Læknablaðið - 15.08.1992, Side 6
214
LÆKNABLAÐIÐ
var þá notaður 2,25/13 mm hljóðgjafi og
myndin skráð á strimil samtímis hjartarafriti.
Þykkt sleglaskiptar var mæld, sömuleiðis
bakveggur, þvermál vinstri slegils í lok
slagbils og lagbils, sömuleiðis var þvervídd
vinstri gáttar og ósæðarrótar mæld. Tekið
var meðaltal þriggja til fjögurra hjartaslaga
(2,14). Massi vinstri slegils var reiknaður
að hætti Penns (14). Við töldum óhætt að
greina hjartavöðvaþykknun ef sleglaskipt
og/eða bakveggur vinstra slegils var >15 mm
ef slegillinn var ekki víkkaður. Sérstaklega
var leitað eftir þykknun sem bundin var við
brodd vinstri slegils en ekki tókst að sýna
fram á slíka þykknun hjá neinum þátttakanda.
Engar tilraunir voru gerðar til að framkalla
flæðistruflun á útstreymi blóðs frá vinstri
slegli.
Þátttakendur voru útilokaðir frá rannsókninni
ef líklegt þótti að eðlilegar orsakir lægju til
þykknunar vinstri slegils, svo sem vegna
háþrýstings, lokusjúkdóma eða óvenju
mikilla íþróttaiðkana (15). Krufningarskýrslur
lágu fyrir um 78 af 189 dauðsföllum
(41%) sem orðið höfðu milli rannsóknanna
tveggja. Um var að ræða 28 skýrslur af
59 dauðsföllum í hópi A og 50 skýrslur af
130 dauðsföllum sem orðið höfðu meðal
þátttakenda sem í upphafi höfðu eðlilegt
hjartarit. Krufningarskýrslurnar 78 voru
skoðaðar sérstaklega til að kanna algengi
hjartavöðvasjúkdóms. Sjúkdómurinn taldist
staðfestur ef veggþykkt vinstri slegils var >15
mm án líklegrar orsakar. Til staðfestingar
þurfti einnig að sýna fram á óeðlilega riðlun
á vöðvafösum (16,17). Einnig voru könnuð
dánarvottorð þeirra einstaklinga sem ekki
höfðu komið til krufningar.
Á þeim þátttakendum sem töldust hafa
hjartavöðvaþykknun var gerð 24-klst
Holterskráning. Allir skráðu þátttakendurnir
atferli daglegs lífs, sömuleiðis tímasetningu
sjúkdómseinkenna, svo sem hjartaverkjar
eða hjartsláttar. Pathfindertæki frá Reynolds
var notað til greiningar takttruflana (17).
Takttruflanir voru flokkaðar eftir aðferð Lowns
(18). Niðurstöður Holterskráningar voru
bornar saman við fyrri skráningu í hópi 40
spítalastarfsmanna eins og lýst var af Ingvari
Bjamasyni og félögum (19).
Tölfrœðilegar aðferðir: Niðurstöður voru
birtar með einu staðtölufráviki, breytur með
Table I. Group comparison.
Group A Group B
Number.......... 452 128
Deaths.......... 59 (13.1%) 4 (3.1%) ***
Attendance ..... 334 (85%) 112 (90%) ns
Age (years)..... 59 ±10 59 ±9 ns
Weight (kg)..... 83,4 +14 82,7 ±13 ns
Height (cm)..... 117 ±6 176 ± 7 ns
BSA(m2)......... 2,02 ± 0.17 2.01 ± 0.17 ns
*** Statistical significance,
p<0,005;
ns = not significant;
BSA = body surface area.
eðlilegri dreifingu voru bomar saman milli
hópa eftir T-aðferð Students og kí-kvaðrat
notað til að bera saman hlutföll. Ovissumörk
(95%) voru reiknuð eftir töflum Hansels (20).
NIÐURSTÖÐUR
Til rannsóknar komu úr hópi A 334 af 393
(85%) eftirlifandi körlum sem höfðu í upphafi
afbrigðilegt hjartarit, ennfremur 112 (90%) af
124 eftirlifandi þátttakendum úr hópi B (tafla
I).
Ekki tókst að gera fullkomna ómskoðun á
öllum og vantar því nokkrar ómbreytur hjá
27 af 334 í hópi A og hjá fjórum af 112
í hópi B. Hins vegar var unnt að útiloka
hjartavöðvasjúkdóm hjá öllum þessum
þátttakendum með tvívíddarrannsókninni.
Af 334 í hópi A fundum við 12 með
hjartavöðvaþykknun (tafla II). Allir
uppfylltu þeir skilmerki sjúkdómsgreiningar,
þar á meðal einn karl sem hafði vægan
háþrýsting, en hann hafði áður gengist
undir hjartaþræðingu sem talin var staðfesta
sjúkdómsgreininguna hjartavöðvaþykknun.
Fimm af tólf voru taldir hafa áður þekktan
hjartavöðvasjúkdóm. Þykknuð sleglaskipt,
15-16 mm, fannst hjá fjórum þátttakendum
með háþrýsting og einn þátttakandi sem
stundaði kraftlyftingar hafði sleglaskipt
sem var 18 mm að þykkt. Engan þessara
karla töldum við hafa hjartavöðvasjúkdóm.
Meðal 112 karla sem höfðu í upphafi eðlilegt
hjartarit (hópur B) uppfylltu engir skilmerki
hjartavöðvasjúkdóms, þótt fjórir karlar hefðu
háþrýsting og þykknaða sleglaskipt, að
meðaltali 15 mm.
Sem vonlegt var höfðu karlar með
hjartavöðvasjúkdóm þykkari slegil og þyngri
heldur en aðrir þátttakendur í hópi A eða B