Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 22
20
LÆKNABLAÐIÐ
Af sænskum og íslenskum niðurstöðum
um tíðni hækkaðs sermiskalks (18-20)
og að verulegur hluti þessa hóps sé með
kalkvakaóhóf, má ætla að aðeins lítill
hluti sjúklinga með kalkvakaóhóf komi til
skurðlæknismeðferðar hér á landi. Ástæður
þessa geta verið þær að greiningu sé
ábótavant. I annan stað gætu viðhorf lækna
sem um þessa sjúkdóma fjalla verið íhaldssöm
varðandi skurðlækningu.
Niðurstöður þessarar könnunar, þ.e. að nærri
90% sjúklinga fái eðlilegt sermiskalk, að tíðni
tímabundinna fylgikvilla sé mjög lág og að
engin varanleg mein hljótist af aðgerð, sýna
að þeirra vegna er ekki ástæða til íhaldssemi
varðandi skurðlækningu á þessum sjúkdómi
hér.
Stærð, þyngd og vefjagerð kirtilæxlanna í
þessari rannsókn er mjög svipuð því sem aðrir
hafa lýst (22-24,37). I einu tilfelli var um að
ræða tvö kirtilæxli samtímis. Þau eru fátíð en
hefur þó verið lýst í 1-5% tilfella (22,23). Tvö
tilfelli greindust af rauðfrumu kirtilæxlum,
en þau eru sjaldgæf (3-7.8%) og fram undir
lok áttunda áratugarins voru þau álitin vera
óstarfhæf. Á síðustu árum hefur hins vegar
verið sýnt fram á að þau valda kalkvakaóhófi
og sjúklingar fái bata við brottnám (38).
Svo reyndist í báðum þeim tilfellum sem
greindust á Borgarspítala. í einu tilfelli
kirtilæxlis var saga um geislajoðmeðferð
vegna skjaldvakaóhófs, en samband virðist
á milli geislameðferðar á hálslíffæri og
kalkvakaóhófs (39). Kalkkirtilæxli greindist
hjá einum sjúklingi með æxlamergð vakakirtla
(multiple endocrine adenomatosis - MEA),
sem er óvanalegt, þar sem oftast er um að
ræða vefjaauka hjá þannig sjúklingum (23).
I báðum vefjaaukatilfellunum voru allir
kölkungamir stækkaðir, en þó misjafnlega
mikið í hvoru tilfelli um sig, en vefjagerðin
var ntjög ámóta í báðum tilfellum og að mestu
leyti uppbyggð af meginfrumum.
Ýmis vandamál koma upp í sambandi
við vefjagreiningu kölkunga sem valda
kalkvakaóhófi og engin vefjafræðiteikn
leyfa örugga aðgreiningu kirtilæxlis frá
vefjaauka þegar einn stakur kölkungur er
tekinn til vefjaskoðunar. Gildir einu hvort
um frystiskurðarrannsókn eða rannsókn á
varanlegum sneiðum er að ræða. Vefjagerð
er oft sú sama bæði í góðkynja kirtilæxli og
vefjaauka og vefjafræðileg skilmerki skortir
til að greina með vissu þarna á milli. Aukin
stærð og þyngd kölkungs aðskilur hann frá
eðlilegum kalkkirtli en hjálpar að öðru leyti
ekki til við mismunagreiningu kirtilæxlis og
vefjaauka (23). Stærð og þyngd kölkunga
er mjög misjöfn í þessum sjúkdómum og
í sumum tilfellum er ósamhverf stækkun
kölkunga við vefjaauka þannig að einn
kölkungur er stækkaður en hinir eðlilegir eða
einungis lítillega stækkaðir. í þeim tilfellum
er ekki hægt að greina milli kirtilæxlis og
vefjaauka við skurðaðgerð. Margir hafa því
bent á nauðsyn þess að vefjasýni sé ávallt
tekið frá að minnsta kosti einum eðlilega
útlítandi kölkungi auk hins afbrigðilega (23-
25,37).
ÞAKKIR
Þakkir eru færðar Þorgeiri Þorgeirssyni
yfirlækni meinafræðideildar
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri,
sem góðfúslega lét í té upplýsingar um
vefjagreiningu sjúklinga sem þar voru
greindir, svo og Jóhanni H. Jóhannssyni fyrir
ábendingar um íslenskt orðfæri.
SUMMARY
We did a clinical and pathological study of 34
patients (27 females and 7 males) operated on for
primary hyperparathyroidism during a 5 year period
1985-1989 at the Reykjavík City Hospital. Of these
28 patients became normocalcemic immediately
after operation, 2 patients needed medical treatment
for hypoparathyroidism for several months.
Four patients had a persistent hypercalcemia.
two of those were successfully reoperated on
after localization of a parathyroid adenoma
with the help of selective venous sampling and
angiography in one case and thallium-technetium
subtraction scintigraphy in the other. Two patients
relapsed but they have only mild and symptomfree
hypercalcemia. Two patients still have slight
persistent hypercalcemia. Two patients suffered
transient unilateral vocal cord paralysis. No other
complications were noticed. The operative success
rate is 88.2%.
Histological diagnosis was confirmed in 31
patients, 29 patients (93.5%) had adenoma, two
patients (6.5%) had hyperplasia. There was one
case of double adenoma. Two patients had oxyphil
cell adenoma. In one case of adenoma there was
a previous history of radioiodine treatment for