Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 18
16 LÆKNABLAÐIÐ Fjöldi sjúklinga 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80 □ Konur Aldursbil (ár) B Karlar Mynd 1. Aldurs- og kynskipling sjúklinga með kalki’akaóhóf á Borgarspíiala 1985-1989 (n=34). Meðalaldur 61 jr (26-86 ára). Tafla I. Tilgreind einkenni 34 sjúklinga með kalkvakaóhóf á Borgarspílala 1985-1989. Einkenni 1 Fjöldi II (%) III (%) Þorstlæti/tíð þvaglát . 12/22 (55) (35) Geötruflanir 21/33 (64) (62) Bein- liöverkir 16/25 (64) (47) Hægðartregöa 10/26 (39) (29) Vöövaslappleiki 20/28 (71) (59) Nýrnasteinar 10/27 (37) (29) Nýrnakalk 4/14 (29) (12) Háþrýstingur . 12/32 (38) (35) Maga- og skeifugarnarsár . 8/24 (33) (24) I. Hlutfall af þekktum upplýsingum úr sjúkraskrá. II. Hundraöshluti af þekktum upplýsingum úr sjúkraskrá. III. Hundraðshluti allra sjúklinga í rannsókninni. en kalkvakaskortur sem krefst kalkinntöku og/eða D-vítamíntöku 1.2-8.8% (6,7,10-12). Kostnaður við aðgerð er talinn jafngilda aðeins 4'/2 árs eftirliti ómeðhöndlaðs sjúklings (14). Á móti kemur að kalkvakaóhóf hefur verið véfengt sem orsök nýmabilunar hjá sjúklingum án nýrnasteina (15). Rannsóknir á áhrifum kalkvakaóhófs á bein og tíðni samfallsbrota í hrygg stangast nokkuð á (16). Þetta styrkir þá skoðun að nægjanlegt sé að fylgjast með einkennalausum sjúklingum og jafnframt hafa væga hækkun á sermiskalki. Algengi kalkvakaóhófs hér á landi er óþekkt og ekki hægt að staðfesta af fjölda innsendra vefjasýna. Ekki eru allir skornir upp sem greinast með sjúkdóminn og ekki allir greindir þótt sjúkir séu. Árið 1965 voru kynnt fyrstu fjögur tilfellin sem greindust á íslandi (17). Könnun á sermiskalki 108 heilbrigðra íslendinga birtist 1985 og sýndi að 3% höfðu sermiskalk ofan viðmiðunargilda (18). Við kembileit 20-63 ára fólks í Stokkhólmi höfðu 3.9% hækkað sermiskalk af ýmsum ástæðum og 0.4% kalkvakaóhóf og var tíðnin hæst (1.3%) meðal elstu kvennanna (60-63 ára) (19). Enn nýrri sænsk rannsókn sýndi hækkað sermiskalk og líklegt kalkvakaóhóf hjá 1% kvenna, sem voru 50 ára og eldri, og hækkandi í 3% hjá konum yfir sjötugt (20). Árlegt nýgengi kalkvakaóhófs í Birmingham er 25/100 þús/ár (21) og í Rochester Bandaríkjunum 28-51/100 þús/ár (14). Kalkvakaóhóf stafar langoftast af góðkynja kirtilæxli í einum stækkuðum kölkungi (80-85%) (22,23). Vefjagreining er ýmsum annmörkum háð, sérstaklega greining með frystiskurðarrannsókn og er sjaldan hægt að aðgreina kirtilæxli frá vefjaauka með slíkri rannsókn svo óyggjandi sé (22-25). Tilgangur þessarar afturvirku rannsóknar er í fyrsta lagi að meta árangur meðferðar við kalkvakaóhófi á skurðdeild Borgarspítalans 1985-1989. í öðru lagi að nálgast umfang skurðlækninga við kalkvakaóhófi hérlendis og í þriðja lagi að kanna vefjafræðilegar orsakir kalkvakaóhófs þeirra sjúklinga sem sýni voru rannsökuð frá á árunum 1985-1989. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gerð var afturvirk rannsókn á sjúkraskrám þeirra sjúklinga á skurðdeild Borgarspítalans, sem höfðu greininguna kalkvakaóhóf árin 1985-1989. Alls fundust 34 sjúklingar, sjö karlar og 27 konur, öll með frumkalkvakaóhóf (hyperparathyroidismus primarius). Mynd 1 sýnir aldurs- og kynskiptingu, meðalaldur og aldursdreifingu sjúklinganna. Helstu einkenni, sem getið var í sjúkraskrám, eru tilgreind (tafla I). Undir liðnum geðtrufianir eru taldir þeir, sem notið hafa meðferðar á geðdeild, telja sig taugaveiklaða og hafa alvarlegar svefntruflanir, nýtilkomið minnisleysi eða sljóleika. Nýmasteinar og nýrnakalk voru staðfest með röntgenmynd. Háþrýsting töldust þeir hafa er voru á meðferð hans vegna. Þeir sjúklingar sem taldir voru með maga- og skeifugarnarsár höfðu um það sögu í sjúkraskrá. Omskoðun á hálsi 16 sjúklinga var gerð ýmist með Technicare Autosector,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.