Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 46
42
LÆKNABLAÐIÐ
heiti er slæmt og hefur ekki áunnið sér sess.
Við töldum, að það tæki tillit til eðlilegrar
þjálfunar og menntunar í starfi og þeirrar
staðreyndar, að læknar þurfa að vera við
allan sólarhringinn, auk þess sem byrðinni
af langri viðveru yrði dreift jafnara og léttara
en nú er. Hugmyndin var, að vinnunni yrði
komið fyrir frá morgni og fram að miðnætti
með skiptitímum. Mögulegt væri að vinna
dagvinnu samfleytt í átta tíma, en taka mætti
hana með hléum. Að því leyti sem vinna væri
til viðbótar við dagvinnu fram að miðnætti
yrði hún greidd með venjulegum hætti sem
yfirvinna. Þetta myndi auðvelda öllum vinnu,
dreifa álaginu jafnar, en tryggja um leið
samfellt eftirlit með sjúklingum sem og að
þjálfunaráætlun, sem væri í gangi á hverjum
tíma, nýttist ungum læknum en þetta er
kjamaatriði. í ljósi svona fyrirkomulags
yrði síðan að taka sjálf grunnlaunin og
lágmarksyfirvinnulaun til endurskoðunar, eins
og nefnt hefur verið.
Eftir var þá, að sjálf langa vaktin, sem ekki
verður í bili komist undan að standa, yrði
sólarhringur. Greiðsla fyrir hana yrði eins og
nú er, en fleirum væri gert að standa þessar
vaktir. Það hefði í för með sér, að langar
vaktir hjá hverjum einstaklingi yrðu fáar og
engum ofraun. Þær gæfu hins vegar hverjum
og einum þennan svonefnda nauðsynlega
viðbótarþjálfunarþátt. Augljóslega myndi
þessi æskilega fækkun langra vakta á hvem
einstakling kalla á endurskoðun uppbyggingar
grunnlaunanna, en fyrirkomulag þetta er
framtíðin. Að því er keppt víðast hvar.
Það ætti að henta konum vel og auðvelda
þeim að stunda raunhæft nám og læknisstörf
á góðum kjörum með miklu framlagi til
vinnuveitandans og þá ekki aðeins í þjónustu
við veikt fólk, heldur einnig í því að viðhalda
góðri læknisfræði og þar með góðri heilbrigði
í landinu.
Ráðninga- og vinnufyrirkomulagsákvæði,
sem gera þetta skipulag mögulegt, eru þegar
að mestu leyti inni í samningum og augljóst
má vera af framansögðu, hvers er þörf til
að tryggja það í sessi svo það sé fyllilega
raunhæft. Það bíður næstu samninga auk þess
sem enn þarf að fjalla nánar um áunnin leyfi
vegna mikillar vinnu og þau mættu gjaman að
einhverju leyti vera sérstaklega til náms.
KJARABARÁTTAN
í máli nokkurra þeirra kvenna, sem hér hafa
talað hefur verið lögð áhersla á aukna hörku í
kjarabaráttu. Það er gott og vel, en hörkunni
eru takmörk sett. Við getum aldrei vikist
frá ákveðnum skyldum og það vita okkar
viðsemjendur og láta sér nægja. I sjö ár hef
ég setið í samninganefnd sjúkrahúslækna
með góðum körlum og konum. Við höfum
oftast náð friðsamlegu samkomulagi við
viðsemjendur eftir mislangt þref í litlu
húsi niðri í Skuggasundi. Því miður skortir
samninganefnd ríkisins stundum áræði og
kannski þekkingu til þess að taka raunhæft á
samningi sjúkrahúslækna í grundvallaratriðum.
En innan samningsrammans hefur mörgu
verið þokað áleiðis til hins betra. Þetta
sést ekki alltaf, en samningurinn í heild
er miklu þokkalegri en menn kannski
halda. Betur má þó gera og það blasir við
samninganefndarmönnum, hvaða verkefni eru
framundan í næstu samningsgerðum. Læknar
hafa ávallt samþykkt okkar samningsgerðir,
mótmæla lítið og hefur tillitssemi þeirra
jafnan verið rík í okkar garð, þótt vafalaust
hafi aldrei neinn verið fyllilega ánægður með
niðurstöður hverrar samningslotu.