Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 34
FRUMLYF FRÁ MERCK SHARP OG DOHME RENITEC ENALAPRIL MALEAT, MSD BLÓÐÞRÝSTINGSLÆKKANDI LYF MEÐ VERKUN Á RENIN-ANGIOTENSIN-KERFIÐ Renitec MSD, 843289 Töflur; C 02 E A 02 Hver tafla inniheldur Enalaprilum INN, maleat, 5 mg eða 20 mg. Eiginleikar: Lyfið hamlar hvata, sem breytir angiotensin I í angiotensin II. Angiotensin II er kröft- ugasta æðasamdráttarefni líkamans. Lyfið er forlyf (pro-drug). U.þ.b. 60% frásogast, umbrýst í lifur í enalaprílat, sem er hið virka efni. Áhrif lyfsins ná hámarki eftir 4—6 klst. og geta haldist í 24 klst. Helmingunartími er um 11 klst., en er mun lengri, ef nýrnastarfsemi er skert. Lyfið útskilst í þvagi. Ábendingar: Hár blóðþrýstingur. Hjartabilun. Frábendingar: Ofnæmi fyrir lyfinu. Meðganga og brjóstagjöf. Varúð: Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Lyfið get- ur valdið of mikilli blóðþrýstingslækkun, ef sjúklingar hafa misst vökva vegna undanfarandi með- ferðar með þvagræsilyfjum. Aukaverkanir: Algengar: Ofnæmi, hósti, svimi, höfuðverkur. Sjaldgæfari: Þreyta, slen. Lágur blóðþrýstingur og yfirlið. Ógleði, niðurgangur. Húðútþot, angionevrotiskt ödem. Vöðvakrampar. Brengluð nýrnastarfsemi. Kreatínín, urea, lifrarenzým og bilirúbín geta hækkað, en komast í fyrra horf, ef lyfjagjöf er hætt. Milliverkanir: Blóðþrýstingslækkandi verkun lyfsins eykst, ef hýdróklórtiazíð er gefið samtímis. Hyperkalaemia getur myndast, ef lyfið er gefið samtímis lyfjum, sem draga úr kalíumútskilnaði. Ofskömmtun: Gefa saltvatnsupplausn eða angiotensin II. Skammtastærðir handa fullorðnum: Við hœkkaðan blóðþrýsting: Venjulegur skammtur er 20 mg einu sinni á dag. ViðhjartabUun: Upphafsskammturer 2,5—5 mg, en venjulegur viðhaldsskammt- ur er 10—20 mg á dag, gefinn í einum eða tveimur skömmtum. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar: Töflur 5 mg: 28 stk. (þynnupakkað); 98 stk. (þynnupakkað). Töflur 20 mg: 28 stk. (þynnupakkað); 98 stk. (þynnupakkað). MSD MERCK DOHME LEIÐANDI FYRIRTÆKI í NÝÞRÓUN LYFJA

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.