Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 13 og formaður stjómar Ríkisspítalanna. Sviðakerfi spítalanna verði breytt þannig, að í stað núverandi 13 sviða, komi þrjú svið: Lyflækningasvið, handlækningasvið og rannsóknasvið og verði sviðsstjórar læknar, hver um sig í að minnsta kosti 75% stjómunarstarfi. Nú kunna menn að spyrja: Hvað með stjómunarsviðið? Svarið er að skrifstofa Ríkisspítalanna á að þjónusta þá starfsemi, sem rekin er á spítölunum. Hún á að heyra undir stjóm spítalans, hafa sérstakan skrifstofustjóra, en forstjóri á að vera æðsti yfirmaður hennar. Hún á, svipað og skorimar, að hafa sjálfstæðan fjárhag og á að hafa svigrúm til að taka að sér verkefni fyrir aðrar heilbrigðisstofnanir, og á sama hátt á hún að geta boðið út sérhæfð verkefni. I stjórn spítalanna verði þrír sviðsstjórar, hjúkrunarforstjóri, formaður læknaráðs og forstjóri Ríkisspftalanna, sem verði formaður stjórnar. Þessi stjóm sér um daglegan rekstur stofnunarinnar og er ábyrg gagnvart stjómamefnd, en stjómamefndin markar stefnu fyrir spítalana og er tengiliður milli þeirra og stjórnvalda. Hlutverk stjórnarinnar er hins vegar að framkvæma stefnu stjómamefndar og deila fjárveitingum milli einstakra skora eða deilda, en stjóm hverrar skorar ráðstafar því fé sem ætlað er til starfsemi hennar. Valddreifingin er í því fólgin að einstakar starfseiningar, það er að segja skorir, hafi óskorað vald til að ráðstafa því fé, sem ætlað er til starfsemi þeirra, hvort sem það felst í að auka eða bæta tækjakost, fjölga eða fækka starfsfólki. LOKAORÐ Við hljótum öll að viðurkenna, að það verður hlutverk stjórnmálamannanna, héðan af sem hingað til, að ákveða hve miklu fé verði varið til einstakra málaflokka, þar á meðal til heilbrigðismála, en til að deila því fé farsællega milli einstakra þátta þarf fagþekkingu. Að því er heilbrigðismálin varðar, er þá fagþekkingu fyrst og fremst að finna hjá heilbrigðisstéttum og þá sérstaklega hjá læknum. En til þess að geta axlað þá ábyrgð sem því fylgir verða menn líka að taka ábyrga afstöðu. Ef læknar ætla sér að axla vaxandi ábyrgð og áhrif í heilbrigðiskerfinu verða þeir að sætta sig við það, að minnsta kosti tímabundið á ferli sínum að sinna stjórnunarstörfum, eingöngu eða nær eingöngu. Þeir verða líka að læra að horfa út fyrir þá sérgrein sem þeir eru fulltrúar fyrir og hafa lært og sjá hana í réttu samhengi við aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar. Árni Björnsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.