Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 20
18
LÆKNABLAÐIÐ
fyrir aðgerð hjá 16 sjúklingum. Við aðgerð
reyndust 14 þeirra hafa æxli á hálsi. Hjá
þremur sjúklingum (21%) var ómskoðun í
samræmi við aðgerðarstaðsetningu, en hjá
11 sjúklingum sýndi ómskoðun ekkert æxli
eða æxli sem reyndist vera frá skjaldkirtli.
Ivið fleiri æxli fundust hægra megin á hálsi
eða 15/26. Þrír sjúklingar Borgarspítalans
greindust ekki með vefrænan sjúkdóm í
kölkungum. Tuttugu og níu sjúklingar (93.5%)
höfðu kirtilæxli, tveir (6.5%) vefjaauka og
enginn krabbamein í kölkungum.
Meðallegutími á sjúkrahúsi eftir aðgerð
voru 6.6 dagar (spönnun 4-11). Ekkert
dauðsfall fylgdi aðgerðunum, engin sýking,
engin blæðing sem krafðist viðbragða og
engin varanleg raddbandalömun hjá þeim
26 sjúklingum, sem skoðaðir voru með
raddbandaspeglun. Tveir sjúklingar fengu
tímabundna lömun á annað raddband, en
báðir höfðu eðlilega rödd innan hálfs árs og
eðlilega raddbandaskoðun í framhaldi af því.
Mynd 6 er Hæðirit um sermiskalk sjúklinga á
Borgarspítala eftir aðgerð við kalkvakaóhófi á
árunum 1985-1989.
Tveir sjúklingar þörfnuðust meðferðar
með D-vítamíni og kalkinntöku við of lágu
sermiskalki eftir útskrift af sjúkrahúsinu,
en voru ekki lengur meðferðarþurfi hálfu
og einu ári eftir aðgerð. Fjórir sjúklingar
voru áfram með hækkað sermiskalk. Tveir
þeirra hafa verið skornir aftur með góðum
árangri. Annar eftir að æxli var staðsett í
miðmæti með sérhæfðri bláæðasýnatöku
og slagæðamyndatöku. Hinn sjúklingurinn
var endurskorinn eftir að æxli fannst á
hálsi utanvert við hálsslagæð með tallium-
technetium frádráttarskanni. Hinir tveir
hafa mjög væga hækkun sermiskalks, annar
þeirra hafði vefjaauka þar sem allir fjórir
kölkungamir fundust við aðgerð og hefur
brottnámið þannig verið heldur lítið. Hjá
hinum fundust aðeins tveir kölkungar með
vefjaauka. Sá sjúklingur er með sykursýki
og skerta nýmastarfsemi. Tveir hafa fengið
endurvakinn sjúkdóm, hálfu ári eftir aðgerð,
annar hafði æxli við aðgerð, sem numið
var brott, en aðeins þrír kirtlar fundust.
Tallium-technetium skann hefur ekki hjálpað
við leit að þeim fjórða. Hinn sjúklingurinn
er með vefjaauka, en allir fjórir kirtlamir
fundust í aðgerð. Báðir eru með mjög væga
hækkun sermiskalks og einkennalausir. Þannig
Stærö aexlis (mm)
401
30
□
□ □
10-
□
□ □
□
2.6 2.8 3.0 3.2 3.4
Sermiskalk (mmól/l)
Mynd 4. Slœrtí œ.xlis sem fall af sermiskalki (n=24,
1-0.109. p=0.6037).
Kalkvaki (míkrógr/l)
Mynd 5. Kalkvaki sem fall af stœrð æ.xlis (n=23,
r=0.348, p=0.0955).
Mynd 6. Flœðirii um sermiskalk sjúklinga eftir aðgerð
við kalkvakaóhóf á Borgarspílala 1985-1989.
hefur markmiði aðgerðar, sem er eðlilegt
sermiskalk, verið náð í 30 tilfellum af 34 eða
88.2% (95% óvissumörk 72.6-96.7%).
Vefjagreiningu allra sjúklinga á landinu
með kalkvakaóhóf, vistunarstað þeirra og
kynskiptingu má lesa af töflu III. Krabbamein
í kalkkirtlum greindist ekki hérlendis á þessu
tímabili. Þetta svarar til 5.2 aðgerða á hundrað
þúsund íbúa á landinu árlega miðað við
meðalmanntalsfjölda 246.641 árin 1985-89