Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 33-42. 33 STAÐA KVENNA í LÆKNASTÉTT: Ráðstefna um stöðu kvenna í læknastétt, haldin 7. mars 1991 á vegum Læknafélags íslands Þann 7. mars 1991 gekkst Læknafélag Islands fyrir ráðstefnu um stöðu kvenna í læknastétt. Ráðstefnan bar yfirskriftina: Konur í lœknastétt - fortíÖ - nútíð - framtíð. Framsöguerindi fluttu læknarnir Elínborg Bárðardóttir, Guðrún Hreinsdóttir, Ingibjörg Georgsdóttir og Sverrir Bergmann. Fara erindin hér á eftir. Jafnframt voru á ráðstefnunni kynntar niðurstöður könnunar á stöðu kvenna í læknastétt. Niðurstöðurnar voru birtar í Fréttabréfi lækna 7/91. Hér á eftir fara ágrip erindanna. Elínborg Bárðardóttir KONUR í LÆKNANÁMI OG VIÐ UNGLÆKNASTÖRF Er hugsanlegt að sex ára erfitt háskólanám eins og læknisfræði laði síður að ungar konur en unga karla? Ég býst við að flestir svari þessari spurningu neitandi og tölur um fjölda nema á fyrsta ári í læknisfræði koma heim og saman við það. Á sfðasta ári innrituðust 145 nemendur í læknisfræði í Háskóla íslands, 72 konur og 73 karlar. Af þeim 35 íslensku nemendum sem héldu áfram námi eftir Numerus Clausus er kynskipting einnig jöfn, þ.e. 18 konur og 17 karlar. Á öðru til sjötta ári eru konur tæplega helmingur nemenda eða um 45%. Þetta eru miklar breytingar frá því sem áður var og fjöldi kvenna hefur vaxið jafnt og þétt. Aukningin hefur reyndar verið mest hin allra síðustu ár og ef hlutfall kynjanna fyrir 5-10 árum er skoðað voru konur talsvert færri en karlar og venjulega ekki fleiri en þriðjungur nemenda. Á fyrri hluta og urn miðja þessa öld voru konur örfáar í læknanámi og Kristín Ólafsdóttir var fyrsta íslenska konan sem lauk læknaprófi árið 1917. I kjölfar hennar kom Katrín Thoroddsen sem lauk prófi 1921 og læknar sem eru konur og komnar yfir fimmtugt eru einungis 26 ef miðað er við skrá frá 1989. Tímarnir breytast og segja má að fjölgun kvenna í læknanámi sé þáttur í þjóðfélagslegum breytingum þar sem konur hafa í síauknum mæli menntað sig og sótt inn í atvinnulífið. Munur kynjanna er samt augljós og þá á ég fyrst og fremst við þann líffræðilega mun að konur ganga með og fæða börn. Þessi munur skiptir verulegu máli í umfjöllun um jafnrétti og jöfnuði kvenna og karla í náð og starfi verður ekki náð nema með því að taka fullt og sjálfsagt tillit til þessa mismunar. Hvað varðar læknanám felst þetta fyrst og fremst í rétti kvenna til fæðingarorlofs og möguleika á ákveðnum sveigjanleika í námi. Reyndar er ástand hér á landi betra en víðast hvar í nágrannaríkjum þar sem ekki tíðkast að greiða námsfólki fæðingarorlof. Námsmenn hérlendis fá um þriggja mánaða sumarfrí og ef kona fæðir bam á námstíma í læknadeild getur hún venjulega fært til námið sem svarar þessum þremur mánuðum. Einnig hafa nýlegar breytingar á prófreglum læknadeildar og sá möguleiki að fresta prófi frá vori fram á haust gefið konum (og reyndar körlum) aukinn sveigjanleika í fyrri hluta námsins. Síðan má búast við að með nýju fyrirkomulagi í verklegri kennslu verði fleiri valtímabil á síðari hluta námsins sem einnig geti aukið sveigjanleika. Helsti gallinn á síðari stigum námsins er sá að það kann að vera geðþóttaákvörðun viðkomandi yfirlæknis hvort nemandi getur hliðrað til í verklegum kúrsum. Einnig er ákveðinn ókostur fyrir konu sem eignast bam á námstímanum að hún getur annars vegar tekið um það bil þriggja námaða frí frá námi eða hins vegar seinkað sér um heilt ár. Víða erlendis er fyrirkomulagi læknakennslu þannig háttað að kennt er á misserum og því hægt að ljúka ákveðnum þáttum námsins og gera hlé á námi í hálft ár en halda svo áfram þar sem frá var

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.