Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 17 10 MHz, geiralöguðum ómhaus, eða Acuson 128, 5 MHz línulegum ómhaus. Kalk í sermi (mmól/1) fyrir aðgerð miðast við hæsta gildi hvers og eins. Miðað er einnig við hæsta gildi kalkvaka, viðmiðunargildi 0.5-1.5 míkrógr./l, mælt á rannsóknadeild Borgarspítalans með RIA-aðferð, sem notar mótefni gegn miðhluta kalkvakasameindarinnar [53-68]. Rannsóknarefni frá Cambridge Medical Technology Corporation USA (26). Eðlilegu sermiskalki var talið náð ef mæling sýndi að það lá innan viðmiðunarmarka (2.20- 2.55 mmól/1) áður en einn mánuður var liðinn frá aðgerð. Lega æxlanna er miðuð við mat skurðlæknis á þvf, hvort um sé að ræða æxli í efri/neðri hægri eða efri/neðri vinstri kirtli, burtséð frá því hvort lega kirtilsins var »eðlileg«. Raddbönd 26 sjúklinga voru skoðuð eftir aðgerð með óbeinni kokspeglun af háls- nef- og eymalækni. Leitað var í tölvuskrá RH í meinafræði að upplýsingum um alla sjúklinga með vefjagreininguna kirtilæxli eða vefjaauki í kölkungum árin 1985-1989. Þannig fengust upplýsingar um 62 sjúklinga af landinu öllu, 61 var greindur með skurðsýnum en einn við krufningu. Af 61 sem greindir voru með skurðsýnum var 31 sjúklingur vistaður á Borgarspítala. ÖIl vefjasýni og vefjasvör þeirra voru endurskoðuð af einum höfunda (HJÍ). Könnuð var stærð, þyngd og vefjagerð hinna afbrigðilegu kölkunga, stærð (mesta þvermál í sm) og þyngd (g) miðast við fersk sýni eftir að þau bárust RH í meinafræði. Samsvarandi upplýsingar voru fengnar frá FSA og þannig fundinn fjöldi allra sýna af landinu, alls 64 tilfelli (54 konur og 10 karlar). Mynd 2 sýnir fjölda sjúklinga, sem sýni bárust frá hvert ár og eru sjúklingar Borgarspítala aðgreindir. Tölfræðileg tengsl voru metin með stuðli Pearsons (Pearson’s correlations coefficient). NIÐURSTAÐA Af 10 sjúklingum með nýrnasteina höfðu sjö yfir þriggja ára sögu (meðaltal 8.5 ár) um nýmasteina og eðlilegt sermiskalk. Tafla II sýnir sermiskalk sjúklinganna fyrir aðgerð. Meðaltal sermiskalks við eða tveimur mánuðum eftir útskrift var 2.29 mmól/1. Meðaltal kalkvaka í sermi 33 sjúklinga fyrir aðgerð var 5.84 míkrógr/1 (spönnun 1.5-23.9). Fjöldi sjúklinga □ Aörir BBsp Mynd 2. Skráfiir sjúklingar mei) kalkkirllasjúkdáma á RH og FSA I9H5-/9H9 (n=64). Tafla II. Sermiskalk (mmólll) fyrir aógert) (n=S4). mmól/l Fjöldi Eðlilegt . (< 2.55) 1 Væg hækkun . . (2.55-2.80) 9 Miölungs hækkun (2.81-3.10) 19 Mikil hækkun.. . (>3.10) 5 Meðalta! 2.91 mmól/l, (spönnun 2.41-3.61) Kalkvaki (míkrógr/l) Sermiskalk (mmól/l) Mynd 3. 2 Kalkvaki sem fall af sermiskalki (n=S2. r=0.S97. p=0.0222). Hjá einum sjúklingi fannst æxli í kalkkirtli óvænt við skjaldkirtilsaðgerð og var því ekki mældur kalkvaki enda sermiskalk þess sjúklings eðlilegt. Mynd 3 sýnir kalkvaka, sem fall af sermiskalki. Fylgnistuðull er lágur, en þó er p=0.0222. Mynd 4 sýnir stærð æxlis, sem fall af sermiskalki og mynd 5 kalkvaka sem fall af stærð æxlis. I hvorugu tilvikanna er fylgni marktæk. Staðsetning æxlis með ómsjá var athuguð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.