Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ HLUTUR ANNARRA STÉTTA OG SVO STJÓRNMÁLAMANNANNA Stjómmálamenn hafa því séð í heilbrigðismálunum möguleika til áhrifa og seilst til valda í heilbrigðiskerfinu á þeim forsendum, að læknum sé ekki treystandi til að stjóma þessum málum vegna þröngsýni og sundurþykkju. Aðrar stéttir, sem til þessa hafa ekki talist til heilbrigðisstétta, svo sem verkfræðingar, viðskiptafræðingar, og jafnvel lögfræðingar hafa leitað inn í heilbrigðisgeirann og nú er svo komið að ákvörðunarvald í heilbrigðismálum, hvort sem um er að ræða á einstökum stofnunum eða Iandsvæðum, er ekki lengur í höndum lækna, heldur aðila sem, eins og ég sagði fyrr, hafa hvorki séð barn fæðast, mann deyja eða tekið þátt í að sinna veikum einstaklingi. Þá hefur á seinni árum orðið veruleg röskun á valdahlutföllum milli heilbrigðisstétta. Má þar nefna að hjúkrun telst ekki lengur heyra undir læknisfræðilega stjórnun. I sömu átt stefnir varðandi sjúkraþjálfun, og þó mér sé það ekki vel kunnugt, kæmi mér það ekki á óvart þó að sama þróun væri að gerast innan geðlækninganna, að sálfræðingar séu smátt og smátt að taka að sér hluta af geðlækningum, óháðir læknisfræðilegri stjómun. Þetta byggist á bættri menntun þessara stétta, stéttarlegri samheldni og svo handahófskenndri stjómun lækna, sem hefur fundist þægilegt að losna við skyldur, en ekki áttað sig á því að með afsali á skyldum fjúka völd. ER ÞESSI ÞRÓUN ÆSKILEG? Nú getum við á þessu stigi málsins spurt: Er þetta ef til vill æskileg þróun? Erum við læknar hugsanlega að reyna að halda í völd, vegna þess að völdin eru sæt, en ekki vegna þess að við séum raunverulega að berjast fyrir hag skjólstæðinga okkar, sjúklinganna? Eg held sjálfur að við hljótum að berjast gegn þessari þróun, því ef svo heldur sem horfir, munu hér fara að gerast svipaðir hlutir og í Kína fyrir 30 árum. Þá ákvað hópur kínverskra lækna á sjúkrahúsi í Sjang Hai að reyna að græða á afhöggna hendi. Þeir byrjuðu á því að fara fram á leyfi pólitíska kommisarsins á staðnum, sem allra náðarsamlegast veitti leyfið, en ákvað jafnframt, að lesið skyldi upphátt úr Rauða kverinu meðan á aðgerðinni stóð. Eg sé í anda þá tíð, þegar læknar standa yfir slösuðum sjúklingi, sem þarf að gangast undir flókna og dýra aðgerð, til að hægt sé að bjarga lífi hans, þurfa að hringja í Davíð Á. Gunnarsson eða Jóhannes Pálmason og biðja um leyfi. Síðan þurfa þeir svo enn og aftur að hringja upp í Heilbrigðisráðuneyti og þar ákveður einhver »Finnur eða Jón Sæmundur« textann sem lesa á, meðan á aðgerðinni stendur, ef hún er þá leyfð vegna kostnaðar. MUNAR OKKUR AFTUR Á BAK EÐA NOKKUÐ Á LEIÐ? »Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið«, sagði Jónas forðum. Sjálfri læknisfræðinni hefur miðað all nokkuð á leið, en stjórn læknanna á henni miðar aftur á bak. Við hljótum að spyrja: Eigum við að reyna að snúa þróuninni við eða eigum við að halda áfram í sama farinu og láta smátt og smátt taka af okkur völdin og fá þau í hendur aðilum, sem aldrei hafa séð bam fæðast eða mann deyja? Ef við tökum fyrri kostinn, verðum við að breyta um hugsunarhátt. Fyrst og fremst verðum við að skoða viðfangsefni okkar í víðara samhengi. Við verðum að læra að hugsa ’globalt’, eins og Gísli vinur minn í Ási segir. Þá verðurn við að gera okkur grein fyrir því, að við getum ekki vikist undan stjómunarhlutverki okkar. Á okkur er lögð ábyrgð, ekki bara á lífi og líðan sjúklinganna, heldur einnig fjárhagsleg ábyrgð sem varðar þjóðfélagið allt. Ef við víkjum okkur undan því að axla þessa ábyrgð, erum við að dæma okkur úr leik. Síðan vaknar spurningin, hvernig við eigum að endurheimta áhrif þau og völd sem við höfðum og þá um leið þurfum við að gera okkur grein fyrir því, hvaða hlut við ætlum okkur í stjómun heilbrigðismála. Freistandi væri að halda þessum bollaleggingum áfram um skipulag heilbrigðismála almennt og hlut lækna, en aðalumræðuefni mitt er stjórnun sjúkrahúsa og því mun ég reyna að gera þeim þætti nánari skil. STJÓRNUN SJÚKRAHÚSA Læknaráðunum var af hálfu læknasamtakanna ætlað að tryggja hlut lækna í læknisfræðilegri stjómun sjúkrahúsa. En þegar ákvæði um þau voru loks sett í lög, fengu læknaráðin

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.