Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 6
4 LÆKNABLAÐIÐ Einungis tvær rannsóknir á íslandi hafa kannað baktenur í miðeymavökva, annars vegar í bráðasýkingu (POM) (17) og hins vegar í langvarandi miðeymavökva (SOM- MOM) (18). Til frekari glöggvunar var ákveðið að athuga nánar bakteríur í hinum ýmsu tegundum miðeymabólgusjúkdómsins hérlendis. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Til rannsóknarinnar völdust böm, sem meðhöndluð voru vegna miðeymabólgu á árunum 1986 til 1989, á aldrinum átta mánaða til fjögurra ára, alls 108 böm. Bömunum var skipt í eftirfarandi fjóra flokka eftir gerð eymabólgu og vökva í miðeyra: 1. Bráð miðeymabólga (POM). 2. Langvarandi vökvaslím í miðeyra, >3 mánuðir (MOM). 3. Bráðabólga með brostinni hljóðhimnu (innan 12 klst. frá skoðun/sýnatöku). 4. Langvinn eymabólga með útferð úr miðeyra, (>6 vikur) gegnum gat eða rör á hljóðhimnu (COM). Öll börn í hópi 1 (POM) höfðu áður verið meðhöndluð að minnsta kosti einu sinni með sýklalyfi án þess að fullum bata væri náð. Þar af voru fimm böm á sýklalyfi við ástungu: tvö á erýthrómýsíni, tvö á amoxicillíni og eitt á trimethoprími - súlfamethoxazóli. Böm í hópi 2 (MOM) fóru í ástungu á hljóðhimnu vegna langvarandi vökvasöfnunar í miðeyranu með heyrnartapi og höfðu ekki svarað annarri meðferð. Hópur 3 hafði ekki verið meðhöndlaður innan tveggja vikna áður en hljóðhimnan brast við bráðasýkingu. Hópur 4 (CÖM) hafði haft leka úr miðeyra gegnum gat eða rörventil í að minnsta kosti sex vikur og ekki svarað sýklalyfjameðferð gegnum munn eða í staðbundnu formi í eyra. Vökvi úr miðeyra fékkst úr hópi 1 og 2 með ástungu á hljóðhimnu í staðdeyfingu eða í svæfingu í flestum tilfellum. Mergur var hreinsaður úr hlust. Ástunga var gerð með hjálp skurðsmásjár í fremri, neðri helming hljóðhimnu. Vökvi var sogaður beint úr miðeyra í svokallaða Juhn Tymp Tap® gildru (Xomed®, Jacksonville, Fl.) gegnum ástungugatið án snertingar við hlust. Sýni var svo strax sent í sýklarannsókn, (að minnsta kosti samdægurs). Sáð var frá miðeymasýnum innan tveggja klukkustunda frá komu á sýkladeild á blóðagar, súkkulaðiagar, McConkey agar og saltagar. Agarskálamar voru hafðar í hitaskáp (37°C) í koldíoxíðbættu andrúmslofti (4.5% CO^) í 36-48 klst. Auk þess var sáð á blóðagar og blóðagar bættan með nalidixín sým og vítamíni K fyrir loftfælnar bakteríur og voru þessar skálar hafðar við loftfælnar aðstæður (GasPak, anaerobic). Örverumar voru greindar samkvæmt venjulegum aðferðum á sýklarannsóknadeildum Landspítala og Borgarspítala. Sýni úr hópum 3 og 4 voru tekin með strokpinna og sett í flutningsæti (Culturette® Marion Scientific, Kansas City, MO). Var sýnið tekið beint frá vökva við brostna hljóðhimnu eða gegnum gat á hljóðhimnu, eftir að óhreinindi höfðu verið hreinsuð frá hlust. Sýni var síðan sent beint í sýklarannsókn. Meðhöndlun þeirra sýna var á sama hátt og greint var frá hér á undan. NIÐURSTÖÐUR Bráð miðeyrnabólga: Niðurstöður ræktana úr flokki 1, bráðri miðeymabólgu (POM), sýndu að algengasti sýkingarvaldurinn var H. influenzae þ.e. í 15 sýnum af 28 (54%) í hreingróðri (mynd 2). S. pneumoniae fannst í fjórum af 28 (14%). Enginn vöxtur kom fram í sýnum frá 10.7% sjúklinga með bráða miðeymabólgu. S. pneumoniae og H. influenzae ræktuðust saman í 10.7% tilfella og H. influenzae með M. catarrhalis í 3.6%. Alls ræktuðust fimm tegundir sýkla úr graftrarsýnum. Langvarandi vökvaslím í miðeyra: í hópi 2 (MOM), kom í ljós að enginn vöxtur reyndist vera í 23 af 38 sýnum (60.5%). M. catarrhalis fannst í 13.2% og S. pneumoniae í 10.5%. H. influenzae fannst einungis í 5.3% tilvika (mynd 3). Miðeyrnabólga með brostinni hljóðhimnu: Þegar litið er á niðurstöður ræktana úr sjúklingum með miðeymabólgu og brostna hljóðhimnu, má sjá að algengustu bakteríumar voru H. influenzae og S. pneumoniae, samtals í um 58% tilvika. Bakteríuvöxtur kom fram frá öllum sýnanna nema einu (5.3%). Alls

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.