Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ
37
Injgibjörg Georgsdóttir
SERFRÆÐINÁM -STÖRF:
Eru steinar í götu kvenna?
I nýlegum erlendum greinum um stöðu
kvenna í læknastétt segir að þrátt fyrir aukinn
fjölda þeirra hafi hlutdeild í stjómun eða
kennslu ekki aukist að sama skapi. Því er
haldið fram að eftir því sem ofar dregur í
inetorðastiganum hafi lítið breyst varðandi
skiptingu milli kynja, þar rfki hin hefðbundnu
viðhorf, þar sem konur fái ekki aðgang og
karlar haldi um stjómvölinn.
Carola Eisenberg tekur djúpt í árinni í
greininni Medicine is no longer a man’s
profession (N Engl J M 1989: Nov 30) og
segir að í raun og veru hafi aukinn straumur
kvenna í bandaríska læknaskóla gert skólunum
kleift að halda uppi miklum kröfum varðandi
námsgetu verðandi læknanema. En konur eru
nú rúmur þriðjungur bandarískra læknanema.
Eisenberg telur bæði kynin jafnhæf til
langskólanáms og draga muni enn frekar úr
kynjamun þegar aðstæður í þjóðfélaginu verða
konum hagstæðari. Hún bendir á að á síðustu
20 árum hafi fjöldi kvenna við kennslu aukist
úr 13 í 19%, en flestar konumar eru í lægra
metnum kennslustöðum. Af þeim eru 71%
dósentar miðað við 43% karlanna.
Til að kanna hversu auðveldlega konur
komast til metorða innan læknisfræði bar
Janet Bickel saman feril kvenna og karla
sem ráðin voru til kennslu árið 1976. Ellefu
árum síðar höfðu aðeins 3% kvennanna fengið
fullgildar prófessorsstöður en 12% karlanna.
Þegar kannað var hvaða ástæður gætu legið
að baki þessum mun, þótti ljóst að konumar
hefðu fengið minni þjálfun til rannsókna.
Þær stunduðu minna rannsóknir og rituðu
færri greinar en báru jafnmikla ábyrgð og
karlarnir varðandi umönnun sjúklinga og
stjórnun. Eisenberg segir að eina leiðin til þess
að breyta þessu sé að ráða fremur konu en
karl ef bæði eru hæf. Aukinn fjöldi kvenna
ofar í metorðastiganum muni síðar leiða til
breytinga á vinnutilhögun lækna, breytinga
sem bæði konur og karlar myndu fagna. Það
séu í raun engin sérstök forréttindi kvenna
að fá dagheimili, veikindafrí eða ellilífeyri,
heldur almenn og sjálfsögð mannréttindi.
Carol Nadelson skrifar greinina Professional
Issues for women í Psychiatric Clinics of
North America í mars 1989 og fjallar þar
um stöðu kvenna meðal lækna á svipuðum
nótum og Eisenberg. Þar kemur fram að
árið 1983 voru einungis 12.6% kennara í
læknaskólum konur. Einungis tvær konur voru
deildarforsetar. Nadelson telur að menntun
kvenna og starfsval, skortur á fyrirmyndum og
fjölskyldumálin dragi úr möguleikum þeirra
til metorða innan stéttarinnar. Hún veltir því
fyrir sér hvort mismunandi uppeldi drengja og
stúlkna verði stúlkunum síðar fjötur um fót.
Nadelson bendir á leiðir til úrbóta og leggur
áherslu á að eldri konur í stéttinni styðji hinar
yngri og livetji þær til frekara náms. Að veitt
verði ráðgjöf og stuðningur í námi og starfi,
bæði hvað varðar læknisfræðina sjálfa, sem
og persónuleg atriði, s.s. hvemig hægt sé að
koma barneignum heim og saman við stíft
sémám. Með því að skipuleggja líf sitt sé
allt hægt, ljúka námi, eiga fjölskyldu og fá
tækifæri til að að starfa að sérgrein sinni og
komast til metorða.
í British Medical Journal birtust á síðastliðnu
ári nokkrar greinar um álag á konum í
námi og starfi og hvaða leiðir væru færar
til úrbóta. Jenny Firth-Cozens athugaði
hvaða atriði valda mestu álagi meðal yngri
kvenlækna. Einnig hversu algengt er að finna
merki um þunglyndi hjá konum. Hún lagði
spumingalista fyrir 92 konur á árinu 1986 og
fékk svör frá 70. Nær helmingur kvennanna
sýndi merki um þunglyndi (alls 32 eða 46%).
Neikvæð áhrif starfs á einkalíf voru í öðru
sæti. Þá voru erfiðleikar við ákvarðanatöku
og í samskiptum við aðstandendur sjúklinga.
Hvað kynbundna streituþætti varðar bættist
við kynferðisleg áreitni á vinnustað og
fordómar sjúklinga gagnvart kvenlæknum.
Fiona Godlee bendir á að nær helmingur
læknanema er konur og svo hefur verið
síðastliðin 10 ár í Bretlandi (40% 1980, 47%
1989). Þær eru fjölmennar á lægri stigum
sérfræðináms og sérfræðistarfa en meðal
lyflækna-consultanta eru konur einungis 6%
og meðal skurðlækna einungis 1%. Fáar eru
í stöðum á háskólasjúkrahúsum og einungis
einn af hverjum fimm heimilislæknum er
kona. Hún bendir á að konur hafi að meðaltali
17 færri frístundir en karlar á viku og telur
að heimilisstörf og bamauppeldi séu helstu
orsakir þessa mismunar. Godlee bendir á
erfiðleika kvenna varðandi stöðuveitingar
og telur að sveigjanlegur vinnutími kvenna
eða hlutastöður gætu enn frekar dregið úr
möguleikum þeirra á framtíðarstöðum.