Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 42
38
LÆKNABLAÐIÐ
Það er ekki auðvelt að yfirfæra þessa
umræðu á íslenskar aðstæður. Til þess
skortir upplýsingar um konur og karla í
læknastétt. A tímum vaxandi atvinnuleysis
meðal sérfræðinga má þó gera ráð fyrir
auknum kröfum um nám og störf við
stöðuráðningar. Það er því ungum konum
ef til vill mikilvægara nú fremur en nokkru
sinni fyrr að stunda nám sitt vel, undirbúa
sémám vandlega, slá ekki af kröfum um
rannsóknavinnu og skorast ekki undan
tækifærum, sem fela í sér stjómun og ábyrgð.
Hvernig er staðan hér á landi: í vor eru
74 ár liðin frá því að fyrsta íslenska konan,
Kristín Olafsdóttir, lauk námi úr læknadeild
Háskóla Islands. Kristín starfaði sem læknir
í Reykjavík til æviloka 1971. Hún var gift
og átti þrjú böm. Katrín Thoroddsen lauk
námi frá Háskóla Islands vorið 1921 og hlaut
fyrst íslenskra kvenna sérfræðiviðurkenningu,
vorið 1927. Katrín starfaði sem læknir
í Reykjavík frá 1926, var yfirlæknir
Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur og síðar
bamadeildar Heilsuvemdarstöðvarinnar. Hún
var ógift og bamlaus. Margrét Guðnadóttir
varð fyrst kvenna prófessor við læknadeild
Háskóla íslands árið 1969. Hún lauk námi
frá Háskóla íslands 1956. Hún starfaði sem
sérfræðingur í veirufræði við Tilraunastöð
Háskóla íslands 1960-1969, var prófessor
í sýklafræði frá 1969 og forstöðumaður
rannsóknastofu í veirufræði frá 1974. Margrét
á tvö böm.
Alls hafa 222 konur hlotið lækningaleyfi á
íslandi frá 1917 til 1990. Á sama tíma hafa 66
Fjöldi kwnna útskrifaðar frá lœknadeild Háskála
Islands, seni hlotið hafa íslenskt lœkningaleyfi.
1917-1970 40
1971-1990 182
Samtals 222
Konur í lœknastétt sem hlotið hafa séifra'ðiviðurkenningu á Islandi.
Sérgrein 1917-1970 1971-1990 Samtals
Barnalækningar 5 3 8
Lyflækningar 3 8 11
Skurölækningar 1 1
Svæfingalækningar 2 (1) 3 (1) 5 (2)
Geölækningar 7 6 13
Augnlækningar 2 2 4
Kvenlækningar 1 5 6
Rannsóknagreinar 3 10 13
Heimilislækningar 7 7
Samtals 24 44 68 (Hjá 66 konum)
Frá skóladagheimilisdeildinni á Mýri. Ljósm: -hþ-
konur hlotið sérfræðiviðurkenningu á Islandi.
Eins og sjá má í nteðfylgjandi töflum eykst
fjöldi kvenna í læknastétt verulega eftir 1970.
Hvað kennslu í læknadeild varðar eru nokkrar
konur stundakennarar við deildina, tvær eru
dósentar og ein prófessor.
Lítið er vitað um viðhorf íslenskra kvenna til
sémáms. Hvemig konur velja sér sérgreinar
og við hverju þær búast að loknu námi.
Hvaða áhrif fjölskyldan hefur á starfsval eða
vinnutíma. Hvort bameignir og uppeldisstörf
draga úr möguleikum kvenna til stöðuveitinga
eða metorða í læknastétt. Hvort konur verða
fyrir áreitni í starfi vegna kynferðis. Hvort
veita þarf konum tímabundinn forgang að
stöðum til að jafna mun milli kynjanna.