Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 38
34 LÆKNABLAÐIÐ horfið. Kennsluhættir læknadeildar hafa nýlega verið endurskoðaðir og breytingar í þessa átt eru varla raunhæfar í dag eins og málum er háttað, þ.e. nemendur fáir og kennarar störfum hlaðnir. Læknanemar eiga þess kost að velja og taka BS-verkefni, kynnast þannig rannsóknavinnu, skrifa grein eða greinar og ljúka BS-prófi í læknisfræði. Fyrir konur getur þetta verið ómetanlegt tækifæri og inneign vegna samkeppni síðar, því samkvæmt athugunum þá virðast ungar konur í sémámi eiga erfiðara en karlar með að samræma klíníska vinnu, lestur og rannsóknir og fjölskyldu- og heimilislíf. Eftir sex ára nám tekur við kandídatsár sem lýkur með lækningaleyfi. A undanfömum árum hafa flestir kandídatar teygt talsvert úr kandídatsárinu, eða allt upp í þrjú ár. Margir hafa síðan haldið áfram að vinna sem aðstoðarlæknar og þannig unnið hér heima í alls fjögur til timm ár áður en haldið hefur verið út í sémám. Heildarfjöldi unglækna sem útskrifuðust 1986 og sfðar, þ.e. síðustu fimm ár er 230, þar af rétt rúmlega þriðjungur konur (78) og tæplega tveir þriðju hlutar karlar (152). Af þessum hópi eru um það bil 61% karlanna búsettir á íslandi (92) en 68% kvennanna (53). Ef litið er hins vegar á einstaka árganga þá eru hlutfallslega talsvert fleiri konur hérlendis af árgöngum sem útskrifuðust 1985, 1986 og 1987. Konumar eru þannig hlutfallslega fleiri hérlendis og virðast fara seinna út í sémám. Taka skal þó fram að sumir kandídatar taka hluta eða allt sémám sitt hér heima, þannig að það gæti hugsanlega skýrt þennan mun að einhverju leyti. Ef svo er vaknar spumingin hvort konur velji frekar að byrja sémám og/eða Ijúka því hér heima. Meirihluti þeirra 145 unglækna sem búa hérlendis starfaði á Ríkisspítölum (58), Borgarspítala (39) og Landakoti (16) þann 1. febrúar 1991 eða samtals 113. Hlutfall karla og kvenna var jafnt eða um 77%. A næstu árum er fyrirsjáanlegur skortur á aðstoðarlæknum og í læknadeild eru nú á fjórða til sjötta ári um það bil 100 nemendur sem líklega koma inn á vinnumarkaðinn á næstu þremur árum. Kynjahlutfall þessa hóps er jafnt og aldrei áður hefur verið svo hátt hlutfall kvenna í læknisfræði. Ef gengið er út frá því að konur dvelji almennt lengur hérlendis eftir brautskráningu, er til þess vinnandi að reyna að breyta og bæta fyrirkomulag sem í dag hentar þessum hópi ekki fullkomlega. í því sambandi er augljóst að konur sem tefjast hérlendis vegna bameigna skila sér ekki á vinnumarkaðinn nema vel sé búið að dagvistun bama þeirra. Einnig er skynsamlegt að koma til móts við þennan hóp með meiri fjölbreytni hvað varðar stöður. Má þar nefna hugmyndir eins og hlutastöður, mismunandi stöður eða möguleika á að deila einni stöðu milli tveggja starfandi lækna. Ein þessara hugmynda felur í sér að á ýmsum stærri deildum mætti bjóða upp á eins konar »rúllandi« stöður. I þeim væri gefinn kostur á minni vinnu, hugsanlega hluta úr degi eða fyrri part dags þegar mest er að gera á deildum. Þessar stöður gætu verið vaktalausar eða með minni vöktum, sem yrði reynt að haga þannig að þær væru sem lærdómsríkastar. Allir kandídatar viðkomandi deildar gætu rúllað inn í svona stöðu eða einn haldið henni í nokkra mánuði standi þannig á. Þannig skiluðu sér hugsanlega fleiri unglæknar í vinnu en ella og héldust lengur í vinnu, til dæmis konur á síðari hluta meðgöngu. Einnig gætu þeir kandídatar sem taka sér frí milli vinnutímabila á deildum, en það er ekki óalgengt, séð sér hag í því að falla ekki út af launaskrá en minnka samt sem áður við sig vinnu. Loks má minna á það að væri foreldrum gert kleift að skipta með sér fæðingarorlofi gætu konur sem eru læknar valið að byrja vinnu fyrr en ella. Væri möguleiki á sveigjanlegri vinnutíma mætti búast við að margar konur notfærðu sér það og mannafli nýttist betur en nú.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.