Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 28
26 LÆKNABLAÐIÐ Tablc VI. Percentage distribution of the mtmber of prescriptions per person per month by ATC groups in 1989 (and 1984). Number of prescriptions Number of prescriptions ATC groups 1 2 3 or more X2 p Neuroleptics 81.2 (76.8) 14.0 (12.5) 4.8 (5.6) ns 414 (468) Tranquillizers 73.7 (77.8) 16.8 (14.6) 9.4 (7.6) 12.12 <0.01 2510 (2827) Hypnotics 78.1 (84.1) 15.7 (11.7) 6.2 (4.2) 28.32 <0.01 2797 (2162) Antidepressants 88.3 (87.4) 10.7 (11.2) 1.0 (1.4) ns 871 (652) Stimulants 66.7 (64.5) 22.2 (12.9) 11.1 (22.5) ns 27 (31) Table VII. Prevalence of prescriptions for psychotropic drugs by sex and ATC groups and DDD per 1000 population aged 15 years and older per one month in 1989 (and 1984). Prevalence per 1000 population DDD per 1000 population Males Females Males Females ATC group % SE' % SE* % SE* % SE* Neuroleptics ........ 6.9 (6.1) 0.6 5.6 (7.5) 0.6 5.2 (5.0) 0.5 6.6 (5.2) 0.5 Tranquillizers....... 25.7(31.3) 1.3 42.5(50.7) 1.5 28.9(33.9) 1.3 44.7 (50.2) 1.5 Hypnotics............ 27.3(22.7) 1.2 48.1(39.9) 1.5 35.0(43.1) 1.5 55.5 (73.8) 1.8 Antidepressants .... 7.9 (7.0) 0.6 15.5(11.8) 0.8 13.9(10.5) 0.8 27.6 (17.3) 1.1 Stimulants........... (0.6) (0.3) (1.4) 0.6 (0.9) All psychotropics 49.9(53.4) 1.7 84.7(86.3) 2.1 84.0(93.9) 2.2 135.1(147.6) 2.6 Ef Iitið er til þess hvort breyting hefur orðið á þeim fjölda, sem fengu þrjá eða fleiri lyfseðla á róandi lyf og svefnlyf eða sem fengu ávfsað meir en 90 SDS í mánuði, kemur í ljós að heldur hefur aukist hlutfall þeirra, sem fengu þrjá eða fleiri lyfseðla fyrir róandi lyf, hlutfallið hækkar úr 7.6% í 9.4% og fyrir svefnlyf úr 4.2% í 6.2%. Hlutfall þeirra, sem fengu meira en 90 SDS af róandi lyfjum, er nánast óbreytt, eða um 4.0%, en fyrir svefnlyf lækkar hlutfallið úr 9.9% í 5.4%. Tafla VII sýnir fjölda SDS á 1000 íbúa 15 ára og eldri af geðlyfjaflokkunum fimm, skipt eftir kyni. Taflan sýnir auk þess algengi geðlyfjaávísana handa fullorðnum í mánuðinum. A töflunni kemur fram, að konum er ávísað 65% fleiri dagskömmtum en körlum í mánuðinum. Munurinn er minnstur í flokki sefandi lyfja, en í þeim flokki var konum ávfsað 27% fleiri dagskömmtum en körlum, þrátt fyrir að mun fleiri konur fengu sefandi lyf. Konum var ávísað í kringum 60% fleiri dagskömmtum af bæði róandi lyfjum og svefnlyfjum. Munurinn var mestur á geðdeyfðarlyfjum, en þar fengu konur tvöfalt fleiri dagskammta en karlar. Þegar borin eru saman árin 1989 og 1984, kemur í ljós að nokkur fækkun hefur orðið á SDS geðlyfja á 1000 íbúa 15 ára og eldri hjá báðum kynjum, eða um 10.5% hjá körlum og um 8.5% hjá konum eins og sjá má á töflu VII. Þetta skýrist einkum af breytingum á róandi lyfjum og svefnlyfjum. Töluverð aukning hefur orðið á SDS í flokki geðdeyfðarlyfja, bæði hjá konum og körlum. Ekki hafa orðið miklar breytingar á algengi geðlyfjaávísana milli áranna 1984 og 1989. Algengi ávísana á róandi lyf hefur að vísu lækkað, en því er öfugt farið með algengi svefnlyfja sem hefur hækkað. Þegar svefnlyf og róandi lyf eru tekin saman. hefur nánast engin breyting orðið á algengi milli áranna. Hins vegar hefur orðið nokkur hækkun á algengi ávísana á geðdeyfðarlyf, og er það sérlega áberandi hjá konum. Mynd 1 sýnir glögglega, hvemig algengi geðlyfjanotkunar vex með hækkandi aldri fram yfir áttrætt, en eftir það fækkar SDS, sérlega hjá konum. Veruleg fylgni er á milli algengis allra ávísana geðlyfja og SDS, þegar litið er á hina ýmsu aldursflokka, eins og mynd 1 sýnir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.