Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 41 Skal þá næst vikið að stöðunni, eins og hún er í samningum sjúkrahúslækna nú. Staðan: Margt er vel viðunandi í kjarasamningum sjúkrahúslækna í dag. Sjúkrahúslæknar búa við svipaðan rétt í veikindum og slysum og aðrir þjóðfélagsþegnar. Svipað er ástatt um annan tryggingarétt eins og fæðingarorlof. Réttur til leyfa er að mestu viðunandi. Þetta varðar ekki aðeins sumarleyfi, heldur einnig áunnin frí fyrir margar gæsluvaktir, mikla yfirvinnu auk námsleyfa. Nokkuð skortir þó á, að réttur yngstu læknanna sé viðunandi hvað varðar hluta af þessurn leyfum. Greiðslur í lífeyrissjóð þyrftu að aukast. Þó er það svo, að eftir greiðslu af öllum launum í 35 ár geta sjúkrahúslæknar vænst þess að hafa 70-80% í eftirlaun af föstum launum og þeir geta keypt sér réttindi umfram þetta. Lífeyrisgreiðslur miðast við launakjör sjúkrahúslækna, eins og þau eru á hverjum tíma. Þá eigum við rétt á námsferðum, sem er mjög mikilvægt atriði í okkar kjarasamningi og eins er nú komið inn ákvæði um starfslaunasjóð, sem öllum ætti að nýtast tvisvar til þrisvar á starfsævinni og er einnig afar þýðingarmikið atriði í kjarasamningnum með tilliti til menntunar og vísindastarfa. Þá er þess einnig að geta, að við fáum sérstakar greiðslur fyrir kennslu heilbrigðisstétta og fáum einnig bílastyrk eða getum um hann samið, en hvort tveggja eru sanngjörn atriði í kjarasamningi með tilliti til eðlis starfs sjúkrahúslækna. Þá má einnig segja, að öll viðvera umfram dagvinnu sé orðin þokkalega launuð. I þessu efni náðust fram mikilvægir áfangar í síðustu samningagerð og þá alveg sérstaklega með tilliti til þess, hvemig óhóflega löng viðvera væri launuð. í því sambandi er þó ekki síður mikilvægt að geta þess, sem einnig náðist fram í síðustu samningum, að nú er þrátt fyrir allt möguleiki á því að takmarka við ráðningu, hversu mikið læknar taka að sér af óeðlilega langri viðveru og inn í samninginn komu einnig afdráttarlausari ákvæði um lágmarkshvíld. Það sem eftir stendur eru þá grunnlaunin sjálf. Þau þyrftu að vera umtalsvert hærri, en um leið væri ekkert óeðlilegt að þau tækju stærra mið en þau gera í dag. Að því var vikið þegar talað var um einfalda gerð kjarasamninga. Samninganefndir sjúkrahúslækna hafa viljað ná fram breytingu á grunnlaunum og þá unt leið heildargreiðslum til sjúkrahúslækna, en litlu fengið áorkað. En nú spyrja konur í lœknastétt sérstaklega: A hvem hátt má tryggja menntun og þjálfun kvenna í læknisfræði með raunhæfum hætti? Svarið er: Annars vegar með tillitssemi og hins vegar með ákvæðum í kjarasamningum sem snerta ráðningar og vinnufyrirkomulag. Veltum fyrst fyrir okkur, hvers vegna konur spyrja þessara spuminga. Svarið er augljóst. Þær hafa frátafir og skyldur vegna meðgöngu og bamsburðar. Makinn tekur það ekki af þeim. Umönnun heimilis hvílir meira á þeirra herðum, þótt gagnkvæmur skilningur og góð verkaskipting með maka sé fyrir hendi. Tillitssemin gildir alltaf. Það er t.d. stefna læknadeildar að sýna þetta tillit eins og þarf fyrir alla þá sem komast í gegnum numerus clausus. Tímatakmörk eru því rýmkuð eins og kostur er í sambandi við lok einstakra áfanga í náminu ef þarf. Eftir embættispróf þarf með sama hætti að sýna tillit og virða þau ákvæði sem nú eru komin inn í kjarasamning sjúkrahúslækna. Að hægt sé að takmarka fjölda yfirvinnustunda á mánuði við upphaf ráðninga og raunar þá af sjálfu sér einnig fjölda langra vakta. Síðan ætti að vera möguleiki á að koma inn í kjarasamninga hugmyndum um eins konar skiptivinnu og jafna út hlutfallið milli fastra launa og heildarlauna eins og er í dag miðað við mikla yfirvinnu. Hér er átt við það, að föstu launin hækki til samræmis við þann hluta yfirvinnu, sem óhjákvæmilegur er og aðeins viðbótin þar við sé greidd aukalega. Með því að raska ekki um of heildarlaunum aðstoðarlækna væri þetta leið til þess að draga enn frekar úr óhóflegum fjölda langra vakta. Vart þarf að taka fram, að ákvæði samnings um barnsburðarleyfi og fjarvistir vegna veikinda bama eru auðvitað í heiðri höfð. Erfitt er að ímynda sér annað en konur eigi góða möguleika á raunhæfu námi hér fyrir og eftir embættispróf sé alls þessa gætt. Hins vegar er það verkefni í næstu samningum að breyta hlutfalli fastra launa og heildarlauna og jafnframt að kveða á um vinnufyrirkomulag enn frekar en nú er. Vinnufyrirkomulag: í nýafstöðnum samningum bentum við á skiptivinnufyrirkomulag. Þetta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.