Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 8
6
LÆKNABLAÐIÐ
hreingróðri og 68% í blönduðum gróðri, en
þegar um er að ræða bráða miðeymabólgu
með brostinni hljóðhimnu, er H. influenzae
og S. pneumoniae samþætt orsök í um 58%
tilfella.
Hugsanlegt er að sameiginlega séu
bakteríurnar meinvirkari en einar sér og þess
vegna bresti hljóðhimnan.
Athyglisvert er, að í hópi I (POM) eru
einungis 10.7% sýna án bakteríuvaxtar en
hliðstæð tala í hópi 3 er 5.3%. Þetta er
gjörólíkt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á
Borgarspítalanum, þar sem 53% sýna var án
örveruvaxtar (17). Sambærilegar erlendar tölur
úr stórum hópi barna eru 27% að meðaltali
(30,31). Það skal þó tekið fram, að í hópi 1
(POM) í þessari rannsókn voru einstaklingar
með miðeyrnabólgu sem ekki hafði svarað
sýklalyfjameðferð eða hafði tekið sig upp á
nýjan leik að meðferð lokinni.
Hið sama gildir þó ekki um hóp 3, þar sem
hljóðhimna hafði brostið, þar sem flestir þeir
sjúklingar höfðu fengið bráða miðeymabólgu
de novo.
Niðurstöður varðandi slím-límeyra (MOM)
eru sambærilegar við aðrar erlendar rannsóknir
hvað lýtur að fjölda jákvæðra ræktana eða
um 39.5% (12,15). Ur langvarandi vökva
í miðeyra ræktaðist M. catarrhalis \ 13%,
S. pneumoniae í 10.5% og H. influenzae
einungis í 5.3%. Þetta er frábrugðið því, sem
greint hefur verið frá hérlendis í rannsókn frá
Akureyri 1984, þar sem kóagúlasa-neikvæðir
stafýlókokkar reyndust vera algengasta
bakterían sem óx frá miðeyrnavökva (18).
Sjúklingar með langvarandi útferð úr eyra
(COM) sýna mjög fjölskrúðugan vöxt
baktería. 5. aureus fannst í 56.5% tilvika í
blönduðum gróðri. Gram-neikvæðir stafir
fundust að liluta. Þessar niðurstöður líkjast
erlendum rannsóknum og er greinilegt að um
allt aðra bakteríuflóru er að ræða í þessum
hópi einstaklinga.
Vitað er að P. aeruginosa ræktast oft úr
langvarandi útferð og er algengi erlendis
gjaman á bilinu 30-60% (30,32,33). í þessari
rannsókn ræktaðist P. aeruginosa einungis í
tæplega 9% einstaklinganna.
Þessar niðurstöður benda til þess að H.
influenzae sé algengari í bráðri miðeymabólgu
hérlendis en annars staðar. Tíðni H. influenzae
var verulega hærri en komið hefur fram
í erlendum rannsóknum. Þar sem þessi
sjúklingahópur var valinn, er spurning hvort
hægt sé að álykta að þær bakteríur sem
fundust í flokki POM finnist í jafn ríkum mæli
hjá öllum börnum með bráða eyrnabólgu,
sérstaklega þar sem þessi böm höfðu áður
verið meðhöndluð að minnsta kosti einu sinni
með sýklalyfi, án þess að fullum bata væri
náð.
Þegar svo H. influenzae og S. pneumoniae
mæta tvíefldir til leiks, virðist það á hinn
bóginn auka á meinvirkni sýkingarinnar
í hópi þeirra barna þar sem hljóðhimnan
hafði brostið. Böm í þeim hópi höfðu ekki
verið meðhöndluð með sýklalyfjum innan
tveggja vikna áður en hljóðhimnan brast við
bráðasýkingu.
Menn hefur greint á um hvort penisillín eitt
sér dugi í meðferð bráðrar miðeymabólgu
á Islandi miðað við reynslu á hinum
Norðurlöndunum. Ofangreindar niðurstöður
gefa vísbendingu um að nota frekar
breiðvirkari sýklalyf hérlendis við bráðri
miðeyrnabólgu.
I ljósi þess, að sjúklingar með langvarandi
slím í miðeyra (MOM) hafa meinvaldandi
bakteríur í miðeymaslími í 40% tilfella, ætti
að reyna sýklalyfjameðhöndlun hjá þessum
hópi áður en til ástungu og/eða rörlagningar
kemur.
Sjúklingar f hópi 4 (COM) ættu hins vegar
ekki að fá meðhöndlun með sýklalyfi án
þess að niðurstöður ræktunar og næmisprófa
liggi fyrir. Þetta er enn brýnna vegna tilkomu
fjölónæmra pneumókokka á íslandi (34).
ÞAKKIR
Karli G. Kristinssyni, lækni og sérfræðingi
í sýklafræði, eru þakkaðar leiðbeiningar
og góð ráðgjöf, svo og Þresti Laxdal
bamalækni og Sigurði Guðmundssyni
smitsjúkdómasérfræðingi.
Kristín Snorradóttir læknafulltrúi á háls-, nef-
og eymadeild Borgarspítalans á þakkir skyldar
fyrir veitta aðstoð.
Gerður Helgadóttir læknafulltrúi sá um
frágang mynda.