Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1992: 78: 3-7. 3 Friðrik Kristján Guðbrandsson MIÐEYRNABÓLGUR OG MIÐEYRNAVÖKVI í ÍSLENSKUM BÖRNUM ÁGRIP Til rannsóknarinnar sem hér er greint frá völdust 108 böm, sem meðhöndluð voru vegna miðeymabólgu á árunum 1986-1989. Hjá bömum með bráða miðeymabólgu ræktaðist H. influenzae í 54% í hreingróðri. I þeim tilvikum þar sem hljóðhimna hafði brostið vegna sýkingar, ræktaðist H. influenzae og S. pneumoniae saman í 58% sýna úr miðeyra. I hópi bama með langvarandi vökvaslím í miðeyra kom í ljós, að enginn vöxtur reyndist vera í 60.5% sýna. S. aureus var algengasta bakterían sem óx úr sýnum frá börnum með langvarandi útferð úr miðeyra. Niðurstöður benda til þess að H. influenzae sé algengari í bráðri miðeyrnabólgu hérlendis en annars staðar. Jafnframt ræktast meinvaldandi bakteríur í 40% tilvika úr vökvaslími í miðeyra. INNGANGUR Miðeymabólga með vökva (otitis media cum effusione - OME) er einn algengasti sjúkdómur bama á Islandi, sem og víðar á Vesturlöndum. Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að a.m.k. 70% bama hafa fengið miðeyrnabólgu einu sinni eða oftar við fimm ára aldur (1,2). Allt að 10% barna með bráða miðeyrnabólgu mynda langvarandi vökva í miðeyra sem nemur þremur mánuðum eða lengur (3,4). Miðeyrnabólga með vökva orsakast af samspili margra þátta. Veirusýkingar í efri öndunarvegum og vanstilling á kokhlust stuðla að myndun eymabólgu og vökva í miðeyra sem getur verið með ýmsu móti: - með greftri - (otitis media purulenta - POM), - með þunnfljótandi vessa - (otitis media serosa - SOM), - með seigu slími - (otitis media mucoidea - MOM) (5). Frá háls-, nef- og eymadeild Borgarspitala. Mynd I. Samfella miðeyrnabólgusjúkdómsins. Jafnframt getur miðeymabólga orðið langvinn með vefrænum breytingum á hljóðhimnu og miðeyra ásamt útferð úr eyranu (otitis media chronica - COM) (6). Líta má á sjúkdóminn sem mismunandi stig í samfellu atburða er leitt geta til ýmissa afleiðinga, þótt batinn sé algengastur (7), (sjá mynd 1). Rannsóknir hafa leitt í ljós vöxt baktería úr miðeyra í allt að 70% tilfella með bráða miðeyrnabólgu (POM) (8-10) og í um 30- 50% tilvika þegar um langvarandi slímsöfnun (MOM) er að ræða (11,12). Niðurbrotsefni baktería finnast jafnframt í enn fleiri tilfella ef að er leitað og eru talin eiga þátt í að viðhalda langvarandi slfmmyndun (13,14). í bráðasýktum eyrum (POM) ber helst að geta, að Streptococcus pneumoniae vex í um 30% sýna og Haemopliilus influenzae í um 20% (15,16). I þeim tilfellum þar sem bakteríur vaxa úr langvarandi slími úr miðeyra finnast //. influenzae, S. pneumoniae, Staphylococcus epidermidis og Moraxella catarrhalis oftast (11).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.