningarmerki um óráð. Þessi hópur var 13.6% af heildarinnlagnarfjölda 70 ára og eldri og eru niðurstöðumar í samræmi við nokkrar breskar og norður-amerískar rannsóknir (25,28-30), en algengi óráðs meðal aldraðra sjúklinga, sem lagðir hafa verið inn brátt á lyflækningadeild, er talið vera á bilinu 9%-40% (12,14,25,28,30-32). Athugun okkar var ekki gerð með það fyrir augum að kanna hversu margir fengju óráð meðan á dvöl á sjúkrahúsinu stóð, en komið hefur fram í nokkrum rannsóknum að 25-35% aldraðra sjúklinga sýni einkenni óráðs á fyrsta mánuði dvalar á sjúkrahúsi (31). Sjúklingar með glöp fá oftar óráð (14,27) og í þeim tilfellum þar sem óráðið bætist við glapasjúkdóm getur verið mjög erfitt að greina í sundur glöp og óráð. Niðurstöður hafa birst þess efnis að þriðjungur allra öldrunarsjúklinga með glöp séu líklegir að fá óráð (33). í rannsókn okkar uppfylltu 76 sjúklingar greininguna glöp og við innlögn voru 26 (34%) þeirra með óráð. Eftir því sem glöp eru á hærra stigi eykst hættan á, að líkamleg veikindi valdi óráði (14). Attatíu og sjö (32%) höfðu óráð og glöp við innlögn en svipaðar rannsóknir hafa sýnt algengi á bilinu 20-41% (12,25,27,28,34). Flestar rannsóknir sem vitnað er til miða við yngri aldurshópa, venjulega 55-65 ára, sem neðstu mörk en einungis í einni kanadískri rannsókn (28) miðuðust mörkin við 70 ár eins og í okkar rannsókn.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.