Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1991, Page 28

Læknablaðið - 15.04.1991, Page 28
148 LÆKNABLAÐIÐ Athugun á lyfjanotkun hópanna þriggja leiddi í ljós að meðalfjöldi lyfja var sambærilegur og ekki var mismunur á einstökum lyfjaflokkum. Vitað er að lyf geta valdið óráði (31) og til þess að kanna það frekar var sérstaklega athuguð notkun geðlyfja. Stór hluti þeirra sem höfðu óráð og glöp notuðu geðyf. Sérstaklega var notkun sefandi geðlyfja (neuroleptics) áberandi og þunglyndislyfja (antidepressives) hjá glapahópnum. Það hlýtur að endurspegla tilraun meðferðaraðila til þess að reyna að meðhöndla þau geðrænu einkenni sem fylgja oft skertri skilvitund. Notkun róandi lyfja og svefnlyfja er hlutfallslega eins í öllum hópunum þremur og í ljós kom að tæplega þriðjungur hópsins notaði einhver svefnlyf við komu og einn af hverjum tíu notaði róandi lyf. Fjórðungur notaði tvö eða fleiri geðlyf. Margar ástæður geta verið fyrir óráði og má nefna hægðatregðu, heilablóðfall, staðbundna heilaæðaskemmd, eitlakrabbamein, ofstarfsemi kölkunga og fjölda lyfja. Vítamínskortur (einkum B-vítamín) og langvinn áfengisneysla (oft dulin) geta framkallað glöp og óráð. Veirusýkingar í heila (t.d. alnæmi) valda oft skerðingu á skilvitund. Það er einnig þekkt að geðbrigðasjúkdómar (affect disorders) geta valdið ástandi sem líkist óráði (pseudodelirium). Nokkrir starfrænir geðsjúkdómar geta valdið einkennamynstri ógreinanlegu frá óráði. Því geta fjölmargir líkamlegir sjúkdómar kallað fram óráð meðal aldraðra og á það sérstaklega við um Alzheimer-sjúkdóm og heilasjúkdóma af völdum æðakölkunar (14,28,30,31,35). í athugun okkar var hjartabilun (congestive cardiac failure) talin hafa valda óráðsástandi í þremur tilvikum af hverjum tíu og heilablæðing (stroke) og sýking (sepsis) í fjórum tilvikum af tíu. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir (14,30-32,36) en oft er fleiri en ein orsök fyrir óráði meðal aldraðra (36). Einkenni sem sjúklingar höfðu við komu endurspegla greiningar á læknabréfum. Þegar litið var á læknabréf sjúklinga í glapahópnum reyndust sjö af 50 (14%) hafa skrásett glöp (Dementia; 290) sem aðalgreiningu (fyrsta greining) en væri litið á allar greiningar voru 18 (36%) með greininguna glöp. í hópnum með óráð, þar sem 26 höfðu skilmerki DSM- III-R um glöp fékk enginn sjúklingur glöp sem aðalgreiningu en fjórir (15%) fengu glöp (Dementia; 290) sem aðra greiningu á læknabréfi. Telja má að greining glapa í læknabréfum í aðeins 36% tilvika stafi af vangreiningu. Glöp hafa veruleg áhrif á meðferð og horfur sjúklinga og túlka þarf allar klínískar upplýsingar í ljósi þess. Þau skimpróf sem notuð voru eru í eðli sínu svo gróf að þau ná aðeins til miðlungs og erfiðra glapa. I reynd hlýtur það að skipta verulegu máli með tilliti til árangurs meðferðar. Sjúklingar sem höfðu merki um óráð við innlögn voru mjög veikir líkamlega og dóu 12 ( 37%) meðan á dvöl á lyflækningadeildinni stóð en 8% þeirra sem höfðu einungis glöp. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að dánartíðni sjúklinga með óráð er há, 18-37% (25,28). Líta verður á aldraða sjúklinga með óráð sem mjög alvarlega veika einstaklinga með skertar batahorfur. Meta þarf nákvæmlega sjúkdómseinkenni þessara sjúklinga og meðferð svo takast megi að forða andláti eða draga úr langvinnum veikindum. Læknar sem taka á móti bráðveiku, öldruðu fólki á sjúkrahúsum þurfa því að geta notað einföld skimpróf. Astæða er til að mæla með notkun MSQ í fyrstu skimun á skilvitund. Þegar frekari athugunar er þörf má nota MMSE til dæmis þegar einkenni eru væg eða áfram er grunur um skilvitlega truflun og MSQ gagnast ekki. Þessi tvö próf hafa þegar öðlast viðurkenningar og eru notuð víða um heim (8,10,12,13,26,37). SUMMARY A prospective study of 272 patients, 70 years and older, admitted as an emergency to the medical department at Borgarspítalinn, Reykjavík, lceland, was carried out to evaluate the causes, outcome and prevalence of delirium and dementia. Cognitive function was assessed with Mental Status Questionnaire (MSQ) and Mini-Mental State Examination (MMSE) and further evaluated by Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, 3rd Edition, Revised (DSM-III-R) for delirium and dementia. Severe cognitive dysfunction was present in 32% of all acute medical admissions further evaluated as dementia 18.4% and delirium in 13.6%. Concurrent

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.