Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 12
10 LÆKNABLAÐIÐ einnig um ýmsar aðrar hjálparstéttir, svo sem sjúkraþjálfara og fleiri. HVERS VEGNA MISSTU LÆKNAR FRLMKVÆÐIÐ? Hvernig stendur á því að læknar hafa misst það frumkvæði sem þeir áður höfðu í stjórnun heilbrigðismála og að völd þeirra fara stöðugt minnkandi? Er þessi þróun æskileg og mun hún að lokum leiða til þess að læknar fari að taka við fyrirmælum um lækningar frá fólki, sem aldrei hefur séð bam fæðast eða mann deyja, né veitt sjúkum einstaklingi umönnun? A ráðstefnu sem haldin var á vegum læknafélaganna fyrir um það bil 20 árum, lét ég í Ijós þá skoðun mína að læknar væru að missa frumkvæðið í heilbrigðismálum og ef svo héldi fram, sem þá horfði myndi frumkvæðið endanlega vera algjörlega tekið úr höndum þeirra. Þetta hefur verið og er að gerast. Samt er læknisstarlið að miklu leyti fólgið í því að stjórna, það er að segja, stjóma því hvaða aðferðum skuli beita við meðferð sjúkdóma, hvernig þessum aðferðum skuli beitt og jafnframt að stjórna þeim aðilum, sem taka þátt í meðferðinni, ef fleiri eru en læknar. Þá er yfirlæknisstarf fyrst og fremst fólgið í stjórnun, því að stjóma starfseiningum sem fást við tiltekin afmörkuð verkefni og sjá um það, að hver starfsmaður innan þessarar einingar gegni sínu starfi, þannig að heildarmarkmiði einingarinnar verði náð. Þannig er stjórnun meginþáttur í læknisstartinu. Má það þá vera, að læknastéttinni hafi mistekist svo hörmulega að gegna þessu hlutverki sínu, að þeirri skoðun er víða haldið á lofti, að læknar séu, svona almennt séð, vonlausir stjórnendur. Sé eitthvað til í þessari staðhæfingu, hvar væri þá orsakanna að leita? LEIÐIR LÆKNANÁMIÐ TIL ÞRÖNGSÝNI? Við skulum aðeins líta á læknanámið. Sá sem byrjar læknanám og ætlar að ná árangri, verður að einbeita sér að því og engu öðru. I læknanáminu beinist athygli stúdentsins fyrst og fremst að takmörkuðum viðfangsefnum sem tilheyra læknisfræðinni, en næsta lítið er kennt um þjóðfélagslegt hlutverk læknisfræðinnar og læknanna, hvað þá að læknastúdentamir læri grunnatriði stjómunar. Hér má auðveldlega bæta úr og þar að auki finnst mér að gjarnan mætti leggja áherslu á, að leita að þeim einstaklingum sem hæfastir eru til stjómunar. Þegar hinu almenna læknanámi er lokið, fara flestir læknar í einhverskonar sémám. Þetta sémám er ýmist sótt á stofnanir hérlendis eða erlendis, en beinist að því að takmarka áhugasvið læknisins við ákveðná sjúkdóma eða sjúkdómaflokka og þegar sémáminu er lokið beinir læknirinn athyglinni fyrst og fremst að þessu takmarkaða sviði og hneigist til að mikla fyrir sér mikilvægi þess í heildarrófi læknisfræðinnar. Sá stjómunarstíll sem af þessum hugsunarhætti leiðir, felst í því að horfa fyrst og fremst á eigin verkefni og gera kröfur fyrir þeirra hönd, en sjá þau ekki í eðlilegu samhengi við aðra þætti læknisfræðinnar. Þetta virðist í raun eiga við bæði um þröngar sérgreinar og opnari greinar, svo sem heimilislækningar. AÐ DEILA INNBYRÐIS Læknar í stjómunarstöðum í heilbrigðiskerfinu hafa því oft sóað tíma sínum í að rífast um vægi einstakra þátta og reyna að helga sér og sinni sérgrein óeðlilegan stóran hluta af heilbrigðismálakökunni. Af þessu hefur svo leitt að einstakir sjúkdómar hafa náð að teljast öðrum þýðingarmeiri, og einstaka stofnanir hafa náð að þróast óeðlilega á kostnað annarra. Þetta á auðvitað ekki bara við um Island. Þá hafa læknar sem stjóma ákveðnum verkefnum eða ákveðnu verkefni í læknisfræði haft tilhneigingu til að horfa fram hjá kostnaði og hefur þetta orðið sérstakt vandamál eftir að það varð Ijóst að ekki væri hægt að verja ótakmörkuðu fé til heilbrigðismála. Þetta einkapot hefur að sjálfsögðu leitt til þess að læknar hafa ekki getað komið sér saman um forgangsröðun verkefna og skipulagningu heilbrigðismála almennt. Meðan heilbrigðismál höfðu tiltölulega lítið efnahagslegt og pólitískt vægi í þjóðfélaginu voru læknar látnir um að stýra þeim í skjóli faglegrar þekkingar, en eftir því sern hlutur heilbrigðismála í opinberum rekstri hefur vaxið, hefur pólitískt vægi þeirra einnig aukist.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.