Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 14
12 LÆKNABLAÐIÐ aðeins ráðgefandi hlutverk og reyndin hefur orðið sú, að áhrifavald þeirra hefur mjög byggst á persónulegum áhrifum formannanna. Þar með er ekki sagt að læknaráðin séu áhrifalaus, meðan það stendur í lögum, að stjórnir spítalanna skulu leita ráða þeirra um allt, er varðar læknisfræði. Það er hins vegar háð skilningi stjómenda á því, hvað sé bein læknisþjónusta og þá hvað borið skuli undir læknaráð, og ráðið hefur ekkert vald til að fylgja eftir eigin ákvörðun eða koma í veg fyrir áform stjómenda, í þeint tilvikum að þau hafa augljóslega miður heppileg áhrif á læknisfræðilega þjónustu. Sökum þessa valdleysis hefur áhugi lækna sjálfra á læknaráðunum verið takmarkaður og rík tilhneiging verið til að ganga framhjá þeim, ef menn hafa ætlað að fá einhverju framgengt fyrir sig og sína. Því þarf að breyta ímynd læknaráðanna og gera þau virkari og um leið fá lækna inn í stjórnir spítalanna. Ef læknar ætla að halda í við aðrar heilbrigðisstéttir verða þeir að leggja meiri áherslu á að taka þátt í stjómun. En það er ekki nóg að þeir geri það í hjáverkum, og á stærri stofnunum verða einhverjir læknar að leggja það á sig að vera nær eingöngu í stjómunarstörfum, að minnsta kosti tímabundið. Það þýðir auðvitað um leið að störfin verða að vera launuð á viðunandi hátt og sem svarar' því sem læknir hefði ella fyrir eiginleg læknisstörf. Stjómkerfi Ríkisspítala er byggt upp á svipaðan hátt og það sem lýst var hér á undan. Hvergi er staðfest í lögunt, hver áhrif læknum er ætlað að hafa á heildarstjóm spítalans, nema að því er varðar ráðgefandi hlutverk læknaráðs. Þess vegna getur stjómarnefndin til dæmis ákveðið, að sviðsstjóri lækninga skuli ekki vera læknir. RÍKISSPÍTALARNIR OG TILLAGA AÐ NÝJU STJÓRNKERFI Hér er svo sett fram tillaga að stjórnkerfi fyrir Ríkisspítalana sem á að tryggja áhrif lækna á læknisfræðilega þjónustu í því skyni að tryggja betri þjónustu fyrir sjúklingana. Að sjálfsögðu mætti nota sama eða svipuð kerfi á öðrum stofnunum. Ef við byrjum á toppnum, þá held ég að stjórnamefndin eigi að vera pólitískt skipuð, það er að segja að Alþingi velji sína fulltrúa, helst alþingismenn og sé formaður síðan skipaður af heilbrigðisráðherra. I stjómarnefnd eigi einnig sæti deildarforseti læknadeildar STJÓRNKERFI FYRIR RÍKISSPÍTALANA

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.