Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1992: 78: 15-22. 15 Jóhannes M. Gunnarsson", Helgi J. ísaksson", Jónas Magnússon" KALKVAKAÓHÓF OG ÁRANGUR SKURÐAÐGERÐA Á BORGARSPÍTALANUM 1985-1989 ÁGRIP Til að kanna árangur skurðlæknismeðferðar við kalkvakaóhófi (hyperparathyroidismus) á skurðdeild Borgarspítalans 1985-1989 voru kannaðar sjúkraskrár þeirra 34 sjúklinga, sem fengu þessa greiningu á tímabilinu. Kynjahlutfall var einn karl á móti fjórum konum. Meðalaldur var 61 ár (frá 26-86 ára). Geðrænar truflanir voru algengar (62%). Sjö af 10 nýrnasteinasjúklingum höfðu langa sögu um nýmasteina, (meðaltal 8.5 ár) og eðlilegar kalkmælingar á þeirn tíma. Hvorki fannst samband milli sermiskalks og stærðar æxlis, né heldur kalkvaka og stærðar æxlis. Veikt en tölfræðilega marktækt (r=0.397, p=0.022) samband fannst milli sermiskalks og kalkvaka í sermi. Fundvísi ómskoðunar á æxli á hálsi var aðeins 21%. Eftir aðgerð fengu 28 sjúklingar strax eðlilegt sermiskalk. Tveir þörfnuðust lyfjameðferðar um hríð vegna of lágs kalks en jöfnuðu sig. Fjórir sjúklingar höfðu áfram sermiskalkshækkun, en tveir þeirra fengu bata eftir endurtekna aðgerð. Tveir sjúklingar hafa áfram mjög væga hækkun á sermiskalki og tveir hafa fengið vægt bakslag en allir fjórir eru einkennalausir. Tveir sjúklingar fengu tímabundna raddbandalömun öðrum megin en engir aðrir aukakvillar komu fram hjá hópnum. Settu marki var náð með skurðaðgerð hjá 88% sjúklinganna án nokkurra varanlegra fylgikvilla. Kalkvakaóhóf var staðfest með vefjagreiningu hjá 31 (25 konum, sex körlum) af 34 sjúklingum Borgarspítalans. Af þeim höfðu 29 (93.5%) góðkynja kirtilæxli (adenoma) og tveir (6.5%) vefjaauka (hyperplasia). 1) 2) Frá skurödeild Borgarspítalans, Ftannsóknastofu Háskólans í meinafræöi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Jóhannes M. Gunnarsson. Á tímabilinu bárust af landinu öllu til Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði (RH) skurðsýni frá 61 sjúklingi með kalkvakaóhóf, 52 (85%) höfðu kirtilæxli og níu (15%) vefjaauka. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) var vefjagreining staðfest hjá þremur, allir höfðu góðkynja kirtilæxli. Alls var vefjagreining því staðfest hjá 64 (54 konum, 10 körlum) á landinu öllu, 55 sjúklingar (86%) höfðu kirtilæxli, níu sjúklingar (14%) höfðu vefjaauka en enginn kölkungskrabbamein. Þetta svarar til 5.2 aðgerða á 100.000 íbúa í landinu á ári vegna kalkvakaóhófs. INNGANGUR Mörg rök hníga að því að sjúklingar með kalkvakaóhóf skuli meðhöndlaðir með skurðaðgerð, einnig þeir sem virðast einkennalausir og eru með væga hækkun á sermiskalki (1). Sjúklingar geta haft óljós einkenni, sem þeir átta sig ekki á fyrr en eftir lækningu. í öðru lagi fylgir kalkvakaóhófi hætta á nýmabilun (2). í þriðja lagi er aukin hætta á beingisnun, stundum með örlagaríkum afleiðingum (3). Rugl getur og orsakast af kalkvakaóhófi og tilfallandi sjúkdómar með líkamsþurrki geta valdið bráðahækkun á sermiskalki (4). Nýleg rannsókn hefur sýnt aukna dánartíðni fólks með ómeðhöndlað kalkvakaóhóf, aðallega vegna hjarta- og æðasjúkdóma, en hættan minnkar smám saman eftir skurðaðgerð (5). Á sérhæfðum innkirtlaskurðdeildum næst eðlilegt kalkgildi hjá að minnsta kosti 90% sjúklinga eftir aðgerð, en mun lakari árangur þar sem ekki er um sérhæfðar deildir að ræða (6). Aðgerðatengdur dauði er víða enginn (7- 10) eða minna en 1% (11,12) og fylgikvillar eins og varanleg raddbandalömun 0-1% (6,7,9,12,13) blæðingar mjög fátíðar (7)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.