Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1992: 78: 2.1-31.
23
Tómas Zoéga, Júlíus Björnsson, Tómas Helgason
SAMANBURÐUR Á GEÐLYFJAÁVÍSUNUM
UTAN SJÚKRAHÚSA í REYKJAVÍK
í MARS 1989 OG í MARS 1984
ÁGRIP
Gerður var samanburður á geðlyfjaávísunum
utan sjúkrahúsa í Reykjavík í mars 1989 og í
mars 1984. Safnað var saman öllum lyfseðlum
á geðlyf er Reykvíkingar fengu í mars 1989.
Upplýsingar sem fram komu á lyfseðlunum
voru skráðar og flokkaðar. Niðurstöður voru
bomar saman við samskonar athugun sem
gerð var í mars 1984 (1). Fjöldi lyfseðla á
geðlyf sem hver sjúklingur fær er óbreyttur
eða 1.3 á mánuði. Konur fá áfram nálægt 65%
allra lyfseðla á geðlyf. Lítilsháttar fækkun
varð á lyfseðlum á róandi lyf en fjölgun varð
á ávísunum á svefnlyf. Fjölgunin á sér stað
fyrst og fremst á þeim lyfseðlum þar sem litlu
magni af lyfjum er ávísað. Töluverð aukning
hefur orðið á skilgreindum dagskömmtum
(SDS) í flokki geðdeyfðarlyfja bæði hjá
konum og körlum. Algengi geðlyfjanotkunar
vex fram að 75 ára aldri.
INNGANGUR
Lyfjanotkun af ýmsu tagi hefur í vaxandi mæli
verið undir smásjánni, bæði vegna kostnaðar
og hugsanlegra aukaverkana. Geðlyfjanotkun
er mismikil á Norðurlöndum (2). Ekkert
bendir þó til þess að verulegur munur sé
á tíðni geðsjúkdóma í þessum löndum.
Geðsjúkdómar eru mjög algengir og hefur
viðeigandi lyfjameðferð bætt mjög horfur
margra sjúklinga og líðan þeirra. Geðlyf eru
yfirleitt hluti af annarri meðferð sem notuð er.
Margir halda að notkun svefnlyfja og róandi
lyfja sé of mikil. Settar hafa verið takmarkanir
á hámarksskammta og töflustærð bæði róandi
lyfja og svefnlyfja (3,4) og hefur það haft
áhrif á notkun þessara lyfja (4,5). Minni
umræða hefur verið um notkun sefandi lyfja
og geðdeyfðarlyfja.
Frá geödeild Landspítalans. Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Tómas Zoéga.
Mikilsvert að er geðlyfjameðferð sé hnitmiðuð
og að sjúklingar fái þá meðferð sem best er
talin. Stundum kunna geðlyf að vera ofnotuð
en f öðrum tilvikum eru þau ekki gefin, þegar
lfklegt er að þau geti gert gagn eða gefin í of
litlum skömmtum.
Nauðsynlegt er að upplýsingar um
geðlyfjaávísanir og breytingar á þeim séu sem
gleggstar og er þessi rannsókn þáttur í þeirri
viðleitni. Sams konar athugun var gerð í mars
1984 (1,6,7).
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Skráðir voru allir lyfseðlar (einnig þeir sem
sjúklingar greiddu að fullu) á geðlyf er íbúar
Reykjavíkur fengu í mars 1989. Með leyfi
tölvunefndar og samþykki landlæknis voru
upplýsingar skráðar í gagnagrunn. I samráði
við Sjúkrasamlag Reykjavíkur og lyfsala
í Reykjavík var lyfseðlum, sem afgreiddir
voru í apótekum þar, safnað saman og
þeir tölvuskráðir á geðdeild Landspítalans.
Allar upplýsingar sem fram komu á
lyfseðlunum voru skráðar og flokkaðar í fimm
tegundir samkvæmt ATC-kerfi (Anatomical-
Therapeutical-Chemical Classification) (8).
Lyfjamagn á hverjum seðli var umreiknað í
skilgreinda dagskammta (SDS) (Defined Daily
Doses=DDD) eins og þeir voru 1984, þannig
að magntölur eru sambærilegar við það sem
kemur fram í fyrri grein (I). Skilgreiningar
á SDS nýrra lyfja liggja fyrir (9). Kyn- og
aldursskipting Reykvíkinga miðast við 1.
desember 1989 (10).
Tölfræðilegur samanburður var gerður með kí-
kvaðrat prófunum eða útreikningi á staðalvillu
mismunar hlutfallstalna.
NIÐURSTÖÐUR
I mars 1989 fengu 4987 einstaklingar
í Reykjavík afgreidd geðlyf í apóteki.
Lyfseðlafjöldinn reyndist vera 7070, og á
lyfseðlununi voru 8882 ávísanir á geðlyf.