Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 9-13. 9 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL l.æknaíelag Islands og Larknaíclag Rcykjavikur 78. ARG. - JANÚAR 1992 Um stjórnunarhlutverk lækna SAMANTEKT I því sem hér fer á eftir verður reynt að gera grein fyrir þeim breytingum, sem orðið hafa á áhrifum lækna í stjómun heilbrigðismála og ástæðunum fyrir þessum breytingum. Bent er á hugsanlegar leiðir til að snúa þessari þróun við, meðal annars með því að auka hlut lækna í stjómun sjúkrastofnana. í þvf sambandi er lögð fram tillaga að skipuriti fyrir stjórn Ríkisspítalanna, en samsvarandi skipurit mætti gera fyrir aðrar sjúkrastofnanir. FORMÁLI Þegar Landspítalinn tók til starfa fyrir 60 árum síðan, hefði það trúlega þótt ósennilegt, að honum væri stjómað af öðrum en læknislærðum mönnum. Þó er nú svo komið, að tveir af æðstu stjómendum Ríkisspítalanna eru verkfræðingar, sem hvorugur hafa tekið beinan þátt í þeim störfum, sem unnin eru á stofnunum Ríkisspítalanna, nema skrifstofunni. Ætli það þætti ekki dálítið undarlegt, ef Rafmagnsveitum ríkisins væri stjómað af lækni eða Rannsóknastofnun landbúnaðarins af heimspekingi? Höfundur er yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans og var formaöur læknaráðs Landspítalans, þegar hann flutti erindi þaö, sem er uppistaöa þessa leiðara, á fundi yfirlækna á Landspítalanum 29. nóvember 1990. ÞAÐ SEM VAR ... I bandarískri bók, Socioeconomics of Surgery, sem ég hef verið að glugga í undanfarið og fjallar um þjóðfélagsleg og efnahagsleg viðhorf í skurðlækningum, kemur það fram á einum stað, að þeir eru að verða fleiri sem stjóma vinnu skurðlækna, heldur en skurðlæknarnir sjálfir. Þegar ég og flestir þeirra, sem hér eru inni, vorum öllu yngri, voru landlæknir og síðar ráðuneytisstjórinn í Heilbrigðisráðuneytinu, báðir læknar, formenn stjómar Ríkisspítalanna. Þeir Guðmundur heitinn Gestsson og Georg heitinn Lúðvíksson voru að vísu skrifstofustjóri og framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna, en þeirra tíma yfirlæknar réðu lögum og lofum um allt er varðaði læknisfræði og þau læknisfræðilegu verkefni sem spítalinn hafði með höndum. Sama gilti raunar annarsstaðar, Matthías Einarsson og síðar Bjami Jónsson voru einráðir á . Landakotsspítalanum og Guðmundur Karl Pétursson á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Valdahlutföllin voru að vísu nokkuð farin að raskast þegar Borgarspítalinn tók til starfa, en þó var honum í upphafi stjómað af læknum. Það er fróðlegt að velta því fyrir sér, hvemig þessi þróun hefur orðið, hvað hefur gert það að verkum að stjómunarleg áhrif lækna hafa minnkað stöðugt. Þessi þróun er ekki bundin við ísland. Ef stjómkerfi annarra sjúkrahúsa á Norðurlöndum eru skoðuð, kemur það í ljós sem ég sagði áður, að áhrif lækna í stjómun fara minnkandi. Og það er ef til vill tímanna tákn, að á síðastliðnu sumri var haldin hér fjölþjóðaráðstefna spítalastjóra, sem fjallaði um siðfræði spítalastjórnunar. Eg hlustaði á flest erindin sem þama voru flutt og gat ekki annað heyrt, en að hér væri verið að fjalla um læknisfræðilega siðfræði, þó flytjendumir væru flestir ólæknislærðir. Þá er líka forvitnilegt að hugleiða þær breytingar sem orðið hafa á stöðu annarra heilbrigðisstétta en lækna. Ef við höldum okkur við æskudagana, þá voru hjúkrunarfræðingar eins og nú fjölmennasta hjálparstéttin. Hjúkrunarfræðingum og öðrum hjálparstéttum var stjórnað af læknum, þó vald þeirra á heimavelli væri stundum mikið, hefðu vafalaust fáir látið sér það til hugar koma að hjúkrunarfræðin yrði svo sjálfstæð, að læknar hættu að skipta sér af störfum hjúkrunarfræðinga, og þessi þróun á ekki aðeins við hjúkrunarfræðinga, heldur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.