Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 44
40
LÆKNABLAÐIÐ
sannindin eru því hnýtt við skipulagið. Og
skipulag, í þessu tilviki vinnufyrirkomulag,
er ekki aðeins kjaramál í víðri merkingu,
heldur einnig hreint launamál. Sú er venjan
á Islandi, að samið er um laun launafólks
undir lágmarkskostnaði við framfærslu. Hins
vegar getur launafólk bætt laun sín með
tilliti til fyrirkomulags vinnunnar þannig, að
það fái lifað af þeim. Þetta gildir einnig um
lækna. Þannig verður vinnufyrirkomulagið
mikilsverður launaþáttur, sem stendur þó oft
í vegi fyrir því, að notið verði þeirra tveggja
alkunnu sanninda, sem fyrr var um fjallað.
Gerð samninga: Aðferðina við gerð
kjarasamninga sjúkrahúslækna hefur borið af
leið. í löndum, þar sem enn er beitt heilbrigðri
skynsemi og þar sem faglegar og siðferðilegar
skyldur eru hafnar yfir umræður, eru kjör
lækna góð og kjarasamningar eru stuttir
og einfaldir. Kjarasamningar eru heilstæðir
og byggðir á grundvallaratriðum. Þeir taka
tillit til menntunar og þjálfunar, til lengdar
starfsævinnar, til stöðugs menntunarkostnaðar
og til þeirrar þekkingarkröfu, álags og
ábyrgðar, sem starfinu fylgir. Framkvæmd
svona samnings er einföld, hún er einnig
ódýr og myndi spara talsverðan stjórnunar-,
eftirlits- og skrifstofukostnað. Samningur af
þessari gerð og með slíkri gerð er læknum
nauðsynlegur. Það er andstætt siðferðilegum
skyldum okkar og þeim eiðum sem við höfum
gengist undir að þurfa að standa í átökum um
kaup og kjör. Við munum aldrei hlaupast á
brott frá veiku fólki og þyrfti þar enga eiða
til og er það mál aldrei á dagskrá. Uppsagnir
og brotthvarf úr starfi er auðvitað heimilt, en
þjónar hvorki hagsmunum þjóðarheildarinnar
né okkar sjálfra, og það verður að vera jöfn
ábyrgð ráðamanna og okkar, að ekki komi til
slfkra atburða. Enginn vill til þeirra stofna.
Læknar komust næst því að búa við samning
af þessu tagi eftir 1967. Því miður tókst ekki
að varðveita þá samningamynd og erfitt er
nú að koma henni á aftur nema slíkt yrði
talin meiri háttar stökkbreyting í kjarabótum.
Starfsmenn hinna áhrifaríku fjölmiðla myndu
aldrei skilja slíka breytingu öðruvísi og hirðfífi
þeirra ekki reyna það; þannig myndi verða
mótuð afstaða liins almenna borgara og þar
með andstaða viðsemjenda. Þetta er því miður
liðin tíð og glatað tækifæri.
Nú er samningsgerðin ekki eftir neinum
grundvallarákvæðum. Leiðarljósin eru fá
og síst af öllu röksemdir. Helst er karpað
um ómerkilega prósentuhækkanir í launum
og venjulega hafa einhverjir allt aðrir en
samningsaðilar ákveðið í ljósi einhverra allt
annarra forsendna hverjar þær ættu að vera.
Svolítið er náttúrulega um það rætt, hvort
menn séu vakandi eða sofandi í vinnunni eða
alltaf að eða ekki; nú eru stimpilklukkumar
lfka að komast á. Helst er hægt a,ð semja um
greiðslur fyrir vinnu, sem getur komið í veg
fyrir heppilegt og eðlilegt vinnufyrirkomulag,
auk þess sem stundum má semja um greiðslur
fyrir að gera ekki neitt. En slíkt finnst okkur,
sem förum bráðum að teljast eldri kynslóðin
í landinu, eilítið einkennilegt. En allt um
það. Mörgum réttindamálum gengur erfiðlega
að ýta fram, eins og síðustu samningar eru
glöggt dæmi um. Andstaðan, sem var við
sjálfsögð réttindi var mikil og mætti vera
læknum umhugsunarefni ekki síður en hversu
erfiðlega gengur að þoka áfram frekari
lífeyrisréttindum.
Omögulegt er að fjalla utn samningsgerð
öðruvísi en vikið sé að þætti samninganefndar
ríkisins. Ekki efast ég um, að í henni sitji gott
fólk og vel hæft. Fólk sern hefur umborið mig
og fleiri árum saman. Hún virðist þó ekki
hafa áhuga á að gera samninga eftir öðru
grundvallarsjónarmiði en því, að grunnkaup
sé lágt og það eitt þjóni hagsmunum ríkisins.
Að öðru leyti er inntak samningsgerðarinnar
að koma hugsanlegum kjarabótum þannig fyrir
í samningum að helst enginn fái í þær ráðið.
Flókinn samningur er einnig brothættur
samningur ef reynt er að breyta til dæmis
vinnufyrirkomulagi til hins betra þótt
merkilegt sé. Flókinn samningur kostar einnig
mikið eftirlit. Hann er dýr í framkvæmd.
Heilbrigðara launakerfi en er í dag ætti
auðvitað að vera metnaðarmál vinnuveitanda.
Með því tryggir hann sér góðan starfskraft og
nýtir þá menntun og þjálfun, sem ekki aðeins
læknar, heldur fleiri stéttir þjóðfélagsins hafa
aflað sér hér heima eða flytja hingað heim.
Það orkar einnig tvímælis, hvort það í reynd
eða þegar til lengdar lætur hefði í för með
sér nokkuð aukinn rekstrarkostnað stofnana.
Markvissara væri ráðið í stöður því sterkari
sem siðferðileg aðstaða vinnuveitandans
gagnvart launþeganum væri.