Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 35 Guðrún Hreinsdóttir FÉLAGSMÁL LÆKNA Stiklað verður á helstu félagslegum réttindum lækna; fæðingarorlofi, dagvistarmálum, veikinda- og lífeyrisrétti. Fœðingarorlof: Konur innan læknastéttar eru mjög misjafnlega settar í fæðingarorlofsmálum og ástandið hvað karlkynið varðar fremur bágborið enda gleymst að tryggja þeim einhver réttindi. Aðstoðarlœknar og sérfrœðingar á sjúkrahúsum. Eftir 7. desemher 1988: Aðstoðarlæknar á kandídatsári njóta fæðingarorlofs í þrjá mánuði á dagvinnulaunum með yfirvinnumeðaltali allt að 65 yfirvinnustundum. Og í aðra þrjá mánuði á föstum launum og gildir einu hvort viðkomandi vann á einu eða fleiri sjúkrahúsum seinustu sex mánuði fyrir fæðingu. Reyndir aðstoðarlæknar og sérfræðingar á sjúkrahúsum njóta sömu kjara og kandídatar hafi þeir unnið á sama sjúkrahúsi lengur en sex mánuði fyrir fæðingu og komi aftur til vinnu á sama sjúkrahús í þrjá mánuði eftir fæðingu, sé kostur á ráðningu. Annars eiga þeir rétt á þriggja mánaða orlofi á fullum launum og fá greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir seinni þrjá mánuðina. Heilsugœslulœknar fá fæðingarorlof í sex mánuði á dagvinnulaunum auk meðaltals af yfirvinnu, gæsluvöktum og greiðslum Tryggingastofnunar seinustu sex mánuði fyrir fæðingu greidda fyrstu þrjá mánuði fæðingarorlofs en dagvinnulaun seinni þrjá mánuðina. Sjálfstœtt staifandi sérfrœðingar á stofu njóta sömu réttinda og konur á almennum vinnumarkaði, um 54 þús. kr. á mánuði í sex mánuði og fyrirgera réttindum til orlofs fari þær til vinnu þó ekki sé nema í einn dag á því tímabili. Lœknanemar fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og öðlast þann rétt eftir sex mánaða skólavist. Karllœknar eiga eingöngu rétt á greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins æski þeir að taka hluta fæðingarorlofs. Sú upphæð nemur nú 981 kr. á dag í fimm mánuði, en móðir heldur alltaf fæðingarstyrknum. Samtals eru þetta um 54 þús. kr. Dagvistarmál hafa verið í miklum ólestri hjá læknum og hefur þeim verið mismunað á sjúkrahúsum miðað við aðrar stéttir, sem notið liafa dagvistunar fyrir börn sín á niðurgreiddum kjörum. Það hefur reynst skattfrjáls launauppbót. Nú hafa opnast glufur fyrir aðstoðarlækna í þessu kerfi, mest kannski vegna þess skorts sem á þeim er. Þótt æskilegra væri bæði fyrir barn og foreldra að dagvistarpláss tilheyri barninu, óháð vinnustað foreldra. Læknar eiga dagheimilið Mýri og komast færri þar að en vilja með böm sín. Lífeyrirsréttindi: Margir eru vantrúa á að þeir njóti nokkurn tímann greiðslna svo nokkru nemi úr lífeyrissjóðum landsmanna. Læknar eru margir þessarar skoðunar, en til að fá gleggri mynd af ástandinu voru reiknuð nokkur dæmi um einstaklinga sem eiga rétt á lífeyri úr Lífeyrirssjóði lækna að lokinni starfsævi. I Ijós kom að yngri læknar geta vænst nokkuð þokkalegra greiðslna úr sjóðnum, eða 85-102 þús. kr. á mánuði í eftirlaun ef greiðslur þeirra í sjóðinn eru framreiknaðar. Stigafjöldi einstaklings x 1.3 = hundraðshluti viðmiðunarkaups sem í dag er um 140.000 þús/mán. Ellilífeyrisstuðull 1.3 Örorkulífeyrisstuöull 1.3 Makalífeyrisstuöull 0.8 Barnalífeyrisstuðull 0.1 (0.2 hafi barn misst báöa foreldra). Börn teljast innan 20 ára. Lífeyrissjóður lækna hefur örorku-, maka- og bamalífeyri umfram frjálsa lífeyrissjóði. Eldri læknar hafa rekið sig á það að lífeyrisréttindi þeirra eru ekki ýkja mikil í sjóðnuni en það stafar einkum af því hve seint þeir gengu í sjóðinn og einnig að ekki hafa allir unnið fulla vinnu allan tímann. Vert er að hafa þetta í huga verði hlutastörf algengari en nú, og þurfa konur sérstaklega að átta sig á þessu. Til að öðlast réttindi í Lífeyrissjóði lækna þarf viðkomandi að ná sem svarar einu stigi og hafa greitt iðgjöld í þrjú ár eða lengur. Hafi viðkomandi ekki náð þessum rétti má endurgreiða honum iðgjöldin, sama gildir um maka við andlát sjóðfélaga eða böm ef maki er fallinn frá.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.