Læknablaðið - 15.10.1991, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ
299
hjartans (mynd 2). Venjulega er vinstri gátt
sá hluti hjartans er fyrst blasir við og einkum
sést ullinseyra (auriculum) gáttarinnar vel.
Gáttaskilveggur sést og að jafnaði glöggt
og innkoma lungnabláæða að hluta í vinstri
gátt. Þegar ómslangan er færð lengra niður í
vélindað eru stærri hlutar hjartans sjáanlegir
og oftast skoðaðir í skammás og að hluta í
langás. Mítur-, ósæðar-, og þríblöðkulokumar
sjást mjög vel og útstreymisrás vinstri slegils.
Utstreymisrás hægri slegils, lungnaæðarlokan
og aðallungnaslagæðin sjást hinsvegar miður
vel í þversniði. Starfsemi vinstri slegils er
auðvelt að meta bæði í skammás og langás,
þó yfirleitt sjáist broddur hans takmarkað. Ef
ómslangan er að lokum færð niður í maga og
snúið um 180 gráður sést ósæðin og má fylgja
brjóstholshluta hennar á meðan ómslangan er
aftur dregin upp vélindað. Osæðarbogi sést og
ágætlega með uppruna hálsæða, en sá hluti
ósæðarinnar er liggur aftan við barka og hægri
lungnaberkju sést illa (2).
NIÐURSTÖÐUR
Aðalábendingar. (Mynd 3). Algengasta
ábendingin var gmnur um sýkingu á .
hjartalokum (hjartaþelsbólgu) hjá 14
sjúklingum. Þar af vom sex með gerviloku og
einn með meðfæddan hjartasjúkdóm. Önnur
algengasta ábending var gmnur um starfræna
tmflun á gerviloku hjá átta sjúklingum. Eru
þá undanskildir þeir er gmnaðir voru um
virka eða gamla sýkingu, en gervilokan
t.d. grunuð um að vera segalind. Þriðja
algengasta ábending fyrir hjartaómun um
vélinda var gmnur um lokugalla hjá fimm
sjúklingum, oftast míturlokuleka. Gmnur um
ósæðarsjúkdóma var ábending hjá fjórum
sjúklingum, bæði gúlmyndun eða þrengsli.
Aðrar sjaldgæfari ábendingar vom leit að
segalind hjá ungum sjúklingi með heilaáfall,
gmnur um æxli í vinstri gátt við hefðbundna
hjartaómun er ekki staðfestist við ómun um
vélinda, og mat á leiðréttri víxlun (corrected
transposition) á stóm æðum hjartans hjá
einum sjúklingi.
Samspil ábendinga. í sumum tilvikum gat
verið um blandaða ábendingu að ræða fyrir
rannsókninni, einkum hjá sjúklingum með
gervilokur. Af 14 sjúklingum er vom með
gerviloku voru átta með hana í ósæðarlokustað
og sex í míturlokustað. Við hjartaómun um
vélinda vom sex sjúklingar grunaðir um virka
Aðrar ábendingar (8.8%)
Ósæðarsjúkdómur (11.8%)
Lokugalli (14.7%)
Gerviloku slarlslrudun (23.5%1
Hjartaþelsbólga (41,2%)
Mynd 3. Aðalábendingar fyrir hjarlaómun um vélinda.
sýkingu á gerviloku, eða höfðu grunsamlegar
menjar um eldri sýkingu. Flestir vom með
holrúmsmyndun við gervilokuhringinn og los
með leka. I sex tilvikum sáust breytingar er
bentu til þess að gervilokan væri uppspretta
smásegareks. Hjá tveimur sjúklingum var
gerviloka talin eðlileg, en annar þessara
sjúklinga var að auki með míturlokuþrengsli
og leka í eigin loku. í þremur sjúklingum
með míturgerviloku sást forstig sega sem
hvirfilmyndun (spontaneous echo contrast)
og/eða segi í stækkaðri vinstri gátt. Samskonar
fyrirbæri sást hjá þremur öðmm sjúklingum,
þar af voru tveir með ósæðarlokusjúkdóm eða
gerviloku og einn með míturlokuþrengsli.
Ef litið er á þá fimm sjúklinga er höfðu
klínísk einkenni um segarek, voru þrír með
gervilokur, einn með lokusjúkdóm og einn
annar taldist hafa eðlilegar lokur. Oft var
ábending rannsóknar flókið samspil þátta, til
dæmis hjá sjúklingi með ósæðargerviloku er
hafði fengið segarek niður í vinstri fót, og var
að auki með væg míturlokuþrengsli.
Ómun í hjartaaðgerð. Hjá fimm sjúklingum
var hjartaómun um vélinda gerð meðan
á hjartaskurðaðgerð stóð. Algengustu
ábendingar hér vom mat á míturlokuleka
fyrir og eftir míturlokuaðgerð, og mat á
leka í ósæðargervilokum eftir enduraðgerð
vegna sýkingar og lokuloss. í einu tilviki
benti hjartaþræðing til verulegs míturlokuleka
hjá sjúklingi er einnig var með mikinn
ósæðarlokuleka. Hjartaómun um vélinda undir
aðgerð staðfesti alvarleika ósæðarlokulekans
og háan fylliþrýsting í vinstrí slegli, en