Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1991, Page 54

Læknablaðið - 15.04.1991, Page 54
170 LÆKNABLAÐIÐ sama sjúkdóminn« (5). Ef við trúum á það, að markaðsöflin verði til góðs, þurfum við nefnilega að trúa því með Adam Smith, að maðurinn sé frá náttúrunnar hendi búinn þeim eiginleikum, sem eins og hulin hönd leiði einstaklingana til þess að vinna að almannahag, þó að þeir telji sig einvörðungu vera að tryggja eigin ábata. SAMEIGINLEGT TUNGUMÁL Nú má bera fram spuminguna, sem varðar miklu um aðild okkar að sameiginlegri norrænni menningu: Eigum við að skrifa á »skandinavísku«? Hvers vegna eigum við að vera að gefa út Nordisk Medicin, þegar við getum hugsanlega náð til margfalt fleiri lesenda með því að skýra blaðið Nordic Medicine (and go the whole hog and become Scandinavians publishing in English)? Við eigum hér við menningarvanda að stríða, en búum samtímis við tímaritakreppu, sem einn af ritstjórum Ugeskrift for Læger, Allan Krasnik, hefir lýst á eftirfarandi hátt (7): »Innan læknisfræðinnar á hver sjúkdómur, hvert líffæri og hver aðferð sitt tímarit og því harðnar samkeppnin enn. Almennu tímaritin verða áfram að hasla sér völl við hlið sértímaritanna og þar gildir, að lesendahópurinn verður sífellt sundurleitari. Sameiginlegur orðaforði og sameiginleg áhugamál verða minna áberandi. Hver er lesendahópurinn, hver eru áhugamálin og hvemig getum við tjáð okkur þannig að allir skilji?« Hvað er það svo, sem við höfum að segja hvert við annað á síðum Nordisk Medicin, þessa almenna tímarits? Eg tel, að á næstu árum munum við fremur en nokkru sinni fyrr, hafa þörf fyrir þetta sameiginlega norræna málgagn. Þar getum við rætt sameiginlega norræna reynslu, viðfangsefnin í heilbrigðisþjónustunni, ný rekstrarform og hvemig þau hafa gefist, kennslu lækna og hvaða nýjungar eru þar á ferðinni, samnorrænar rannsóknir og þróunarstarf. Við þurfum að vita hvað við eigum sameiginlegt, þannig að við getum komið sameiginlega fram sem tuttugu milljón manna þjóðaheild. Ef við rifjum upp markmið norræns samstarfs, eins og það er sett fram í samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, þá er þar lögð þung áherzla á samhengi milli starfsemi innanlands, á norrænum og á alþjóðlegum vettvangi. Einnig að norrænu þjóðimar efli fjölþjóðlegt samstarf í því skyni að auka afrakstur innanlands og auka vægi norrænna viðhorfa á alþjóðlegum vettvangi. HEIMILDIR 1. Program for Nordisk Ministerráds samarbeid innenfor helse- og socialsektoren. NU 1988:3. Köbenhavn: Nordisk Ministerrád, 1988. 2. Skýrsla Júlíusar Sólnes samstarfsráðherra um störf norrænu ráðherranefndarinnar 1989-1990. (Lögð fyrir Alþingi á 112. löggjafarþingi 1989-90). Sþ. 353, 610. mál. Reykjavík: Skrifstofa Norðurlandamála, 1990. 3. Mondrup Braad P. Den Europeiska Gemenskapen och sjukvárden. Föredrag pá Nordisk halso- och sjukvárdskonferens, Reykjavik í maí 1990. 4. The Constitution of the World Health Organization:...»Govemments have a responsibility for the health of their peoples which can be fulfilled only by the provision of adequate health and social measures.« 5. Council of Europe: Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms of 4 November 1950. 6. Wulff HR. Siðfræði á samfélagsstigi. Læknablaðið 1990; 76: 124-30. 7. Krasnik A. Tímarit um læknavísindi. Hvað er framundan? Læknablaðið 1989; 75: 415-9. (Greinin er byggð á erindi um sama efni, sem flutt var á Nordisk halso- och sjukvárdskonferens í Reykjavík í maí 1990).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.