Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 27 Rate/1000 Male DDD —■- Female DDD Fig. 1. Prescription of psychotropic drugs by sex and age, in DDDs and number of patients per 1000, population in Reykjavík, March 1989. Rate/1000 Male DDD —Female DDD Fig. 2. Prescription of hypnotics by sex and age, in DDDs and number of patients per 1000, population in Reykjavík, March 1989. Rate/1000 Male DDD —»- Female DDD Fig. 3. Prescription of antidepressants by sex and age, in DDDs and number of patients per 1000, population in Reykjavík, March 1989. Mynd 2 sýnir að algengi ávísana á svefnlyf og fjöldi SDS hækkar með vaxandi aldri, fram yfir áttrætt hjá konum, en minnkar úr því. Hjá körlum eykst hins vegar algengi ávísana og SDS stöðugt fram yfir 85 ára aldur. A mynd 3 má sjá, hvemig þessu er varið með geðdeyfðarlyf. Algengi ávísana á geðdeyfðarlyf hækkar fram yfir 75 ára aldur hjá báðum kynjum. Fjöldi SDS nær hins vegar hámarki við 45 ára aldurinn hjá konum en ekki fyrr en við 65 ára aldur hjá körlum. UMRÆÐA Erfitt er að skilgreina, hvað er æskileg eða skynsamleg notkun geðlyfja (11). Lyfjum er yfirleitt ávísað í þeim tilgangi að slá á einkenni eða lækna sjúkdóma. Geðlyfjameðferð hefur stórbætt líðan margra einstaklinga með geðsjúkdóma, og balahorfur hafa aukist mjög með tilkomu lyfjanna. Því er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því, hvemig þessi lyf em notuð, en sum þeirra eru vandmeðfarin og geta haft aukaverkanir í för með sér, sem sumar hverjar eru alvarlegar. Könnun eins og þessi, þar sem eingöngu er litið á ávísanir á geðlyf, gefur ekki nema takmarkaða hugmynd um, hvemig lyfin eru notuð. Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúkdómsgreiningar og ekki er vitað hve stór hluti einstaklinganna tók lyfin eins og þeim hafði verið ráðlagt. í framhaldi af birtingu greina um niðurstöður athugana á geðlyfjaávísunum utan sjúkrahúsa í Reykjavík (1,6,7) spunnust nokkrar umræður um, hve miklar upplýsingar lyfjaávísanir í einn mánuð gæfu um algengi notkunarinnar (12,13). Þegar litið er á einstaka lyfjaflokka og breytingar á geðlyfjaávísunum í mars 1984 og 1989 kemur í ljós, að ekki verður ýkja mikil breyting á ávísanavenjum að því er varðar sefandi lyf, hvort sem litið er á fjölda sjúklinga eða magn mælt í SDS. Körlum sem fá ávísað sefandi lyfjum fækkar þó. Líklegasta skýringin er sú að fleiri karlar sæki sína meðferð til göngudeilda geðdeildanna og fái lyf sín afhent þar. Afhending sefandi lyfja á göngudeild Landspítalans hefur aukist verulega (14). Hlutfall einstaklinga, sem fá tiltölulega stóra skammta eða 91 SDS eða meira, hækkar. Hugsanlegt er, að þetta gefi til kynna að verið sé að meðhöndla veikari einstaklinga utan sjúkrahúsa. Að öðru leyti

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.